Laugardagur 16.04.2011 - 09:26 - 12 ummæli

Flokkspólitík ASÍ og SA

Það var flokkspólitík sem drap samningaviðræður ASÍ og SA.  Forysta ASÍ er framlenging á Samfylkingunni – og hluti þingmanna Samfylkingar er framlenging ASÍ.  Samtök Atvinnulífsins er framlenging mismunandi hluta Sjálfstæðisflokks – kvótakónga og annarra.

Mismunandi flokkspólitískir hagsmunir þar sem pólitískt bakland ASÍ og pólitískt bakland SA sem hafa nýverið tekist á á Alþingi – tókust á um lífi ríkisstjórnarinnar á röngum vettvangi.

Því fór sem fór.

Ég auglýsi eftir samvinnustjórnmálum: Samvinnustjórnmál takk fyrir

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Ég held að þú sért ekki einn um að óska eftir því að íslenskir stjórnmálamenn vinni saman og að ástandið á Alþingi breytist úr því að hver höndin sé upp á móti annarri í að fólk sé samtaka um uppbyggingu þjóðfélagsins.

    Vandamálið er hins vegar að innan raða VG er mikið af fólki sem vill stöðnun og lítar á allar framkvæmdir sem verk skrattans og á hagvöxt sem óþarfan. Þetta sama fólk tönglast á því að við verðum bara að læra að að lifa með minna á milli handanna og gera okkur núverandi ástand að góðu.

    Ég segi nei við því og vil sjá sömu lífkjör og á árunum á undan hrun, en þau eiga hins vegar að byggjast á raunverulegum framleiddum og útfluttum verðmætum!

  • Hallur, gleymdu nú ekki einum stæðsta kvótakónginum, framsóknargoðinu Halldóri Ásgrímssyni. Armur hans nær áreiðanlega jafnlangt inní fundarherbergin eins og armar sjálfstæðis-kvótagreifanna.

  • Kalli Sveinss

    Hafa menn alveg gleymt, að íslenska fiskveiðikerfið er talið af fagmönnum úti í heimi, eitt það fullkomnasta sem þekkist ?
    Fyrr á árum riðuðu bæjarfélögin til falls sökum skulda bæjarútgerða.
    Í dag er íslenska kerfið það eina í HEIMINUM sem ekki er á ríkisstyrkjum !
    Já, og skilar gífurlegum auði í þjóðarbúið !

  • Hallur Magnússon

    Viðar. Veistu hver eignarhlutur Halldórs er í fyrirækjum sem hafa fengið úthlutað kvóta – og hversu stór hluti kvóta þau fyrirtæki hafa yfir að ráða?

    Fyrst þú talar um „stæðsta kvótakónginum“. Ertu nú viss um að Halldór sé stærsti kvótakóngurinn? Eða kvótakóngur yfir höfuð?

  • Hallur Magnússon

    … en að öðru leiti, nei ég hef ekki gleymt Framsóknarmönnum.

    Það er td. eitt afar fjölmennt og öflugt samvinnufélag sem á dótturfélag sem hefur yfir nokkrum kvóta að ráða – og framkvæmdastjóri þess er skráður í Framsóknarflokksins.

    Reyndar er það fyrirtæki til fyrirmyndar hvað varðar hollustu við byggðarlagið sitt. Slík hollusta hefði verið góða td. á Vestfjörðum!

  • Hallur ert þú því sammála að SA stjórni alþingi og véli um lagasetningar þess. Er það ásættanlegt að SA ákveði hvernig lög um stjórn fiskveiða líta út. Hvort sem ASÍ er framlenging af Sf. eða SA er framlenging af íhaldinu og Flokknum þá er það að mínu viti óásættanlegt að þessir aðilar fari að setja landinu og þjóðinni lög.

    Réttast væri að setja ákvæði um eignarhald og umsýslu kvóta í þjóðaratkvæði og negla það svo niður í samræmi við níðurstöðuna. Þá hlýtur hið lýðræiselskandi Hádegismóaíhald og hinir 30 kvótakóngar sem telja sig eiga kvótann að verða sáttir með niðurstöðuna og sætta sig við hana.

  • Hallur Magnússon

    Nei, ég er ekki sammála um að SA stjórni Alþingi. Ekki frekar en ASÍ stjórni Alþingi.

    Ég geri ráð fyrir að fyrirkomulag eignarhalds og umsýsla auðlinda okkar fari í þjóðaratkvæðagreiðslu – þar sem nánast er öruggt að stjórnlagaráð mun taka á þeim atriðum í stjórnarskrá.

    Ég treysti þjóðinni – þótt sumir aðrir geri það ekki – eins og td. Jóhanna og Steingrímur sem viltu ekki þjóðaratkvæði um IceSave.

  • Það er „skemmtilegt“ að horfa upp á ASÍ og ríkisstjórnina sýna verkafólki í sjávarútvegi risastórt fokk merki. ASÍ er ekki að berjast fyrir hagsmunum umbjóðenda sinna heldur einmitt að styðja hryðjuverkastarfsemi Samfylkingarinnar í sjávarútvegi og hryðjuverkastarfsemi VG í flest öllum öðrum atvinnumálum.

    Hagsmunir ASÍ og SA liggja saman í þessu máli. Þegar ASÍ nær að stíga skrefið frá Samfylkingunni þá átta þeir sig kannski á þessu og treysta sér til að þvinga ríkisstjórnina til að taka upp efnahagsstefnu sem eitthvað vit er í eins og gerðist í Þjóðarsáttarsamningunum. Jóhanna Sigurðardóttir hefur aldrei getað stundað samvinnustjórnmál. Hún hefur aldrei sæst á málamiðlanir. Þess vegna þurfa ASÍ og SA að standa þétt saman og þvinga fram niðurstöðu sem koma mun atvinnulífinu af stað.

  • Kvótamálið er sýnidæmi um takmarkanir lýðræðis á íslandi.
    Mikill meirihlut þjóðarinnar er á móti þessu fyrirkomulagi.
    Þrátt fyrir hefur Líú fram að þessu haft sjálfdæmi um þetta mál.
    Nú er þeir búnir að senda Villa stóra til þess að afgreiða málið með aðferðum handrukkarans. Það verður ekkert samið fyrr en útgerðmenn fá eigur þjóðarinnar afhentar með slaufu.
    Hann gerir ráð fyrir því að fyrirkomulag um eignarhald auðlinda fari fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur.
    En það verður ekkert að kjósa um ef Villi handrukkari verður búin að kúa ríkistjórina til þess að afhelda kvóta til eignar í einhverja áratugi fram í tímann.

  • Guðjón Eyjólfsson

    Þetta átti að vera Hallur gerir ráð fyrir….

  • @Kalli Sveins. Þú ert með staðreyndirnar á hreinu, en niðurstöðuna leiðir ekki af forsendunum. Það er ekki þar með sagt að þetta sé eina mögulega kerfið sem hefur þetta í för með sér.

    Rökfræði hefur svo sem aldrei verið þín sterkasta hlið.

  • Þótt sjálfsagt séu margir samfylkingarmenn meðal forystumanna ASÍ og forysta SÍ sé upp til hópa flokksbundin í Sjálfstæðisflokknum þá held ég ekki að þetta snúist svo mjög um mismunandi afstöðu til ríkisstjórnarinnar eða líf hennar. Hér takast einfaldlega á ólíkir hagsmunir — forysta SÍ vill nota kjarasamningana til að verja kvótahagsmuni LÍÚ og er tilbúin til að láta sverfa til stáls þeirra vegna. ASÍ-foyrstan er ekki tilbúin til að taka þátt í þeim leik, enda finnst þeim sjálfsagt flestum að kvótabrask sé ekki sitt mál. Hér hefur hnífurinn staðið í blessaðri kúnni allan samningatímann.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur