Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn stefnir að einkavaæðingu Íbúðalánasjóðs. Það liggur klárt og skýrt á borðinu. Nú er að sjá hvort vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fer að vilja Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eða hvort hún tryggur áfram tilvist Íbúðalánasjóðs í þeirri mynd sem hann hefur starfað frá 1999.
Í fjórðu endurskoðun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins vegna efnahagssmála á Íslandi segir:
„Sérstaklega mun ríkisstjórnin fyrir lok desembermánaðar veita nægilegu eigin fé inn í Íbúðalánasjóð til þess að hækka eiginfjárhlutfall hans upp í 5% af áhættuvegnum eignum hans (2,25% af VLF). Yfirvöld legga einnig drög að tímalínu til þess að samhæfa eiginfjárkröfur ÍLS til krafna sem gilda um aðrar fjármálastofnanir og leggja fram frumvarp sem kveður á um að FME skuli hafa eftirlit með ÍLS.“
Þetta þýðir á mannamáli annars vega að AGS vill auka eigið fé svo það nái núverandi langtímamarkmiði um 5 í CAD með fjárframlagi úr ríkissjóði og hins vegar að í lengri framtíð verði eigið fé aukið í 8 CAD sem er almennt lágmarkshlutfall fjármálafyrirtækja á SAMKEPPNISMARKAÐI.
Þótt það sé betra að hafa CAD hlutfall ÍLS í 5 þá er engin sérstök þörf til þess. Núverandi eiginfjárhlutfall dugir algerlega til eðlilegs reksturs sjóðsins.
Hins vegar verða stjórnvöld að afnema ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæði ef CAD hlutfallið fer í 8 eða hærra því þá er ríkisstuðningurinn orðinn klárlega óheimill.
Ergo.
AGS vill einkavæða Íbúðalánasjóðs enda hefur það verið nánast trúarleg stefna Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um langt árabil.
Að sjálfsögðu, það á að færa Íbúðalánasjóð einhverjum gæðingum. Það er vaninn þar sem AGS kemur að málum. Svo gæti heilbrigðiskerfið eða menntakerfið, jafnvel vatnið, komið næst.
AGS gerir ekkert. Það eru stjórnvöld sem gera það sem gert er eða ekki. Engum heilvita íslendingi dettur í hug að einkavæða ÍLS. Íbúðakaupalán eru allstaðar niðurgreidd með einum eða öðrum hætti og ekkert sem bendir til að neitt batni með að lánin séu varningur á samkeppnismarkaði smbr. USA 2008.
„Þetta þýðir á mannamáli …“ Ég skil því miður ekki þetta mannamál.
Þetta var einmitt þ.s. ég sagði að væri líkleg ástæða, er ég sendi þér þessar upplýsingar fyrir nokkru síðan.
Ég held enn að þetta sé líklega þannig.
Kv.
Nú, er það svo að til standi að ríkisábyrgðin verði tekin af Íbúðalánasjóði ? Það er þá eins gott að fara að fjárfesta í HFF ríkistryggðum bréfum Íbúðalánasjóðs til langs tíma. HFF bréfin hljóta að stórhækka í verði á markaðnum ef hætt verður frekari útgáfu. Það verður erfitt að finna eins góðan fjárfestingakost fyrir sparifé og HFF bréf ef hætta á við frekari útgáfu. HFF bréf eru núna með bakábyrgð í nánast „ÖLLU“ íbúðarhúsnæði á landinu og eiginfé ‘ibúðalánasjóðs og svo þar á eftir með ábyrgð ríkissjóðs. 🙂 Maður á ekki kost á mörgum slíkum fjárfestingakostum í dag, 3% til 4% vextir ríkistryggt næstu áratugina og svo greitt að auki fyrir alla verðbólgu. Þetta er auðvitað „sjúkt“ en fyrir fjárfesta sem eiga pening til að kaupa slík bréf eru HFF bréf Íbúðalánasjóðs sem ljúfasta músik. En þú segir Hallur að útgáfa nýrra bréfa sé brátt á enda má treysta því ? Ef svo er fer ég strax og kaupi HFF fyrir sparifé barnanna.
Stefán, það hefur nokkrum mönnum sem merktir eru XD dottið í hug að einkavæða húsnæðislánamarkaðinn algerlega, þeas. taka ÍLS útúr myndinni sem lánveitanda beint til almennings og í staðinn gera hann að heildsölubanka. Af hverju í ósköpunum ættum við almenningur að vilja það þegar við vitum það svo ósköp vel að það eina sem það mun gera fyrir heimilin okkar er að við þurfum að greiða ennþá hærri vexti en í dag? Við þurfum að standa vörð um ILS – það er klárt að AGS er með einhverjar fyrirætlanir í huga þegar þeir leggja svona plan.