Sterkara og sjálfstæðara Alþingi virðist vera eitur í beinum ríkisstjórna hver sem skipar þær. Vigdís Hauksdóttir bendir réttilega á það í grein í Morgunblaðinu að fjárskortur og skortur á sérfræðiaðstoð hamli faglegum störfum Alþingis.
Vigdís lagði á sínum tíma fram skynsamlegt frumvarp um stofnun Lagaskrifstofu Alþingis þar sem Alþingi gæti leitað til öflugra sérfræðinga í lögum sér til fulltingis í störfum sínum. Sú tillaga hlaut ekki náð fyrir augum ríkisstjórnarflokkanna. Þess í stað var stofnuð lagaskrifstofa stjórnarráðsins.
Sú ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna endurspeglar þetta landlæga viðhorf ríkisstjórna. Þessarar og þeirra sem ríkt hafa undanfarna áratugi. Alþingi er í þeirra huga afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið. Ekki hið eiginlega sjálfstæða löggjafarvald sem Alþingi ber að vera samkvæmt stjórnarskránni og grundvallarhugmyndum lýðræðisins um þrískiptingu valds.
Rita ummæli