Sunnudagur 01.05.2011 - 10:52 - 8 ummæli

Pólitísk markmið í ESB viðræðurnar

Evrópusambandið hefur ákveðið að hefja eiginlegar samningaviðræður við Íslendinga um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það var í raun endanlega staðfest á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins í vikunni. Mikilvægt skref.

Fjarvera fulltrúa hingað til mikilvægs stjórnmálaflokks á Íslandi á þessum mikilvæga fundi sameiginlegrar þingmannanefndar vakti athygli mína og áhyggjur. Slík fjarvera er ekki Íslandi til framdráttar á alþjóðavettvangi hvað sem mönnum finnst um ESB. 

Fyrstu kaflarnir sem opnaðir verða í aðildarumræðunum eru um opinber útboð, samkeppnismál, upplýsingatækni og fjölmiðlun, vísindi og rannsóknir og menntun og menningu.  Reyndar höfum við undanfarna tæpa tvo áratugi notið öflugs stuðnings Evróðusambandsins í flestum þessum málaflokkum – en látum það vera á þessari stundu. Nú erum við farin að ræða mögulegan aðildarsamning.

Nú  þurfa stjórnmálamennirnir að hætta barnalegri þrætupólitíkinni og fara að ræða þau pólitísku markmið sem Ísland vill ná í aðildarviðræðunum í hverjum kafla í aðildarviðræðna fyrir sig. Þar skiptir miklu máli í þeirri umræðu að fá áherslur þeirra sem eru gegn aðild ekki síður en þeirra sem eru jákvæðir fyrir mögulegri inngöngu í ESB.

Það er skylda stjórnmálamanna að tryggja sem bestan aðildarsamning sem þjóðin og Alþingi taka síðan afstöðu til.  Því þurfa allir að taka virkan þátt í umræðunni um hver skuli vera samningsmarkmið Íslands í viðræðunum og jafnframt að veita samninganefnd Íslands öflugt og málefnalegt aðhald.

Stjórnmálaflokkarnir hafa algerlega brugðist þeirri skyldu sinni meðan til dæmis Bændasamtök Íslands hafa sett fram sínar  „varnarlínur“ sem við eigum að sjálfsögðu að taka tillti til í aðildarumræðunum. 

Það bólar hins vegar ekkert á pólitískri stefnumótun og lýðræðislegri umræðu stjórnmálamannanna um hvað beri að setja á oddinn í aðildarviðræðunum. Þeir virðast fastir í heimskulegum „já“ og „nei“ skotgröfum – þar sem barist er með innantómum slagorðum og órökstuddum staðhæfingum  en ekki uppbyggjandi, rökstuddum, málefnalegum, lýðræðislegum umræðum um raunverulega hagsmuni Íslands í aðildarviðræðnum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Margt rétt í þessum pistli, en hér má þó finna gott yfirlit yfir stöuna sérlega hjá Stefáni:
    http://www.si.is/malaflokkar/althjodlegt-samstarf/frettir-og-greinar-um-althjodamal/nr/4036

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Sæll Hallur.
    Þetta aðlögunarferli allt saman er allt á forsendum og eftir tilskipunum ESB. Ísland hefur þar lítið sem ekkert haft að segja.
    Síðan er með endemum að þessar viðræður og niðurstöðum þeirra skuli meira og minna verið haldið frá almenningi með skipulögðum hætti.
    Pukur og leynd og hálfsannleikur og hreinar lygar um málið koma svo frá íslensku stjórnsýslunni og þessari svokölluðu viðræðunefnd sem öll var handvalinn af Össuri og þar eru einungis hreinræktaðir ESB sinnar, sem hafa það að æðsta markmiði að koma Íslandi inní ESB með öllum mögulegum klækjum.

    Það þarf allt að vera uppi á borðum. Því meira sem þjóðin veit um ESB því meiri líkur á því að þjóðin kolfelli ESB aðild, þegar henni verður loks leyft að segja álit sitt milliliðalaust !

    Það er enginn spurning að þjóðin mun kolfella ESB aðild hvernig svo sem þessi samningur muni líta út, þetta fullyrti ESB sinninn Jón Sigurðsson og fyrrverandi formaðuer Framsóknar í blaðagrein nýlega.

    Jón veit vel sínu viti og hann metur vonlausa stöðu ESB trúboðsins á Íslandi hárrétt

  • Hallur Magnússon

    Gunnlaugur.

    Jón benti á nokkur atriðið sem sett hafa verið fram sem æskileg samningsmarkmið í umræðunni. Jón benti á að ef þeim markmiðum yrði ekki náð þá yrði aðildarsamningur líklega felldur.

    Held það sé mikið til í þessu hjá Jóni – en ef þau markmið nást þá getur staðan breyst. Það verður bara að koma í ljós.

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Hallur.
    Jón sagði líka að þetta ESB mál væri nú þegar gjörtapað mál og réttast væri að draga umsóknina til baka sem allra fyrst.

    Hann óttast að með því að ætla að draga þetta svona áfram magnist bara andstaðan við ESB og að viðkomandi ESB samningur verði síðan svo kolfelldur af þjóðinni.

    Með því verði ESB málið endanlega slegið út af borðinu um ókomna framtíð.

    Jón er ESB sinni og býsna klókur, en hann sér og viðurkennir fúslega að málið er gjörtapað og vill því frekar draga í land núna og prófa aftur seinna þegar „réttar“ og kannski breyttar aðstæður væru fyrir hendi.

    En Samfylkingin og ESB trúboðið munu ekki hlusta á Jón, heldur böðlast áfram og halda áfram bjölluatinu í Brussel með smjaðri og lygi ! Í algerri andstöðu við meirihluta þjóðarinnar.

    Þjóðin er nefnilega þegar búinn að sjá í gegnum þetta ESB feigðarflan og allir sem vilja geta séð að ESB keisarinn ráfar um sviðið klæðalaus !

  • Hallur Magnússon

    Jón sagði ekki að það ætti að draga umsóknina til baka. Það er misskilnngur hjá þér.

  • Þetta er alls enginn misskilningur Hallur.

    Lestu greinina sem sá mæti maður Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknar skrifaði í Fréttablaðið.

    Í greininni sagði hann orðrétt:

    „Umsókn um aðild að ESB er gjörtapað mál“.

    Síðan bætir hann við orðrétt:

    „Trúlega er farsælast að stöðva ferlið með vinsamlegum hætti, þegar á næstu vikum“

    Svo mörg voru þau orð. Vildi að fleiri aðildarsinnar áttuðu sig jafn vel á stöðunni og Jón gerir.

    Þá gæti þjóðin slegið þetta hroðalega deilumál útaf borðinu og sameinsast um að byggja landið upp.

    Það verður aldrei eining eða friður í þessu landi með þessa fjandans ESB umsókn hangandi yfir okkur.

  • Hallur Magnússon

    Gunnlaugur.

    Það er eitt að stöðva ferlið í bili – annað að gera bjölluat og draga umsókn til baka.

    Ég er hins vegar ósamála Jóni. Okkur ber að klára þessar aðildarviðræður á næstu misserum. En menn verða að ganga frá skýrum pólitískum markmiðum í viðræðunum. Jón hefur hins vegar ítrekað bent á hvaða markmiðum við þurfum að ná í aðildarsamningi.

    Það er rétt hjá þér: „Það verður aldrei eining eða friður í þessu landi með þessa fjandans ESB umsókn hangandi yfir okkur.“

    Þess vegna verður að vinna áfram að aðildarviðræðunum – ljúka þeim með samningi og leggja hann í dóm þjóðarinnar.

    Það verður aldrei eining eða friður í þessu landi ef aðildarviðræðum verður ekki lokið með aðildarsamningi sem þjóðin tekur afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Sæll Hallur.
    Úr því að farið var útí þessa vitleysu á annað borð án þess að spyrja þjóðina í upphafi hvort hún vildi hefja þetta ferli, eða ekki, þá verður að klára þetta.

    Ef að þjóðin hefði verið spurð ái almennri þjóð’aratkvæðagreiðslu um það hvort að senda ætti inn formlega umsókn eða ekki þá hefði náðst meiri sátt, hver sem niðurstaðan hefði annars orðið.

    En af hálfu Samfylkingarinnar hefur þetta alltaf verið keyrt áfram af þjösnaskap og hroka gagnvart andstæðingum aðildar, sem eru jú alveg klárt mikill meirihluti þjóðarinnar.

    Það væru agaleg mistök fyrir okkur andstæðinga ESB aðildar ef pólitíkusarnir myndu stöðva ferlið áður en samningur liggur fyrir.

    Þá fyrst gengi þessi ESB sértrúarsöfnuður af göflunum.

    En það er alveg klárt að þjóðin mun hafna ESB aðilsd með afgerandi hætti og miklum mun,alveg sama hvernig þessi samningur mun á endanum líta út

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur