Laugardagur 07.05.2011 - 15:53 - 8 ummæli

Þráinn biðji kýrnar afsökunar

Íslenskar kýr eiga skilið afsökunarbeiðni frá Þráni Bertelssyni vegna ummæla hans um „fasistabeljur“. Þráinn hefur ekkert með það að gera að tengja fasisma við kýr – þessar yndislegu rólyndisskepnur sem eru að vísu afar þrjóskar en fjarri því að geta verið fasískar.

Þá hefur hann ekkert með það að gera að tengja íslenskar kýr við íslenskar stjórnmálakonur.  Það er vanvirðing við þær Búbót, Búkollu og Gránu gömlu – lifi minning þeirra ágætu belja sem ég kynntist svo vel í æsku.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Það á ekki að henda grín að ummælum Þráins með þessum hætti sem þú gerir Hallur. Um ummæli Þráins um Þorgerði Katrínu er ekkert annað að segja en að þau eru fáránleg og þingmanninum Þráinni Bertelssyni til mikillar skammar. Menn sem tala svona um samstarfsfólk sitt eru augljóslega ekki í því andlega jafnvægi sem þarf til svo hægt sé að endurreisa þetta land. Skömm sé Þránni.
    PS
    Þráinn virðist halda og trúa því að hann sé listamaður sem verðskuldi mánaðarlega peningagjöf frá þjóðinni. Finnst fólki að myndir Þráins séu listaverk ? Ekki mér.
    PS2
    Hvar eru „feministarnir“ núna, af hverju segja þær ekkert þegar ráðist er á Þorgerði katrínu með þessum ómerkielga hætti ? Skipta stjórnmálaskoðanir þeirrar konu sem fyrir verður e.t.v. femínistana meiru en umhyggjan fyrir velferð allra kvenna?

  • Halldór Halldórsson

    Fransóknarmönnum eins og þér er ýmislegt fleira eiginlegt en að reyna að vera fyndnir. En auðvitað sér maður hvaðan árátta Framsóknarmanna til að fá Þráin í sínar raðir hér fyrrum er runnin. Og það kemur ekki á óvart að það sé frá þér og þínum!

  • Hallur Magnússon

    Halldór minn.

    Þakka traustið. Gott að vita að ég hef fleiri eiginleika en að vera fyndinn að þínu mati.

    En svona til að rifja það upp fyrir þér þá gekk ég úr Framsóknarflokknum 1. desember.

  • Kýr hafa víst einræðistilburði þrátt fyrir að tilheyra hópsálinni.

    Það er alltaf ein fasistabelja sem trjónir efst í virðingarstiganum og ræður því sem hún vill ráða í hjörðinni.

  • Þetta missti algerlega marks hjá þér, Hallur. Bara sorglegt – og misnotkun á kúakyninu að þykjast vera fyndinn út á þetta. En það er dæmigert fyrir Fréttablaðið, að það birtir þetta (með annarri fyrirsögn) og pistil eftir Illuga.

    Engum ykkar (þér, IJ né Fréttablaðinu) tekst að fordæma ummæli Þráins um konurnar tvær sem „fasistapakk“ og Þorgerði sem „íhaldsbelju“.

    Þið berið sjálfum ykkur vitni með þessu léttúðuga tali. Ekki einn einasti málsmetandi maður treystir sér til að verja þessi ruddalegu ummæli Þráins – og samt ætlar hann ekki að biðjast afsökunar!

    PS. Hvers vegna gekkstu úr Framsóknarflokknum? Ertu á leið í Samfylkinguna?

  • Hallur Magnússon

    Merkilegt hvað þessi pistill minn þar sem ég tek upp þykkjuna fyrir íslenskar kýr fer fyrir brjóstið á mönnum.

    Íslenskar kýr eiga ekki skilið að þær séu tengdar við fasisma né íslenska stjórnmálamenn.

    Jón Valur.

    Ég gekk úr Framsóknarflokknum vegna þess að mælirinn fylltist hjá mér. Valdi því pólitískt fullveldi utan flokka.

    Nei, ég er ekki á leið í Samfylkinguna. Af hverju í ósköpunum ætti ég að vera það?

  • Er ekki öllu ljótara að tengja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ragnheiði Elínu Árnadóttur við fasisma? Þær lesa þó það, sem um þær er skrifað, ekki gera kýrnar það, og enginn álasar kúnum vegna ruglsins í Þráni, en þingkonurnar þurfa að horfa upp á heigla á Eyjunni lastmæla þeim í löngum röðum og þumla upp ófyrirleitnar svívirðingar í anda Þráins, eftir að hann opnaði sitt Pandórubox eða sína eigin illa duldu vanlíðan – og kann þó ekki að skammast sín frekar en aðrir níðhöggvar. Svo setjast aðhlátursmennirnir á girðinguna; einn af þeim ert þú, Hallur, í stað þess að taka afstöðu með því, sem sómasamlegt er, eins og drengi góðum sæmir.

    Og hvaða vansæmd var þér að því að tilheyra Framsóknarflokki?

    Fyrir alla muni gakktu ekki til liðs við Svikaflokkinn gegn þjóðinni. Það gæti ekki orðið verra.

  • Rúnar G.

    Góður Hallur.
    Eins smellið og þetta blogg er hjá þér þá er greinilegt húmorsleysi fólks alveg bráðfyndið.

    Lengi lifi kúastofninn fasistalausi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur