Þriðjudagur 10.05.2011 - 11:34 - 3 ummæli

Íslenska USA skyrið yndislega

Íslenska kýrin er yndisleg. Eins og íslenska skyrið sem nú fer sigurför um heiminn. Síðast í CBS news. Það skyr er reyndar ekki framleitt út íslenskri mjólk – en þegar og ef við göngum í Evrópusambandið – þá verðum við að tryggja að einungis megi kalla íslenskt skyr úr íslenskri mjólk „SKYR“.

 … og ekki láta það hvarfla að ykkur að flytja inn ný kúakyn fyrir mjólkurframleiðslu. Við eigum að viðhalda því íslenska – enda er það einstakt – 1100 ára kúakyn.

Umfjöllun um hið heilsusamlega íslenska skyr á CBS news er að finna hér: http://www.cbsnews.com/video/watch/?id=7365475n&tag=related;photovideo

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • stefán benediktsson

    Mér skilst (Gunnar og Þórir, Fréttatíminn) að við sjálfir framleiðum ekki lengur „gamla góða skyrið“ heldur notum einhvern allt annan geril sem vinnur öðruvísi og þessvegna fáist heldur ekki lengur „gamla góða mysan“. Hvaða geril skyldu þeir nota í Ameríku?

  • Gissur Jónsson

    Mér skilst að norsku kýrnar hafi í mótmælaskyni við ummæli Þráins Bertelssonar dregið til baka umsókn um hæli á Íslandi. Þær tengjast þó ekki árás á heimili innanríkisráðherra!

  • Stefán: er þetta ekki mismunandi eftir framleiðendum? Og hvað má að réttu heita skyr? Aðeins þetta „gamla góða“?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur