Miðvikudagur 11.05.2011 - 08:53 - 8 ummæli

Trúarbragðastríð á Íslandi

Það ríkja trúabragðastríð á Íslandi.  Ekki í orðsins fullri merkingu þar sem blóð rennur. En hugtakið trúarbragðastríð lýsir ákveðnum átökum í samfélaginu bara nokkuð vel. Í trúarbragðastríðunum íslensku takast menn á af hörku af mikilli tilfinningu – nánast trúarlegri.

Í Háskóla Íslands berjast meðlimir Vantrúar – sem þrátt fyrir nafnið virðast stundum bera einkenni trúarhóps – við hefbundinn lúterskan háskólakennara í guðfræðideild.

Í umfjöllun um fótbolta á bloggrásum – enskan jafnt sem íslenskan – þá takast menn á með ósviknum trúarhita.  Þar eru meira að segja ákveðin trúartákn. Öflugustu söfnuðirnir í ensku deildinni virðast vera Man U og Liverpool.

Þá geysar harkalegt trúarbragðastríð einarðra andstæðinga Evrópusambandins og þeirra sem fylgja skilyrðislausa inngöngu Íslands í Evrópusambandið. 

Þar hafa einstaka andstæðingar inngöngu Íslands í Evrópusambandið meira að segja gengið svo langt á bloggsíðum og athugasemdakerfum að hóta stuðningsmönnum aðildar limlestingum ef ekki einhverru ennþá verra.  Látum algeng brigsl um landráð liggja milli hluta – og þó – þau bera einmitt einkenni röksemdafærslna í trúarbragðastríðum.

Reyndar verða þeir sem vilja klára aðildarviðræður við Evrópusambandið og taka afstöðu í kjölfar þess einnig fyrir harkalegum árásum harðra NEI sinna – enda litið á slíka afstöðu sem villutrú – ekki síður en afstaða þeirra sem skilyrðislaust vilja inngöngu í ESB. Þekkt minni úr trúarbragðastríðum mannkynssögunnar.

… og harðir aðildarsinnar eiga það einnig til að hnýta í þá sem vilja aðildarviðræður og taka síðan afstöðu. Einnig þekkt minni úr trúarbragðastríðum mannkynssögunnar. Þeir hófsömu klemmast milli stríðandi fylkinga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Hey, hvað með að þið ESB trúarfofstækisfólk hættið að ljúga um meintar aðildarviðræður?
    Þessar lygar bera vott um ykkar sálfræðilega ástand og það breytir engu að væla eins og krakki, benda putta og æpa „Þú líka, þú líka“.
    Það eru aðeins ein trúarbrögð í gang, ykkar ESB heilalausa dýrkun, og allt sem því fylgir. Lygar, svik, hroki og frekja.

    Þessi pistill er enn eitt dæmið um afneitunina sem hrjáir ykkur.

    Já, og það eru ALLIR (fyrir utan ykkur ofsatrúarmenn) sem sjá lygarnar.

    Það sem þið kallið svo fallega aðildarviðræður og svo þjóðaratkvæði, er í raun aðlögunarferli að óumsemjanlegu regluverki ESB og svo ráðgefandi þjóðarkosning.

    Hættið að ljúga og við skulum kanski fara að taka mark á ykkur.

    Og svo þegar þið fáið stórt feitt NEI frá þjóðinni, má þá biðja um smá frið fyrir þessu trúarofstæki, hroka og frekju, til tilbreytingar?

  • Hallur Magnússon

    Palli.

    Þakka þér fyrir þetta komment. Gott dæmi um orðfæri sem
    er einkennandi fyrir orðræðu tengdum trúarbragðaátökum.

    Svona skemmtilegur trúarofstækisblær yfir því!

    Hefði ekki getað fengið betri staðfestingu á því að framangreindur pistill minn um trúarbragðastríð er fullkomlega á rökum reistur.

  • Ég velti fyrir mér hvort þú hafir kynnt þér umfjöllun viðkomandi kennara í HÍ um Vantrú.

    Hvaða einkenni trúarhóps ber Vantrú? Nú hef ég verið þar nokkuð lengi og engin merki séð um þetta. Ég er stöðugt að heyra svona fullyrðingar, en fæ aldrei nein svör við á hverju þær byggjast.

    Kannski notar fólk þetta til að telja sér trú um að „þið trúlausir eruð ekkert öðru vísi en við trúaðir“?

  • Hallur Magnússon

    Valgarð.

    Ég segi:

    „Í Háskóla Íslands berjast meðlimir Vantrúar – sem þrátt fyrir nafnið virðast stundum bera einkenni trúarhóps – við hefbundinn lúterskan háskólakennara í guðfræðideild.“

    Málflutningur sumra meðlima Vantrúar – ma. sem ég hef rætt við persónulega – er á þann veg að hann ber stundum einkenni trúarhóps.

    Ekki er ég boðberi trúar eða trúarbragða – þótt ég hafi sem BA í sagnfræði og þjóðfræði áhuga á fyrirbærinu.

    Mér er nokk sama hvort menn telja sig trúaða eða trúaða ekki. En ég get fullyrt að meðlimir Vantrúar eru ekkert öðruvísi fólk í sjálfu sér en þeir trúuðu – jafn mannlegir.

    Ég skal á næstunni týna til nokkur ummæli um trúarlegt yfirbragð Vantrúar ef þú vilt. Hef ekki tíma til þess í dag.

    … en vinnubrögð og málflutningur Vantrúar í lektorsmálinu hafa reyndar yfirbragð þess að um trúarbragðaátök séu að ræða 🙂

  • Ég væri mjög til í að sjá dæmi um þennan málflutning. Ertu ekki að dæma fjölda fólks út frá einstökum dæmum? Svona eins og ef ég dæmdi alla trúaða út frá hegðun trúarofstækismanna.

    Og þar sem ég hef nú fylgst vel með „lektorsmálinu“ þá er einfalt fyrir mig að fullyrða að það stenst enga skoðun að halda því fram að vinnubrögð og málflutningur Vantrúar hafi yfirbragð trúarbragðaátaka.

    Þarna er einfaldlega hópur sem svíður óvönduð umfjöllun og mikill fjöldi af rangfærslum í grein sem kennd er í HÍ.

    Það eina sem farið hefur verið fram á er að þessi vinnubrögð verði leiðrétt og farið verði rétt með staðreyndir. Félagið hefur sýnt mikið langlundargeð og ítrekað boðið sættir og jafnframt verið tilbúið að fallast á sáttatillögur sem komið hafa fram.

    Erindið var svo dregið til baka með því hugarfari og í trausti þess að lausn fyndist.

    Ásakanir um að félagið líti á þetta „heilagt stríð“ og „einelti“ eru hreinn og klár uppspuni.

    Enda langar mig að spyrja aftur, hefurðu séð dæmin sem Vantrú kvartaði yfir?

  • Bókstafstrúarmenn eru víða. Áhangendur íþróttafélaga og stjórnmálaflokka eru ágæt dæmi.

  • Pétur Maack

    Úr því að þú tengir áhug þinn á trú og trúarbrögðum við akademískan bakgrunn þinn Hallur, þá væri ekki úr vegi að sýna akademísk vinnubrögð og gefa upp þá skilgreiningu sem þú miðar eftirfarandi fullyrðingu við:

    „Í Háskóla Íslands berjast meðlimir Vantrúar – sem þrátt fyrir nafnið virðast stundum bera einkenni trúarhóps – við hefbundinn lúterskan háskólakennara í guðfræðideild.“

    Hver eru þessi einkenni trúarhóps?

    Ekki gleyma því að það er vel þekkt (en alltaf jafn ódýr) leið til að afvegaleiða rökræðu að kasta fram tilhæfulausum staðhæfingum í þeim tilgangi að láta andstæðinginn bera vitleysuna af sér – líkt og palli gerir hér að ofan.

    Það er skrýtið að sjá fullyrðingu af sama sauðahúsi í annars ágætum pistli.

  • Staðreyndir eru staðreyndir. ESB aðlögunarferli er staðreynd. Þið ljúgið um það, það er staðreynd.

    Og þú ert eitthvað að væla yfir orðavali? Hvað með að hætta að ljúga?? jesús fokking andskoti hvað lið eins og þú eigið bágt.

    En hey, ekki pæla eða hugsa fólk. Gefið ykkur þær forsendur að þið hafið alltaf rétt fyrir ykkur, og ef einhver bendir á eitthvað annað þá eru það einungis tilhæfulausar staðhæfingar.

    Jóhanna foringi og allir hinir samspillingarnir hafa alltaf rétt fyrir sér. Við fylgjum foringjanum. Við erum besta hjörðin. Við munum hafa sigur yfir þeim sem hafa aðrar skoðanir, og munum aldrei hlusta á ruglið í þeim.
    Zieg heil y´all!!
    Segið svo að út af því að ég nenni ekki að skafa utan af hlutunum, þá hljóti ég að vera klikk og þ.a.l. hef ég rangt fyrir mér, og þið auðvitað frábær sem fyrr í ykkar prozac óþroskaða hugsanagangi.

    Andlegir og vitsmunalegir harmleikir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur