Það er jákvætt að Bezti og bakhjarlinn vilji auka veg Vatnsbera Ásmundar Sveinssonar sem staðið hefur í Litluhlíð við Öskjuhlíð frá árinu 1967 með því að færa styttuna nálægt þeim stað sem upphaflega var styttunni ætlaður. Á horni Bankastrætis og Lækjargötu.
Mér finnst hins vegar styttan eigi að vera á núverandi stað – en hún verði stækkuð verulega – svona fimmfalt!
Þannig yrði hún það alvöru kennileiti sem hún á skilið.
Ég hef verið þessarar skoðunar frá því á unglingsaldri – en Vatnsberinn hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér – allt frá sunnudagsgöngutúrum með pabba og mömmu líklega árið 1967!
Reyndar á Vatnsberinn tilkall til þess að vera staðsettur í miðbænum sem minnismerki um þá merku stétt vatnsbera sem á sínum tíma gekk í hús í Reykjavík kvosarinnar með skjólur fullar af vatni og fullnægðu þannig vatnsþörf Reykvíkinga.
Rita ummæli