Fimmtudagur 12.05.2011 - 08:01 - Rita ummæli

Vatnsberann áfram í Litluhlíð

Það er jákvætt að Bezti og bakhjarlinn vilji auka veg Vatnsbera Ásmundar Sveinssonar sem staðið hefur í Litluhlíð við Öskjuhlíð frá árinu 1967 með því að færa styttuna nálægt þeim stað sem upphaflega var styttunni ætlaður. Á horni Bankastrætis og Lækjargötu.

Mér finnst hins vegar styttan eigi að vera á núverandi stað – en hún verði stækkuð verulega – svona fimmfalt!

Þannig yrði hún það alvöru kennileiti sem hún á skilið.

Ég hef verið þessarar skoðunar frá því á unglingsaldri – en Vatnsberinn hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér – allt frá sunnudagsgöngutúrum með pabba og mömmu líklega árið 1967!

Reyndar á Vatnsberinn tilkall til þess að vera staðsettur í miðbænum sem minnismerki um þá merku stétt vatnsbera sem á sínum tíma gekk í hús í Reykjavík kvosarinnar með skjólur fullar af vatni og fullnægðu þannig vatnsþörf Reykvíkinga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur