Föstudagur 13.05.2011 - 09:22 - 3 ummæli

Vinargreiði eða „mellufrétt“ á mbl.is?

Gamla blaðamannshjartað stoppaði augnablik þegar ég las „frétt“ á mbl.is um „Fantaflott hús í Fossvogi“.  Þetta er grófasta „vinarplögg“ sem ég hef séð lengi í fjölmiðlum – nema um sé að ræða hefðbundna „mellufrétt“ – það er auglýsing sem sett er í fréttaumgjörð gegn borgun án þess að tekið sé fram að um auglýsingu sé að ræða.

Skemmtanagildi Morgunblaðsins hefur aukist verulega á undanförnum misserum. Á móti hefur trúverðugleikinn dalað all verulega. En blaðið nær nýjum lægðum með þessari „fréttamennsku“ – því fréttin er ekki bara auglýsing í fréttaformi – heldur er tengill af „fréttinni“ beint inn á sölusíðu fasteignasölu sem sér um að selja þetta „Fantagóða hús í Fossvogi“.

Hver fær borgað fyrir „fréttina“?

Morgunblaðið?

Blaðamaðurinn?

Eða er þetta kannske bara heimskulegur vinagreiði?

PS.

Þótt ég geri ráð fyrir að þessi pistill muni vekja enn meiri athygli fasteignakaupenda á viðkomandi húsi – þá vil ég taka fram að ég fæ ekki prósentur af sölunni! 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur