Gamla blaðamannshjartað stoppaði augnablik þegar ég las „frétt“ á mbl.is um „Fantaflott hús í Fossvogi“. Þetta er grófasta „vinarplögg“ sem ég hef séð lengi í fjölmiðlum – nema um sé að ræða hefðbundna „mellufrétt“ – það er auglýsing sem sett er í fréttaumgjörð gegn borgun án þess að tekið sé fram að um auglýsingu sé að ræða.
Skemmtanagildi Morgunblaðsins hefur aukist verulega á undanförnum misserum. Á móti hefur trúverðugleikinn dalað all verulega. En blaðið nær nýjum lægðum með þessari „fréttamennsku“ – því fréttin er ekki bara auglýsing í fréttaformi – heldur er tengill af „fréttinni“ beint inn á sölusíðu fasteignasölu sem sér um að selja þetta „Fantagóða hús í Fossvogi“.
Hver fær borgað fyrir „fréttina“?
Morgunblaðið?
Blaðamaðurinn?
Eða er þetta kannske bara heimskulegur vinagreiði?
PS.
Þótt ég geri ráð fyrir að þessi pistill muni vekja enn meiri athygli fasteignakaupenda á viðkomandi húsi – þá vil ég taka fram að ég fæ ekki prósentur af sölunni!
hvað með þetta?
http://mbl.is/smartland/utlit/2011/05/12/lyktadu_eins_og_sumarblom/
Ekki get ég ímyndað mér að Morgunblaðið sé ánægt með þessa þróun. Eru skilin milli sölumennsku og blaðamennsku horfin?
Hallur ert þú nú farinn að hæla honum Stephensen ? Ja hérna, þetta fólk er allt merkikerti.