Mánudagur 16.05.2011 - 10:18 - 8 ummæli

Jarðvegur kynþátta- og trúarhaturs

Á Íslandi er jarðvegur fyrir hatur gegn öðrum kynþáttum en þeim „íslenska“ og gegn öðrum trúarbrögðum en kristni. Hvort sem okkur líkar það betur eður verr. Þetta er vandamál sem við verðum að viðurkenna og taka á af skynsemi. Það gengur ekki að stinga höfðinu í sandinn og láta sem ekkert sé. Slíkt gæti endað með ósköpum.

Skynsamleg umræða og fræðsla er sú leið sem farsælust er til að koma í veg fyrir að úr þessum jarðvegi kynþátta- og trúarhaturs spretti öfgahreyfingar sem nái fótfestu. Við vitum hverjar afleiðingar slíks geta orðið.

Ég birti í gær tölvupóst sem mér barst frá manni sem er að berjast gegn byggingu mosku í Reykjavík.  Tölvupóst sem innihélt málflutning sem ég taldi vera algerlega á jaðrinum og myndi dæma sig sjálfan í umræðunni. Það þyrfti því ekki að ræða það mál meira.

En mér skjátlaðist. 

Ég hef fengið ótrúlega mikil viðbrögð við birtingunni. Ekki bara í athugasemdarkerfinu þar sem fram kemur að sjóanrmið mannsins hafa greinilega hljómgrunn sums staðar – heldur beint. 

Viðbrögðin hafa verið tvíþætt.

Annars vegar þeir sem hafa verið afar ósáttir að ég hafi birt þennan tölvupóst sem einkennist af hatri gegn íslam. Hins vegar þeir sem styðja þau öfgafullu viðhorf sem fram komu og voru ekki sáttir við afstöðu mína gegn efni tölvupóstsins og að ég sé þeim ósammála. Sumir bættu um betur með beinu kynþáttahatri.

Við þá sem eru ósáttir við að ég birti tölvupóstinn vil ég segja þetta. Það leysir ekki málin að láta sem þessi öfgafullu viðhorf sé ekki að finna á Íslandi. Rétta leiðin er að taka á móti þessari umræðu af skynsemi, hrekja hana með rökum og ekki síst fræða börnin okkar um hvernig raunverulega er í pottinn búið.

Málið snýst nefnilega ekki um trú – heldur öfgar. Öfgafullir íslamistar og öfgafullir kristnir eiga sumt meira sameiginlegt með hvor öðrum en með hófsömu fólki af eigin trú.

Við eigum að byggja upp frjálslynt, hófsamt samfélag sem byggir á frelsi með félagslegri ábyrgð þar sem virðing er borin fyrir grundvallarmannréttindum. Trúfrelsi og málfrelsi er óaðskiljanlegur hluti slíks samfélags.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Trúarbrögð eru í eðli sínu ekkert nema mannhatur. Enda boða þau hatur á þeim sem aðhyllast aðra hugmyndafræði. Enda eru trúarbrögð ekkert nema hugmyndafræði með valdboði.

    Slíkt er ekki réttlætanlegt og verður aldrei réttlætanlegt. Hvort sem það er hjá ríkis-kirkjunni eða öfgafullum islamistum í Afganistan. Enda eru trúarbrögð eitt það ógeðfelldasta sem mannkynið hefur nokkurntímann fundið upp.

    Á Íslandi er rekin mikil og öflug þjóðremba með uppblásnu þjóðarstoli. Afleiðinganar af slíkri stefnu verða alltaf aukið kynþáttahatur og hatur í garð alls þess sem útlenskt er.

    Það sem er að gerast núna á Íslandi er mjög einfalt. Kreppan sem ríkir núna á Íslandi er að veðra ofan af þessari ógeðfelldu hugmyndafræði íslendinga og gera hana sýnilega.

  • Allir segja að það er til þetta KYNÞÁTTA vandamál. Allir segja að þetta KYNÞÁTTA vandamál leysist þegar þriðji heimurinn flæðir inn í ÖLL hvít lönd og AÐEINS inn í hvít lönd.
    Holland og Belgía eru orðin álíka þéttbýl og Japan eða Suður Kórea, en enginn segir að Japan eða Suður Kórea munu leysa þetta KYNÞÁTTA vandamál með því að flytja inn milljónir af þriðja heims búum og (tilvitnun) samlagast(tilvitnun lokið) með þeim.
    Allir segja að hin endanlega lausn á þessu KYNÞÁTTA vandamáli er þegar ÖLL hvít lönd og AÐEINS hvít lönd munu „samlagast,“ þ.e.a.s. giftast, öllum þessum and-hvítu.
    Hvað ef ég segði að það væri til þetta KYNÞÁTTA vandamál og að þetta KYNÞÁTTA vandamál væri aðeins hægt að leysa ef hundruð milljóna af öðru en svörtu fólki væri flutt inn í ÖLL svört lönd og AÐEINS svört lönd?
    Hversu lengi mun það taka alla að skilja það að ég er ekki að tala um KYNÞÁTTA vandamál. Heldur, að ég væri að tala um endalega lausn á SVARTA vandamálinu?
    Og hversu fljótt myndu allir andlega heilbrigðir svartir menn taka eftir þessu og hvers konar svartur brjálæðingur myndi ekki mótmæla þessu?
    En ef ég segi þann augljósa sannleika um yfirstandandi áætlun um þjóðarmorð á mínum kynþætti, hvíta kynþættinum, þá eru Umburðarlyndir og sómakærir íhaldsmenn sammála um að ég sé nasistisemvilldrepasexmilljónirjúða.
    Þau segja að þau séu and-rasistar. Þau eru í raun and-hvít.
    And-rasisti er dulorð um and-hvíta.

  • Ævar Örn

    Já verði þér að góðu, Hallur, Skúli skelfir mættur, enda bauðstu honum í heimsókn. Í athugasemd við bloggfærsluna sem þú vísar hér í svarar þú mér svona, þegar ég spyr hvað það er sem fær þig til að birta þessa viðbjóðslegu þvælu sem bréf Skúla er: „Það leysir ekki vandann að horfa fram hjá þessum neikvæðu viðhorfum. Það eina sem dugir er heilbrigð og gagnrýnin umræða. Við verðum að viðurkenna að þetta öfgafulla viðhorf er til og taka á því með skynsemi.“ Þetta endurtekurðu svo efnislega í þessari færslu, með lítt breyttu orðalagi. Hvergi held ég því fram að þetta viðhorf sé ekki til og ekki dettur mér heldur í hug að horfa framhjá þessum neikvæðu viðhorfum – ekki veit ég hvernig þér dettur í hug að túlka orð mín þannig. Ég spyr þig hinsvegar, í fyrsta lagi, leysum við vandann að þínu mati með því að dreifa þessum viðhorfum víðar, með því að birta subbuskapinn óbreyttan, óstyttan og nokkurnveginn athugasemdalaust? Í öðru lagi, hvar er þessi heilbrigða og gagnrýna umræða sem þú talar um? Þú segist vera „hugsi“ yfir innihaldi bréfsins, sem þú birtir svo í framhaldinu, meira er það nú varla – og sáralitlu bætirðu við þá umræðu í þessari færslu. Og er það semsagt þitt mat, í þriðja lagi, að birting bréfsins – og það litla sem þú hefur um innihald þess að segja – flokkist undir að „taka á því með skynsemi“?

  • Hallur Magnússon

    1.

    Það að birta subbuskapinn óbreyttan, óstyttan og nokkurnveginn athugasemdarlaust hefur þegar orðið til þess að fólk sem vonaðist til þess að viðhorf sem þessi væru ekki að grassera sér það svart á hvítu að svo er. Það ætti að virkja hugsandi fólk til vitundar um að bregðast þurfi við af skynsemi.

    Ritskoðun gerir einungis ill verra.

    2.

    Ég kalla eftir heilbrigðri og gagnrýninni umræðu. Hún virðust að hluta til hafin – en betur má ef duga skal.

    3.

    Já, ég er hugsi yfir þessari þróun – þeirri staðreynd að það er jarðvegur fyrir trúar- og kynþáttahatur á Íslandi. Það er ekki einungis þetta bréf sem hefur vakið mig til umhugsunar – það eru viðbrögð og ummæli sem ég hef víða heyrt að undanförnu. Hlusta stundum á Útvarp Sögu …

    Já, ég tel það að birta þetta bréf sé að taka af málinu af skjynsemi. Það þarf að koma þessu í umræðuna á skynsamlegum nótum og fá skynsamlega umræðu um þetta viðhorf. Á meðan umræðan er ekki á yfirborðinu þá er meiri hætta á að hún grasseri og skjóti rótum á kaffistofum og vinnustöðum – án þess að rödd skynseminnar komi þar nærri.

    Telur þú virkilega að birting þessa verði til þess að fleiri taki afstöðu á móti trúfrelsi á íslandi? Gerir þú ráð fyrir að lesendur gleypi þessa vitlleysu gagnrýnilaust?

    Ef svo er þá erum við í enn meiri vanda en ég hélt.

  • Þetta er það sem and-Hvítir eru, í raun, að fara fram á:

    Afríka fyrir svertingja, Asía fyrir Asíumenn, Hvít Lönd fyrir Alla.
    Tortíming með Samlögun.
    Holland er álíka þéttbýlt og Japan, Belgía er álíka þéttbýlt og Suður Kórea, en enginn segir að Japan eða Suður Kórea muni leysa KYNÞÁTTA vandamálið með því að flytja inn milljónir frá þróunarríkjunum til að samlagast og giftast þeim.
    Allir segja að endanleg lausn á KYNÞÁTTA vandamálinu er þegar ÖLL hvít lönd og AÐEINS hvít lönd flytja inn íbúa þróunarríkjanna og samlagast með þeim.
    Innflytjendur, umburðarlyndi, og sérstaklega samlögun eru núna notuð gegn hvíta kyninu.
    Allir þessir innflytjendur og giftingar eru fyrir ÖLL hvít lönd og AÐEINS fyrir hvít lönd.
    And-hvítir eru kallaðir and-rasistar en það leiðir aðeins til þess að eitt kyn og aðeins eitt kyn hverfur.
    Þetta er þjóðarmorð.

  • Skúli, Þessir and-hvítir eru ekkert nema rasistiar og nasista fífl í grímubúningi. Þetta fólk notar orðskrúð til þess að fela þann rasisma sem það stundar svo grimmt á Íslandi.

    Þetta fólk og þúi boðar hérna er ekkert nema öfgafulla kynþáttastefnu þar sem það á að vísa öllum sem ekki eru hvítir á hörund frá Íslandi.

    Mannkynið er og hefur alltaf verið einn kynstofn. Óháð litarhafti húðar og hvaðan fólk kemur. Þeir sem hafa aðrar hugmyndir eru geðveikir og ættu að leita sér læknis hins fyrsta.

  • Þarna sýnir þú, Jón Frímann, þitt rétta andlit, andlit and-Hvíts öfgafulls kúgara.
    Þrátt fyrir að yfirgengilegur fjöldi rannsókna og jafnvel hans eigin skilningarvit sýna að munur er á milli kynþátta og að kynþættir eru verndaðir sérstaklega í lögum, hér á landi og alþjóðlega, þá heimtar hann að Hvít lönd hafi skyldu til að taka á móti stórum hópum af þriðja heims innflytjendum.
    Sá sem mótmælir því er, að hans kröfu, geðveikur og þarnast læknis.
    En Jón, hvert samfélag hefur sitt orð um VILLUTRÚ!
    Kommúnistar kölluðu alla VILLUTRÚ! fasisma. Fasistar Ítalíu kölluðu alla VILLUTRÚ! Kommúnista.
    Í dag, undir harðstjórn pólitískrar rétthugsunar, er VILLUTRÚ! kölluð HATUR! eða „rasismi“. Enginn reynir að glíma við þessa athugasemd sem ég geri, svo þeir heimta að enginn segi hana, alveg eins og allir harðstjórar gera. Þeir kalla allt fólk sem talar um VILLUTRÚ! nöfnum.
    Þið Pólitísku Rétthugsunar ofstækismenn eruð að leika mjög gamlan leik.
    Þegar þú kallar það fólk nöfnum sem eru ekki sammála ykkur eða öskrið Hatur eða rasismi, a.k.a. VILLUTRÚ! þá segir það ekkert um athugasemdir okkar trúvillinganna.
    En það segir okkur ALLT um ÞIG.
    And-rasistar er bara dulorð um and-Hvíta.
    Þeir hvetja til útrýmingar á Hvíta Kynþættinum.

  • Ævar Örn

    Fjör hér í athugasemdakerfinu, Hallur, finnst þér ekki?
    Flest sæmilega upplýst fólk er sér þess vel meðvitað að þessi sjónarmið eru til, en það er algjör misskilningur að það sé eitthvað gustukaverk að hjálpa fíflunum sem þau aðhyllast að breiða út boðskapinn. Skilgreining þín á ritskoðun er einnig furðuleg, vægast sagt. Ef ég er beðinn um að básúna hatursáróður á grundvelli rasisma, en neita að verða við þeirri ósk, þá er það ekki ritskoðun. Það er sama í hvaða umbúðir þú reynir að setja þetta, Hallur; það sem þú gerir með þessari birtingu er ekki annað en að bjóða kallinum á kassanum uppá svið og lána honum hljóðkerfi að auki. Enginn er nokkru bættari með því – nema kallinn á kassanum auðvitað, sem mér sýnist kunna vel við sig á þessu sviði þínu …

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur