Ísland er ekki heimskautsveldi þótt það eigi sæti í Norðurheimskautsráðinu. Eins og Danir, Svíar, Finnar, Norðmenn, Rússar, Kanadamenn, Bandaríkjamenn og Grænlendingar. Þótt íslenska efnahagslögsagan nái að jaðri Norðurheimskautssvæðisins þá liggja efnahagslögsögur Grænlands og Noregs milli þeirrar íslensku og Norðurheimskautsins.
Það er því hjákátlegt þegar jafnvel vel menntaðir og vel lesnir menn halda því fram að Ísland geti eitt og sér haft bolmagn og styrk til að hafa áhrif á gang mála á heimskautasvæðinu.
Það er jafn hjákátlegt þegar sama fólk heldur því fram að Evrópusambandið þurfi að draga Ísland inn í sambandið til að komast gegnum Ísland að ákvarðanatöku um framtíð og auðlindir Norðurheimskautssvæðisins.
Veit þetta fólk ekki að Danir, Svíar og Finnar eru aðiljar að Evrópusambandinu? Vita þeir ekki að þótt Grænlendingar séu ekki aðili að Evrópusambandinu þá vinna þeir í nánu samstarfið við og í gegnum Evrópusambandsríkið Danmörku að hagsmunamálum sínum á heimskautssvæðinu?
Hundalókík þeirra sem nú draga fram meinta þörf Evrópusambandsins á Íslandi vegna málefna Norðurheimskautssvæðisins hefur verið að Ísland liggi beint að því svæði – en Svíþjóð og Finnland geri það ekki.
Vandamálið er bara að Ísland er jafn langt frá Norðurheimskautssvæðinu og Svíþjóð og Finnland. Efnahagslögsögur Grænlandd og Noregs liggja norðan Íslands á sama hátt og Noregur og Rússland liggja norðan við Svíþjóð og Finnland. Reyndar eru Svíþjóð og Finnland nær Norðurheimskautinu en Ísland.
Aftur að heimskautsveldisdraumum Íslendinga. Staðan er því miður sú að Ísland hefur ekkert að segja eitt og sér í heimskautsráðinu. Öðrum aðildarríkjum ráðsins er í lófa lagið að sniðganga Ísland – eins og reyndar hefur verið gert þegar „gleymdist“ að boða Ísland á undirbúningsfund ráðsins.
Staðreyndin er sú að ef hagsmunir Grænlands og Noregs fara saman gegn hagsmunum Íslendinga þá munu þau ríki taka höndum saman gegn Íslandi. Við höfum langa reynslu af hörku og ósveigjanleika Norðmanna í okkar garð í þess háttar málum.
Hverjir eiga þá að verja hagsmuni Íslands?
Evrópusambandsríkin Danmörk, Svíþjóð og Finnland? Er ekki hætt við að þau taki frekar málstað Grænlands vegna stöðu Grænlands gagnvart Evrópusambandsríkinu Danmörku?
Rússar? Kanadamenn? Bandaríkjamenn?
Staðreyndin er nefnilega sú að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu gæti styrkt stöðu landsins á norðurslóð. Ekki veikt hana eins og harðir andstæðingar aðildarviðræðna við Evrópusambandið reyna að halda fram. En til að svo geti orðið verður að halda hagsmunum Íslands á norðurslóð á lofti í aðildarviðræðunum. Það skiptir öllu máli.
Reyndu að segja Össur Skarhéðinssyni þetta…
Orðræðan um stærð og mikilvægi Íslands á alþjóðlegum vettvangi er algjörlega á sandi byggð. Ísland hefur ekkert mikilvægi eftir að mikilvægi staðsetningar herstöðvar í Keflavík hvarf með brottför BNA hersins. Ísland er bara lítið ríki sem nýtur velvildar nágranna, en við höfum engu lengur til að hóta með. Við höfum ekkert bolmagn til að gera okkur gildandi á norðurskautssvæðinu, hvorki fjárhagslega eða pólitískt.
Það er alveg ljóst í mínum huga að án inngöngu í ESB er eru ekki miklar líkur á að Ísland hafi hlutverk á svæðinu hér norður undan. Með inngöngu opnast möguleikar sem Norðmenn haf nýtt sér fram til þessa.
Góður Hallur!
Þetta er nú meiri endaleysan hjá þér Hallur. Þetta er svo langsótt og vegalengdin að þessari niðurstöðu er að fara 4 hringi í kringum málefnið áður en þú gast komist að þessari ESB sinnuðu niðurstöðu.
Til @ Hallur Heimisson. Auðvitað höfum við sem sjálfstætt og fullvalda ríki miklu meira að segja heldur einhver partur af þessu miðstýrða apparati ESB.
Gunnlaugur.
Er eitthvað í þessu „langsótta – og í hinum 4 hringjum“ sem ekki er rétt?
Gunnlaugur Ingvarsson, mér þætti gaman ef þú skýrðir það fyrir mér og fleirum í hverju þetta mikilvægi Íslands sem sjálfstæðs ríkis er fólgið? Ég hef ekki komið auga á þetta mikilvægi, nema ef stolt okkar hampi okkur áfram á alþjóðlegum vettvangi.
Hættan er að við einangrumst í alþjóðlegum samskiptum, eina sem við gætum haft með að segja eru siglingar innan efnahgslögsögunnar.
Ísland varð sjálfstætt fullvalda ríki 1944 og var hersetið nánast samfellt fyrstu 60 árin og fullveldið og sjálfstæðið varið af velviljuðum erlendum ríkjum. Við spiluðum miskunarlaust á staðsetningu landsins til að ná okkar fram, meira og minna allan þennan tíma.
Það tók svo aðeins 4 – 5 ár frá lokum hersetunnar og þar til allt fór í kalda kol.
Eru menn búnir að gleyma vælinu í Íslendingum þegar seðlabankar norðurlandanna fengu gjaldmiðlaskiptasamninga við USA?
Eru menn búnir að gleyma vælinu í Íslendingum þegar norðurlöndin voru ekki tilbúin að hlaupa upp til handa og fóta og bjarga okkur á OKKAR forsendum?
Halda menn að aðrar þjóðir hafi ekkert lært af samskiptum við íslendinga?
Hvernig er umræðan um norðurslóðasamstarfið á Íslandi í dag? Þar er rætt um að við gætum kannski grætt aðeins vegna þess að útlendingar myndu hugsanlega byggja björgunarmiðstöð á Íslandi, sem útlendingar myndu svo rekar fyrir eigin pening þar sem við höfum jú enga burði til þess.
Íslendingar lufsast til að halda úti einu pínulitlu varðskipi til að gæta einnar stræstu efnahagslögsögu í heiminum. Sennilega á engin þjóð jafn mikið undir góðri gæslu og eftirliti með lögsögunni, og líklega er engin lögsaga á byggðu bóli þar sem eftirlitið er jafn lítið og veikburða.
Samt koma menn í tíma og ótíma og berja sér á brjóst og halda því fram að því er virðist í fullri alvöru að við getum vel tekið á okkur meiri skyldur og verkefni. Okkur Íslendingum hættir til að gleyma því að réttindum fylgja líka skyldur.
Sumstaðar hefði þetta verið kennt við mikilmennsku brjálæði.
Ég var varla búinn að setja pistilinn hér að ofan í loftið þegar dagblaðið Information birtir frétt um sameiginlega strategíu Dana, Færeyinga og Grænlendinga á heimskautasvæðinu – þar sem þessi ríki gera tilkall til eignarhalds á Norðurpólnum.
Hver er staða Íslands nú!
http://www.information.dk/268328
»Kongeriget ventes at gøre krav på kontinentalsoklen ved fem områder omkring Færøerne og Grønland, heriblandt selve Nordpolen«…
Það er tómarúm í utanríkismálum Íslands eftir að USA yfirgaf okkur og beindu augum sínum að öðrum heimshlutum. Þorsteinn Pálsson hefur bent á þetta lengi í sínum greinarskrifum og aðild að ESB er eðlilegast leiðin til að fylla upp í þetta tómarúm og skapa okkur aftur möguleika til að hafa einhver áhrif á alþjóðavettvangi.
Það ætti kannski líka að skoða þann möguleika að ganga aftur í danska heimsveldið og láta Dani hjálpa okkur við að verja okkar hagsmuni.
… eða taka upp þingbundna konungsstjórn með Jóakim sem kóng! Er ekki stjórnlagaþing í gangi?
Aðalþröskuldur okkar varðandi áhrif á norðurskautssvæðinu eru Norðmenn sem neita staðfastlega landakröfum okkar til Jan Mayen og Svalbarða, en við teljum að sem fyrrverandi hluti Danska ríkisins eigum við kröfu í bú þess. Ef við viljum hafa áhrif á norðurskautssvæðinu göngum við í ESB.
Þeir sem halda því fram að Ísland komi norðurheimsskautssvæðinu ekkert við ættu að kíkja á kort af 200 mílna landhelgi landsins. Norðurheimsskautsráðið er fyrir ríki sem liggja að norðurheimsskautinu, þar á meðal Ísland.
Ríkisstjórn Kanada reyndi reyndar að halda Íslandi og Finnum fyrir utan ráðið en Clinton sló á puttana á þeim. (Ekki EB).
Kalli.
Það hefur enginn sagt að norðurheimsskautssvæð komi okkur ekkert við. Þvert á móti þá er það mikilvægt fyrir okkur. Kjarni málsins er að Íslendingar eru hvorki í stöðu til né hafa bolmagn til að hafa áhrif eitt og sér.
Á þessari slóð má sjá kort af landhelgi Íslands og annara landa á Norður Atlantshafi.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3636784&issId=259451&lang=da
Eins og kemur í ljós þá á Ísland ekkert tilkall í Norður. Norður af Íslandi er Jan-Mayen og norður af því er reyndar Grænland sem vill stundum gleymast.
Þó að Íslendingar eigni sér allt alþjóðlega hafsvæðið (utan landhelgi) austur og norður-austur af landinu þá eru ennþá aðrar lögsögur á milli Íslands og norðurslóða.
Krafa okkar um aðkomu þarna byggir því á afar veikum grunni eða á óskhyggjunni einni saman.
GVald,
Þetta kort þitt er að tala um allt annan hlut (Svalbarðadeiluna).
Stór hluti lögsögu Íslands liggur innan heimsskautabaugs og það er **þvaður** að halda öðru fram.
Kalli kortið talar samt fyrir sig og þar kemur fram að Ísland á engar kröfur til eins eða neins í norður átt frá efnahagslögsögunni. Þú getur kallað það þvaður en samstarfið fjallar um heimskautið og svæði utan efnahagslögsagna en ekki það sem þegar er á okkar ábyrgð og við sinnum varla.
Rétt mat. Lega landsins ekki sérlega hentug eftir lok kalda stríðsins. En samt er þáttaka í norðurslóðapólitík nágrannaþjóðanna helsta tromp landsmanna í utanríkismálum. Betra að reyna að veifa þar röngu tré en öngvu. Eru aðrar áherslur í utanríkismálum nærtækari?