Miðvikudagur 18.05.2011 - 15:56 - 7 ummæli

Finnlandsspuni Evrópuvaktarinnar

Ég hef borið mikla virðingu fyrir Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni gegnum tíðina. Þeir félagar hafa yfir mikilli blaðamannareynslu sem þeir beita nú á vef Evrópuvaktarinanr. En eitthvað er þeim félögum farið förlast heimildaöflunin og fréttamennskan.

Á vef Evrópuvaktarinnar er frétt um „Sanna Finna“ – þjóðernissinnaflokk sem lengi hefur verið við lýði í Finnlandi – en ekki átt miklu fylgi að fagna fyrr en nýlega vegna andófs gegn efnahagsaðstoð Evrópusambandsins við Portúgali og fleiri.

Í frétt Evrópuvaktarinnar segir:  

„Eftir að Sannir Finnar ákváðu að taka ekki þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar í Finnlandi vegna andstöðu við ábyrgð á lánum til Portúgala,hefur fylgi flokksins vaxið enn samkvæmt könnunum. Ný skoðanakönnun sýnir að Sannir Finnar njóta nú stuðnings 22,4% kjósenda. Er flokkurinn þar með í fyrsta hinn stærsti í landinu að sögn finnska sjónvarpsins, Yle.  Sjónvarpið segir að ný ríkisstjórn Finnlands verði kynnt miðvikudaginn 18. maí. Fulltrúar Vinstra bandalagsins, fimmta stærsta flokknum, taka þátt í myndun stjórnarinnar með Samstöðuflokknum (mið-hægri) og jafnaðarmönnum.“

Mér þótti það frétt að tilkynna ætti nýja ríkisstjórn í dag – eins og Evrópuvaktinn hafði eftir YLE. Fór því á vef YLE – finnska ríkissjónvarpsins og fann frétt sem hófst svona:

„National Coalition Party Chair and Prime Minister designate, Jyrki Katainen is to ask the Social Democrats, the Swedish Peoples’ Party, the Christian Democrats, the Green League and the Left Alliance to join in official talks on the formation of a new government. Talks between the parties involved will start on Friday.“

Evrópuvaktin er semsagt búin að mynda ríkisstjórn í Finnlandi áður en stjórnarmyndunarviðræður hefjast.

Athyglisvert!  En í takt við sumar aðrar fullyrðingar Evrópuvaktarinnar.

Reyndar fann ég hvergi frétt á YLE um þessa nýju skoðanakönnun  – en það er annað mál.

En yfir til Finnlands. Ef þessar stjórnarmyndunarviðræður takast, þá mun þjóðernisflokkurinn „Sannir Finnar“ og Finnski Framsóknarflokkurinn „Kesusta“ sitja í stjórnarandstöðu.  Þess ber að geta að Finnski Framsóknarflokkurinn er Evrópusinnaður eins og hluti íslenska Framsóknarflokksins – en þjóðernisflokkurinn „Sannir Finnar“ harður gegn Evrópusambandinu – eins og annar hluti Framsóknarflokksins íslenska.

Það verðir athyglisvert að sjá þróun mála í finnskum stjórnmálum. Spái því að Keskutan – finnski Framsóknarflokkurinn eigi eftir að ná aftur stöðu sinni sem sterkasti flokkur Finnlands – en þjóðernissinnaflokkurinn „Sannir Finnar“ nálgist hámarksfylgi sitt.

En tíminn leiðir þetta í ljós.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Þorvaldur Jónsson

    Brátt stofnum við Sanna Íslendinga. Þá verður gaman að vera Íslendingur á Íslandi.

  • Þorvaldur, Ætlið þið síðan að loka Íslandi þegar þið eruð komnir til valda.

  • Hallur Magnússon

    Hvernig ætlar þú svo að skilgreina „Sanna Íslendinga“?

  • Þorvaldur Jónsson

    Segjum upp Scengen, hættum esb viðræðum, segjum upp EES og gerum tvíhliða saminga við ESb í staðinn. VIð erum að semja stefnuskrá hún verður svipuð og í Finnlandi.

  • Þorvaldur af hverju ætti ESB að vilja tvíhliða samning við Ísland?

  • Hallur Magnússon

    GVald. Við erum stórveldi – mannstu!!!!! 🙂

  • Þorvaldur Jónsson

    ESB vildi það við Sviss og ef þeir vilja það ekki við okkur þá semjum við bara við Rússa eða kína í staðinn. Opnum jafnvel rússneska herstöð á Hornafirði.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur