Miðvikudagur 18.05.2011 - 09:44 - 20 ummæli

Framsóknarmenn sterkir í ESB

Evrópskir Framsóknarmenn eru sterkir innan ESB en systurflokkar Framsóknarmanna mynda þriðja stærsta þingflokkinn á Evrópuþinginu. Þrátt fyrir þetta er það vinsælt hjá sumum fyrrum félögum mínum í Framsókn sem eru stækir andstæðingar Evrópusambandsins að kalla sambandið Kratasamband.

Staðreynd málsins er reyndar sú að hægri menn eru stærstir á Evrópuþinginu. Af 736 Evrópuþingmönnum eru hægri menn 320 í tveimur þingflokkum. Þá tel ég ekki með öfgafull hægrisamtök. Systurflokkar Framsóknar skipa ALDE þingflokkinn sem stendur saman af 84 þingmönnum. Kratarnir eru reyndar næst stærstir með 185 fulltrúa. Græningjar með 55.

Ef við sláum saman þingmönnum hægrimanna og evrópskum Framsóknarmönnum þá eru þeir 55% þingmanna á Evrópuþinginu. Kratar, Græningjar, róttækir vinstri menn, öfgafullir hægrimenn og óháðir fulltrúar ná því einungis 45% Evrópuþingsins.

Hvernig í ósköpunum getur þessi háværi hópur stækra andstæðinga Evrópusambandsins innan Framsóknarflokksins því kallað Evrópusambandið Kratasamtök?

Jú, á sama hátt og kirkjan á miðöldum hélt því fram að jörðin væri flöt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Þú veist það Hallur að hjá sumum framsóknarmönnum eru staðreyndir orðnar að auka atriði þessa daganna.

  • Ekki gleyma Clinton og Obama. Man ekki betur en þeir séu FRAMSÓKNARMENN líka samkvæmt fyrri túlkunum.

  • Hallur Magnússon

    Sverirr. Rétt hjá þér!

  • Það er einmitt mjög áhugavert að fylgjast með íslenskum krötum berjast af öllum mætti fyrir því að ganga í mjög Framsóknarlegt Evrópusamband.

    Getum rennt yfir helstu söguleg áhugamál homo cratus

    1) Leggja niður styrkjakerfi í landbúnaði
    2) Laga atkvæðamisvægi
    3) Kalla Framsóknarmenn vanvita

    Svo berjast þeir fyrir ESB aðildinni, þar sem allt byggir á bullandi atkvæðamisvægi, landbúnaðurinn á að fá miklu hærri styrki gott ef menn í dreifðum byggðum eigi ekki að fá borgað fyrir að vera þar og okkur verður stjórnað (að hluta) af Framsóknarmönnum allra landa.

    Ég myndi ekkert vera að vekja athygli kratanna á þessu.

    ps. fyrst þú ert í greiningarvinnu á evrópuþinghópunum. Hvað eru margir þingmenn í hópnum sem er á móti Evrópusambandinu / aðild sinnar þjóðar að því ?

  • Hallur Magnússon

    Barði.

    Það eru fjölmargir á Evrópuþinginu sem eru á móti Evrópusambandinu 🙂

    En það er reyndar ekki Framsóknarmennirnir á Evrópuþinginu. Þeir eru mjög Evrópusinnaðir!

  • Barði eigum við ekki að halda okkur við staðreyndir í málflutningi. Stuðningur ESB við landbúnað er ekki nema um 60% af því sem íslendingar styðja hann um.

    Þess vegna m.a eru forystumenn bænda og sumir bændur andvígir aðild að ESB þar sem ESB gerir kröfur og hefur eftirlit með því í hvað styrkurinn er notaður og gerir ekki upp á milli bænda eins og gert er á Íslandi.

    Jón Bjarnason boðar reyndar einhverskonar aðlögun að ESB í formi styrkja til kornræktar og verður fróðlegt að sjá hvernig hann útfærir það.

  • Í öllum öðrum löndum sem hafa sót um aðild hafa hægri menn verið í forystu þeirra sem vilja aðild. Þar er m.a. litið á ESB sem vörn gegn því hvað vinstri stjórnir geta gengið langt í afskiptum af atvinnulífinu.

  • Ég var nú bara að vísa í það sem kratarnir segja sjálfir.

  • Annars er þetta áhugaverð tala 60% er það þá vegið meðaltal landbúnaðarstyrkja í evrópusambandinu eða notast sambandið (sjáið framsóknartenginguna) við einhvern einn staðal sem gildir í öllum löndum ?

    Fær finnskur bóndi það sama í evrum og portúgalskur fyrir nákvæmlega samskonar búskap ?

    Eða þá hollenskur og grískur ef heimsskautalandbúnaðurinn ruglar dæminu ?

  • Pétur þetta er einfaldlega rangt.

    Noregur hefur í reynd sótt fjórum sinnum um aðild að ESB 1960, 1967, 1970 og 1993 og alltaf hafa kratar leitt ríkisstjórn.

    Bretar sóttu fyrst um 1960 undir forystu íhaldsmanna, endurnýjuðu umsóknina 1967 undir forystu krata og tóku upp viðræður og kláruðu 1970 undir forystu íhaldsmanna

    Danir sóttu um undir forystu krata í öll skiptin

    Írland sótti um undir forystu Fianna Fáil (frjálslyndir)

    Finnar sóttu um undir forystu miðflokksins

    Eistar sóttu um undir vinstri stjórn

    Sviþjóð sótti um undir forystu krata

    og svo mætti lengi telja……

  • Barði það má segja að í ESB séu 27 landbúnaðarstefnur en ekki ein. Þ.e. útfærslan er langt frá því að vera sú sama milli landa.

    Hluti af stuðningi við landbúnað er í gegnum sameiginlegu landbúnaðarstefnuna (CAP)

    Vægi CAP í stuðningi við landbúnaðinn er mis mikið milli landa frá því að vera um 20% og upp í tæp 100%.

    Vegna þess að þú tiltekur Finland sérstaklega má geta þess að vægi CAP í stuðningi við landabúnað í Finlandi eru um þriðjungur.

    Finnskur landbúnaður fær að auki stuðning í vegna umhverfismála, búsetuskilyrða (Less favorable area) og vegna staðsetningar norðan 62 breiddargráðu.

    Að auki er sérstakt prógram í gangi vegna aðlögunar þeirra bænda sem eru sunnan 62 breiddargráðu.

    Vægi stuðnings við landbúnað í útsöluverði landbúnaðarvara í ESB er sagt vera um 30% meðan með sömu aðferð fá menn út að vægið á Íslandi er um 50% og þannig er þessi tala um 60% fundin út.

  • Ok þakka þetta svar.

    Á ég að hringsnúa þessu aftur eða bara láta gott heita ?

    Sleppi því…

    En sjáið þið ekki hvað þetta ætti að vera mikið eitur í beinum kratanna – kennarinn í Þýskalandi borgar einhverjum Finnaskratta fyrir að búa á hjara veraldar.

  • Uni Gíslason

    http://en.wikipedia.org/wiki/Myth_of_the_Flat_Earth

    [i]Historians of science David Lindberg and Ronald Numbers point out that „there was scarcely a Christian scholar of the Middle Ages who did not acknowledge [Earth’s] sphericity and even know its approximate circumference“.[6][/i]

    Kirkjan var meira upptekin af sólmiðjukenningunni og vildi frekar að jörðin væri miðja alheimsins. En það efaðist enginn um að jörðin væri hnöttótt.

  • Barði segjast kratar ekki vera jafnaðarmenn ? 🙂

  • 😀

  • GVald

    Upptalning þín sýnir bara að kratar hafa oftast leitt ríkisstjórnir á Norðurlöndunum síðustu áratugina. Ég hef ekki tíma til að tékka á réttleika þessara upplýsinga hjá þér, en ég veit að í flestum þessum löndum voru hægri flokkar almennt fylgjandi aðild. Ég skora á þig að telja upp þá hægri flokka í þessum löndum sem voru á móti aðild.

    Þegar Svíþjóð sótti um aðild þá var það ákveðið af þinginu sumarið 1991, nokkrum mánuðum fyrir kosningar, þetta var ekki stefna ríkisstjórnarinnar. Það var klofningur varðandi þetta mál hjá socialdemokrötunum þar sem almenn andstaða var meðal almennra flokksmanna. Á þeim tíma voru bara borgaralegu flokkarnir, sem tóku við og leiddu aðildarviðræðurnar þegar Carl Bildt verður forsætisráðherra, sem voru 100% með aðild fyrir utan framsóknarmennina Centerpartiet sem var á móti ásamt Græningjum og Venstre.

  • Pétur þetta sannar hvort sem þér líkar það betur eða verr að fullyrðing þín um að í ÖLLUM öðrum löndum hefðu hægri menn verið við völd er röng.

  • Þetta með hverjir séu framsóknarmenn og ekki framsóknarmenn, getur nú verið ansi erfitt og langsótt að svara.

    Gamall vinur minn sem var gallharður Framsóknarmaður var á ferð með mér ásamt öðrum í Rússlandi.skömmu eftir fall Sovétríkjanna.

    Er við rákumst á risa stóra stittu af sjálfum Lenín vildi ég og vinur minn endilega svona sem táknrænt láta taka myndir af okkur við styttuna enda báðir gamlir vinstri menn. Við reyndum að fá vin okkar með okkur líka og vildum að leiðsögumaðurinn tæki myndina af okkur öllum þremur við stittuna.
    En vinurinn sagðist sko fyrr dauður liggja en láta sjá sig á mynd með þessum Framsóknarhundi.

    Hann sagði alltaf að Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna hefði verið einn stór Framsóknarflokkur !

    Ég veit ekki með þessar hausatalningar Halls á Framsóknarmönnum alra landa séu svolítið mikið ónákvæmar. Skyldi hann hafa talið Kommúnistaflokk Sovétríkjanna með Framsóknarmönnum. Innan hans var alltaf starfandi sérstök deild gamla Bændaflokksins sem innlimaður var í flokkinn.

  • GVald
    Lestu það sem ég sagði, ég sagði að hægri menn hefðu verið í foristu þeirra sem vildu aðild, ég sagði ekkert um það hvers konar ríkisstjórnin hafi verið á þeim tíma sem umsókn var lögð inn. Enda skiptir það ekki öllu máli í mörgum löndum, í Svíþjóð var þetta þingmál ekki mál ríkisstjórnarinnar.

  • Hallur Magnússon

    Gunnlaugur.

    Ég get lofað þér því að sovézki kommúnistaflokkurinn var ekki Framsóknarflokkur – þótt Framsóknarflokkurinn hafi lengi vel verið dálítið stalínskur í foringjadýrkun.

    Leiðsögumaðurinn við styttuna greinilega ekki vel að sér í grundvallaratriðum stjórnmálafræðinnar.

    Framsóknarflokkarnir sem ég er að tala um eru flokkar sem hafa um áratugi verið í samstarfi með Framsóknarflokknum í samtökum flokka á alþjóðavettvangi og teljast því systurflokkar Framsóknar.

    Flóknara er það nú ekki.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur