Það er rísandi Framsóknarstjarna í íslenskri pólitík. Þingmaður sem hefur þroskast verulega sem stjórnmálamaður á undanförnum mánuðum og vex með hverju verkefni sem hann fæst við. Þingmaður sem átti það til á fyrstu vikunum að falla í gryfju æsingastjórnmála í ræðustól Alþingis en hefur þróast yfir í staðfastan, málefnalegan og lausnarmiðaðan þingmann sem byggir á rótgróinni frjálslyndri félagshyggju sem var áberandi í Framsóknarflokkum gegnum tíðina.
Þessi þingmaður er Eygló Harðardóttir.
Eygló sýndi það í vinnu sinni sem formaður nefnar sem fjallaði um íslensku verðtrygginguna og skilaði afar athyglisverðri skýrslu á dögunum að þar er á ferðinni stjórnandi sem getur leitt fjölbreyttan hóp fólks með mismundandi áherslur og skoðanir – og náð niðurstöðu þar sem sjónarmið allra fá að njóta sín.
Eygló hefur í umræðunni um sjávarútvegsmál undanfarna daga sýnt að hún er málefnaleg, sanngjörn og reynir að opna dyr sátta í stað þess að herða á hnútum í ágreiningsatriðum. Svona sáttaleið eins og hefur gegnum tíðina verið aðalsmerki Framsóknarflokksins og Framsóknarmanna.
Eygló hefur sýnt það í góðum, málefnalegum og rökföstum pistlum sínum á Eyjunni að þar fer frjálslynd, hófsöm félagshyggjukona sem er trú þeim gömlu góðu einkunarorðum Framsóknarflokksins „Manngildi ofar auðgildi“
Að lokum.
Já, ég er dálítið upptekinn af Framsóknarflokknum mínum gamla flokk. Enda þykir mér vænt um hann eftir 25 ára starf í honum. Það er athyglisvert að fylgjast með honum svona utanfrá eins og ég hef hingað til fylgst með öðrum flokkum. Ég er ekki sáttur við margt – enda væri ég þá væntanlega ennþá flokksbundinn.
Tek undir thetta med thér. Eygló vinnur vel (á). Formannsefni í thínum gamla flokki!
… og þínum Baldur!
Eygló Harðar er fín… eiginlega eini þingmaður Framsóknarflokksins sem er fínn.
En rísandi stjarna? Ertu að grínast?
Pólitíkusar eru ekki stjörnur. Þeir eru þjóðkjörnir fulltrúar almennings og þeirra eina vinna er hagsmunagæsla almennings.
Ekki að vera celeb
Eygló hefur vaxið mjög af störfum sínum á þingi. Nafngiftin Framsóknarstjarna finnst mér óþörf og óviðeigandi. Eygló á betra skilið, heiðarleg og dugleg sem hún virðist vera. Heiðarleiki ýmissa forystumanna framsóknarflokksins hefur allavega verið dreginn mjög í efa í tímans rás. Steingrímur heitinn er þar þó undantekning og einhverjir fleiri.
Víst eru sumir pólitíkusar stjörnur. Óþarfi að láta það fara í taugarnar á sér. Sumir eru verkalýðsstjörnur.
Jóhanna var lengi vel stjarna í huga þeirra sem minna máttu sín. Sú stjarna reyndar illilega fölnað.
Jón Gnarr. Hvað er hann annað en stjarna?
Sjónvarpsstjarnan Sigmundur Ernir. Væri hann á þingi ef hann væri ekki sjónvarpsstjarna? Efast um það.
Leiðtogar verða alltaf stjörnur. Stjörnur eru leiðarljós sem fólk horfir til og er tilbúið að fylgja. Eygló er rísandi stjarna sem æ fleiri horfa til.
Menn eiga ekkert að vera feimnir við að viðurkenna það.
Eygló er alltaf að vinna meira og meira á. Framsóknarflokkurinn gæti eflst með henni, Siv og Guðmund Steingríms ofarlega á listum. Svo gætu þau reynt að fá Gísla Tryggvason með sér í framboð. Væru þau fjögur meira áberandi í flokknum gæti hann átt ágætis von.
Stjarna er ágætt en Framsóknarstjarna, nei takk. Of mikill óþefur er af ýmsum gerðum Framsóknarflokksins á liðnum tíma. Eftir framgöngu Eyglóar á þingi held ég að hún hefði ekki verið líkleg til að skrifa upp á ýmsar misgerðir Framsóknarflokksins á liðnum tíma.
Með fullri virðingu fyrir þeirri sem þú nefnir, þá gæti meðalgreindur hestur orðið „framsóknarstjarna“. Ef framsókn væri glæpamaður en ekki stjórnmálasamstök væri hægt að tala um einbeittan brotavilja í að losa sig við hæfileikaríkt fólk.
TómasHa!
Þetta fannst mér fyndið 🙂
Bið þig að líta í kring um þig á næsta fundi þínum í Valhöll 🙂
Get algerlega tekið undir þetta (og hef ekki verið framsóknarmaður síðan ég var 17 ára). Í upphafi sýndist mér Eygló falla í flokk æsinga og stóryrða eins og sumir aðrir ónefndir þingmenn Framsóknarflokksins en hún hefur algerlega skilið sig frá þeim hópi og talar málefnalega og æsingalaust.
Ælta ekki að tjá mig mikið um Eyglóu, en ég set stórt spurningarmerki við það sem þú telur fyrrverandi flokki þínum til tekna:
„Eygló hefur í umræðunni um sjávarútvegsmál undanfarna daga sýnt að hún er málefnaleg, sanngjörn og reynir að opna dyr sátta í stað þess að herða á hnútum í ágreiningsatriðum. Svona sáttaleið eins og hefur gegnum tíðina verið aðalsmerki Framsóknarflokksins og Framsóknarmanna.“
Þessi tilhneyging framsóknar að leita sátta er líklega ein af ástæðum þess hve mikil áhrif sérhagsmunahópar hafa á stjórnmálamenn á Íslandi. Fámennir en háværir hagsmunahópar hafa getað farið fram og krafist sátta – og þá oft á kostnað samfélagsins.
Sammála þér Hallur,
Eygló er að standa sig alveg með eindæmum vel og er svo sannarlega einn okkar allra besti þingmaður.
Hún er gríðarlega afkastamikil og hefur flest það sem prýða þarf góðan þingmann og ég tel hana tala þeirri röddu sem endurspeglar stóran hluta grasrótar og gilda Framsóknar.