Miðvikudagur 01.06.2011 - 12:11 - 4 ummæli

Slysagildru lokað!

Jón Gnarr* brást snarlega við og mun loka slysagildru strax í dag!  Fyrirmyndarvinnubrögð og borginni til sóma.

Eftirfarandi kom fram áðan í athugasemdakerfi við pistil minn Barnaslys í boði borgarinnar? :

„Komdu sæll Hallur,

Nú í morgun var athygli mín vakin á bloggi þínu. Við erum búin að fara á staðin og skoða aðstæður. Þakka þér fyrir réttmæta ábendingu um að þarna vantar handrið. Við sáum ekki ummerki um að þarna hafi áður verið festingar fyrir handrið.
Við munum lagfæra þetta í dag.

Kveðja,

Sighvatur Arnarsson,
skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar“

Það ber að þakka þessi skjótu viðbrögð!  Nú er ég ánægður með Jón Gnarr.

*Jón Gnarr er hér tákngervingur borgarkerfisins og ber ekki að taka þetta sem persónulega athugasemd við borgarstjórann – þótt hann hafi vald til þess að koma æskilegum breytingum af stað. Þetta er sérstaklega tekið fram fyrir þá sem áður hraunuðu yfir persónu fyrri borgarstjóra án þess að blikna – en fara af límingunum ef Jón Gnarr er tákngerður sem borgarkerfið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • stundum er í lagi að gefa tröllunum að borða

    Þegar málefnið er gott

    Það geta ekki allir verið Ómar Ragnarsson

  • Hallur Magnússon

    Handriðið komið á sinn stað! Rölti niður Tunguveginn þar sem nú er búið að loka slysagildrunni. Snaggaralega gert.

    Steini.
    Ertu á einhverju?

  • Þetta er leyst farsællega.
    En mér leikur forvitni á að vita svar þitt við spurningu Karls Sigurðssonar – Baggalúts – Hverjir innan borgarinnar voru látnir vita af þessari slysagildru? Þeir virðast ekki kannast við þessar fjölmörgu kvartanir sem þú talar um.

  • Hallur Magnússon

    Búinn að senda honum upplýsingar um það.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur