Það er eðlilegt að Geir Haarde sé fúll út í þá sem greiddu atkvæði með því að draga hann fyrir Landsdóm. En þrátt fyrir það verður maðurinn að skilja að það voru rök fyrir því að svo yrði gert. Hins vegar voru engin rök fyrir því að draga Geir Haarde einan og sér fyrir dóminn. Slíkt var og er hræsni dauðans.
Geir Haarde á því að vera maður til þess að gera greinarmun á þeim sem ákváðu að greiða atkvæði með því að hann og allir hinir þrír sem Alþingi kaus um hvort ætti að ákæra yrðu dregnir fyrir Landsdóm og hinna sem á af pólitískum hvötum ákváðu að greiða einungis atkvæði með því að hann – en ekki Ingibjörg Sólrún – yrði dreginn fyrir Landsdóminn.
Því sjaldan hefur hræsni á Alþingi verið meiri en hjá þeim sem vildu Geir Haarde fyrir landsdóm – en ekki Ingibjörgu Sólrúnu – því ábyrgð þeirra var sú sama.
Annað hvort átti að sýkna alla – eða að draga að minnsta kosti Ingibjörgu Sólrúnu einnig fyrir landsdóm. Sú staða að Geir Haarde sitji þarna einn er Íslendingum til skammar!
Hræsni Alþingis er ekki „issue“, heldur afglöp og ábyrgð Geirs Haarde. Skilur þú þetta ekki drengur? Leggðu hausinn í bleyti.
Ég hlýt að taka undir með Halli.
Hræsnin er ótrúleg. Ef sækja ætti alvöru sökudólga til sakar þá ætti að bæta ISG, Halldóri Ásgríms og Davíð Oddssyni við þennan hóp.
Fyrst það er ekki hægt þá er þetta lítið annað en pólitískt réttarhald að undirlagi sósíalista. Þeir hafa verið þekktir fyrir það í gegnum tíðina að beita fyrir sig dómstólum til að ná hefndum fram á pólitískum andstæðingum…
Jújú það hefði verið fínt að hafa Ingibjörgu þarna líka. Þá hefði kannski komið betur í ljós hve mikill reginmunur er á þætti þeirra í hruninu. Þegar vefsíða Alþingis er skoðuð kemur nefnilega eftirfarandi í ljós:
Geir Haarde: Fjármálaráðherra 1998-2005, utanríkisráðherra 2005-2006, forsætisráðherra 2006-2009.
Ingibjörg Sólrún: Utanríkisráðherra 2007-2009.
Geir er semsagt fjármálaráðherra þegar flestar afdrifaríkustu ákvarðanirnar eru teknar. Og ráðherra í 10 ár í þeim ríkisstjórnum sem kerfisbundið skipulögðu hrunið.
Verst að ná ekki Halldóri Ásgríms og Davíð Oddssyni líka.
Hrekkjalómur
Þessi réttarhöld eru auðvitað einstök og það er Hrunið líka. Að mínu áliti verða þau að fara fram sem liður í uppgjörinu við þá atburði sem áttu sér stað. Væntanlega mun ýmislegt koma fram í dagsljósið og það er vel. En Sjálfstæðisflokknum líkar það ekki og reynir af alefli að gera Geir að píslarvotti. Það leikrit er nú í fullum gangi og hvergi til sparað.
Það er von mín og vissa að Saksóknara Alþingis takist að beina athyglinni að kjarna málsins og leiða fram í dagsljósið þá atburði sem leiddu til þess að svona fór.
Við skulum leitast við að greina kjarnann frá hisminu – taka persónuna Geir H Haarde út fyrir sviga og beina sjónum okkar að þeim upplýsingum sem fram koma. Það verður að upplýsa um það sem út af bar svo eigi verði endurtekið.
Ég held að Geir muni verja sig af krafti. Hver veit, hvað hann mun koma fram með af upplýsingum. Hann lúrir örugglega á mörgu.
Ekki víst að Össur eða Jóhanna séu enn alveg sloppin.
Kv.
Persóna Geirs verður ekkert tekin út fyrir sviga. það er hann og hans störf sem eru fyrir dómi. Ekki störf annarra og það er skandall.
Yfirsést þér ekki Hallur, að það munaði ekki nema hársbreidd að Árni Matt. færi með Geir. Eitt atkvæði. Þessi staðreynd sýnir aðeins að atkvæðagreiðslan á alþingi var rammpólitísk og nú sitja menn uppi með eitthvert mesta óþverrafordæmi, sem hægt var að setja um íslenska stjórnmálabaráttu- pólitísk réttarhöld.
Var Geir ekki forsætisráðherra?
Ef einhver einn ber ábyrgð hver er það þá?
Er það bílstjórinn?
Er það skipstjórinn?
Eða er það kanski sama gamla sagan :Helvítis kokkurinn?
Anna María Sverrisdóttir
Geir H Haarde er fyrir Landsdómi sem forsætisráðherra, en ekki sem einstaklingur – verið er að rétta yfir honum sem forsætisráðherra, en varðandi hans persónulega líf.
Það er þetta sem ég á við.
Hallur hefur sennilega gleyma þvi að Rannsóknarnefnd Alþingis taldi ISG ekki eiga að fara fyrir landsdóm, nefndin færði fyrir því mörg og sterk rök sem ég hef ekki ennþá séð hrakin á sannfærandi hátt.
Hólmfríður hefur einstakt lag á að „misskilja“ hluti sem snúa að samfylkingunni og ALLAR bloggfærslur hennar miða að því að mæra eða bera í bætifláka fyrir samfylkinguna. Það var nákvæmlega svona pólitískur rétttrúnaður sem blindaði fólk gagnvart þeirri vá sem síðar birtist í hruninu.
Auðvitað er Geir fyrir landsdómi, ekki fyrrverandi forsætisráðherra, ekki fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins og ekki fyrrverandi þetta og hitt.
Það er ekkert að því að t.d. sérstakur saksóknari lesi rannsóknarskýrslu Alþingis og taki síðan ákvörðun um hvort ákæra skuli einhverja ráðamenn. Hitt er mjög vafasamt, að naumur meirihluti alþingis nýti sér óvirka (og að flestra mati úrelta) lagaheimild til að draga fólk fyrir dóm. Það er ómögulegt að líta á það öðruvísi en sem pólitíska aðför.
Að kalla það hræsni að vilja ákæra Geir en ekki Ingibjörgu er ótrúlega grunnhyggið. Þarna er mikill munur á.
Geir var forsætisráðherra og fór fyrir efnhagsmálum en ekki Ingibjörg. Hennar málaflokkar snertu hrunið ekki á neinn hátt.
Geir var talinn sekur um vanrækslu í Rannsóknarskýrslu Alþingis en Ingibjörg ekki.
Geir var fjármálaráðherra þegar málin þróuðust þannig að hrun varð óhjákvæmilegt. Ingibjörg varð ekki ráðherra fyrr en eftir að hrun var orðið óhjákvæmilegt.
Í raun átti Ingibjörg Sólrún aldrei að vera meðal fjórmenninganna sem þingmannanefndin vildi ákæra enda taldi rannsóknarnefnd Alþingis hana ekki seka um vanræklsu.
Þingmannanefndin átti að byggja á skýrslu rannsóknarnefndarinnar en kaus að hunsa hana. Hún vildi ákæra Ingibjörgu af einbeittum ákæruvilja.
Það er engin furða að hæft fólk sé tregt til að gefa kost á sér í stjórnmál þegar lágmarksmannréttindi stjórnmálamanna eru ekki virt.