Þriðjudagur 07.06.2011 - 08:29 - 6 ummæli

Harpa taki sjaldséðari strætó!

Borgin vill að starfsfólk og þá væntanlega gestir Hörpu taki strætó. Á sama tíma dregur borgin úr tíðni strætisvagna úr 15 mínútum í 30 mínútur.  Er eitthvað hérna sem passar ekki?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Gormar45

    Sæll Hallur og til hamingju með G-vald.
    er það satt að hann sé komin í Samfylkinguna eins og þú ? og nú verður gaman hjá ykkur á fundum allir sammála ykkur um ESB og húsnæðismálin.

  • Borgin er ekki einráð í Strætó og hefur minnihluta vald þar þrátt fyrir að leggja mest til strætó.

    Þetta byggðasamlagsfyrirtæki er nefnilega stýrt þannig að hvert sveitarfélag hefur eitt atkvæði óháð stærð og útlátum og því bitnar það ansi oft á þjónustunni að hafa jeppakallasamfélög eins og Garðabæ, Álftanes og Seltjarnarnes inn i þessu. Í tíð Gunnars Birgis og Framsóknar í Kópavoginum var svo einnig lagst þannig á árarnir með þessum sveitarfélögum að þjónusta í RVK var skert meðan nær ónótaðar leiðir fengu að halda áfram í Kópavogi á eðlilegum tíma.

    Besta ráðið því til að bæta þjónustuna væri að slíta samlaginu og Reykjavík myndi þá geta einbeitt sér að því að betrumbæta þjónustuna innan borgar í stað þess að niðurgreiða leiðir inn í Garðabæ, út á Álftanes og Seltjarnarnes sem engan áhuga hafa á almenningssamgöngum hvort sem er.

  • Hallur Magnússon

    Agnar.

    Óskar Bergsson var á sömu skoðun og þú. Hugmynd verulega athugunarverð.

    Ef menn meina eitthvað með því að styrkja almenningssamgöngur – þá kostar það fé að byggja þær upp. Það þýðir bara ekki að tala um bættar almenningssamgöngur en gera svo eitthvað allt annað.

    Gormar minn. Þú veist jafn vel og ég að hvorki ég né GVald erum í Samfylkingunni.

    En hvernig er það. Ertu félagi í Kaupfélagi Skagfirðinga eða bara starfsmaður?

  • Það hefði mátt byggja nokkurra hæða bílastæðahús(ekki of ljótt, bara eitthvað sem myndi falla vel inní) við hliðina á Hörpu með auka 500 bílastæðum.

    Borgin hlýtur annars að græða vel á sektum frá Bílastæðasjóði(BSS) um þessar mundir (auðvitað segja þeir samt að þetta renni bara til reksturs BSS en þá hlýtur BSS að vera eitt ríkasta batterí landsins núna)

  • Jens Gíslason

    Væri ekki eðlilegast að bæði gestir og starfsfólk Hörpu greiddu eðlilegt gjald fyrir notkun bílastæðanna? Kannski ekki nógu hátt til að greiða fjármagnskostnaðinn vegna byggingar stæðanna, en a.m.k. rekstrarkostnaðinn og kannski rúmlega það.

    Þetta ætti að duga til þess að breyta skorti í offramboð á stæðum, ef við tökum mið af öðrum bílastæðahúsum á svæðinu. Gestir og starfsfólk Hörpu gætu þá valið hentugan samgöngukost hver fyrir sig.

    Áætlanir og rekstur Strætó BS er svo allt annað mál (og verra).

    Hallur, ertu að segja að Strætó BS sé að minnka akstur um 50%? Eða ertu að draga fram eitt atriði úr umfangsmeiri breytingum og taka það úr samhengi?

  • Hallur Magnússon

    Tíðni minnkar úr fjórum ferðum á klukkustund í tvær ferðir á klukkustund á leiðum 1, 2, 3, 4, 6, 11, 12, 14 og 15

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur