Miðvikudagur 08.06.2011 - 20:51 - 7 ummæli

Hin heilaga rannsóknarskýrsla

Mikilvæg rannsóknarskýrsla Alþingis vegna efnahagshrunsins hefur í hugum sumra verið nánast heilög. „Hin heilaga rannsóknarskýrsla“.   Á sama hátt hefur rannsóknarnefndin í hugum sumra verið jafn heilög og „Hinn heilagi rannsóknarréttur“.

Ég veit að það sómafólk sem skipaði nefndina er ekki á þessari skoðun. Það veit vel að það er breiskt eins og annað fólk og að í rannsóknarskýrslunni eru mistúlkanir og rangfærslur þótt meginefni skýrslunnar gefi ljósa og mikilvæga mynd á aðdraganda og ástæður hrunsins.

Ég varð sjálfur fyrir aðkasti þegar ég benti á með traustum gögnum augljósar rangfærslur og mistúlkanir í ákveðnum hluta hinnar heilögu skýrslu. Hins vegar hafa ábendingar mínar og leiðréttingar ekki verið hraktar. Eðllilega ekki.

En þótt ákveðnir þættir í skýrslunni séu rangir og misstúlkaðir þá gerir það þessa mikilvægu skýrslu ekki ónýtt plagg. Bara alls ekki.

Þessa dagana eru sífellt fleiri að átta sig á því að hin heilaga rannsóknarskýrsla sé ekki svo heilög – og að sómafólkið sem skipaði rannsóknarnefndina er ekki alviturt né óskeikult.

En þótt það sé af hinu góða að fólk átti sig á meinbugum rannsóknarskýrslunnar þá má ekki afgreiða rannsóknarskýrsluna sem ómerka og lenda þannig með öfugum formerkjum í sömu gryfjunni og þeir sem töldu skýrsluna nánast hina heilögu rannsóknarskýrslu. Það örlar á slíkum skoðunum um þessar mundir.

Við eigum öll að taka rannsóknarskýrslunni eins og hún er. Mikilvæg greining og greinargerð um helstu þættina í aðdraganda og hrunsins. Greining og greinargerð sem er fjarri því að vera fullkomin en gefur samt raunsannari mynd en mátt hefði búast við í upphafi.

Greining sem við þurfum að sannreyna, túlka og vinna með sem einn þáttinn í því byggja upp heilbrigðara samfélag en við bjuggum og búum við.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Var veizt ómaklega að Finni Ingólfssyni í skýrslunni, eða hvað?

  • Hallur Magnússon

    Einsi. Reyndar ekki.

    Eitt af því sem ég undraðist í skýrslunni – eftir að hafa hlustað á staðhæfingar hægri vinstri um hlut Finns Ingólfssonar í nánast öllu sem miður átti að hafa farið í íslensk viðskiptalífi – var að nafn hans kom einu sinni fyrir þegar orskakir hrunsins voru raktar. Það var vegna þess að þegar fyrst átti að selja Búnaðarbankann vildi Finnur vildi Búnaðarbankans til sænska bankans SEB. Það vildi Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar ekki. Því fór sem fór.

    Líklega værum við betur stödd ef Finnur hefði ráðið – og SEB hefði eignast Búnaðarbankann.

    En þetta hlýtur þú að vita eftir lestur rannsóknarskýrslunnar …

  • Ég hef ekki lesið rannsóknarskýrsluna, enda var það ekki punkturinn.
    .
    En það er mjög eftirtektarvert á blogginu, hvað þú tekur æ og ítrekað upp hanskann fyrir Finn Ingólfsson, þann arma loddara.

    Vita máttu, að trúverðugleiki þinn sem bloggara er enginn, nix, verjandi mann með slíkann feril í stjórnmálum, viðskiftum og nota bene, hestamennsku.
    .
    Að þú skulir svo gefa þig út fyrir að vera sérstakur talsmaður Evrópusambandsins, skaðar bara málstaðinn, og minnkar örugglega stuðning við EU umsóknina;)

  • Hallur Magnússon

    Einsi.

    Það er eftirtektarlegt hvað þú ert með Finn ingólfsson á heilanum.

    Ég renndi yfir bloggpistlana mína og fann reyndar ekki þetta „æ og ítrekað“ . Getur þú bent mér á það?

    Hins vegar hefur komið fyrir að mér hefur mér stundum ofboðið ofstækisfullar árásir á manninn í bloggheimum – og leiðrétt rangfærslur sem fram hafa komið í slíkum árásum.

    Reyndar ekki bara rangfærslur gagnvart honum – heldur -mörgum fleirum.

    Ef það að leiðrétta rangfærslur minnkar trúverðugleika sem bloggara – þá verður svo að vera. Ég mun halda því áfram hér eftir sem hingað til.

    Þú ættir að lesa skýrsluna.

  • Grímur Sæmundsson

    Hallur, ég held að þetta hefði ekki farið neitt betur með SEB sem eiganda að Búnaðarbankanum. Ég var á þeirri skoðun allt þar til ég las grein um ástandið í Eystrasaltslöndunum. Þar kom Svenske Enskilda bankinn oft við sögu. Almenningur og lítil fyrirtæki í Eystrasaltslöndunum lentu í miklu verri málum en við. Þeirra vandi spratt mikið til af því að erlendir bankar, aðallega sænskir lánuðu óhóflega til einkaneyslu, byggingarframkvæmda og yfirtöku á fyrirtækjum. Oft lán í erlendum gjaldmiðli.

    En ég get tekið undir með þér að það er hamast óþarflega mikið á Finni kallgreyinu. Reyndar eru menn allt of mikið með hugann við að finna blóraböggla. Það hefur hreiðrað um sig einskonar eineltiskúltur sem á eftir að hafa skelfilegar afleiðingar.

  • Hallur Magnússon

    Grímur.

    Það má vel vera að það hefði ekki farið neitt betur með SEB 🙂
    Svíarnir fóru flatt á Eystrasaltslöndunum – það er alveg rétt. Mögulega hefði það líka gerst hér.

    Fylgdist hins vegar með SEB í Noregi – þar sem þeir stóðu sig vel – en það er náttúrlega allt annað umhverfi.

    Ég er samt þeirrar skoðunar að það hefði átt að selja SEB bankan á sínum tíma. Það ferli var komið af stað en stoppað af pólitískum ástæðum Sjálfstæðismanna. Stundum hvarflað að mér að þeir hafi ekki viljað erlendan aðila inn – heldur viljað að Íslendingar ætu að kjötkötlunum einir – þótt annað hefði verið sagt opinberlega. En það getur verið misskilningur hjá mér.

  • Ómar Kristjánsson

    Auðvitað hefði það verið betra að SEB kæmi að bankanum.

    Ekki setti SEB sjálfan sig á hausinn og Svíþjóð með:

    http://en.wikipedia.org/wiki/Skandinaviska_Enskilda_Banken

    Hefði nefnlega verið býsna athyglisvert. Ekki hefði SEB farið með Búnaðarbankann ,,í útrás“.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur