Mánudagur 13.06.2011 - 17:18 - 11 ummæli

„Sjálfstæð“ íslensk króna klikkun!

„Þau ríki sem reyni hins vegar að halda í sjálfstæða peningastefnu með því að halda úti fljótandi gjaldmiðli, eins og til dæmis Ísland, virðist ekkert græða á því. Þau glími við meiri óstöðugleika í gengi gjaldmiðilsins, án þess að uppskera minni óstöðugleika í öðrum hagstærðum. Flotgengið orsaki þannig fjölda vandamála við hagstjórn, án þess að leysa nein.“

Þetta er niðurstaða  rannsóknarritgerðar sem Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, vann í samstarfi við þá Francis Breedon og Andrew Rose. Í ritgerðinni rannsaka þeir skipan peningamála í litlum ríkum hagkerfum.

Enn ein staðfesting á ónýtri íslenskri krónu.

Mæli enn einu sinni með að við tökum upp færeyska krónu í stað þeirrar íslensku.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Kanada dollar sem fyrst tak.

  • Hallur Magnússon

    Það hafa verið draugafréttir um að kanadískir EMBÆTTISMENN hafi verið í viðræðum við íslenska ATHAFNAMENN um að Íslendingar taki upp kanadadollar.

    Af hverju ræða þeir ekki við íslensk stjórnvöld um málið?

  • Þeir mæla alls ekki með handónýtri Evru Hallur, eins og þú varst eflaust að vona.
    Síðan í stað flotgengis er hægt að taka upp fastgengis stefnu með krónuna og binda hana í mismunandi hlutföllum við helstu gjaldmiðla viðskiptalanda okkar. S.s. Evru, US dollar Bresk pund, Japönsk yen, danska, norska og sænska krónu og svo kannski einhver 5 til 10% við meðaltal annarra gjaldmiðla.

    Einhver sveignaleiki væri leyfður í þessari fast gengis stefnu s.s. 5 til 10% til þess að milda hagsveiflur og tryggja samkeppnishæfni okkar megin útflutningsatvinnuvwega.

    Þetta gera Svíjar með sína krónu og leyfa allt að 15% vikmörk frá fastgengi við Evru.

    Enda vilja þeir nú ekki sjá að taka upp Evru því að sænska krónan hefur plummað sig mjög vel og miklu betur en Evran og Svíjar hafa líka nýtt sér þessi vikmörk til þess að láta sænsku krónuna gefa frekar eftir gagvart Evru til þess að styðja sína mikilvægu útflutningsatvinnuvegi s.s. bílaiðnaðinn og trjávöru- og pappírsiðnaðinn.

    Finnar öfunda Svíja mikið yfir þessu því þeirra atvinnuvegir og efnahagur er miklu verr á sig kominn með mikið atvinnuleysi og auk þess bundinn í fjötra Evrunnar !

  • Sæll Hallur.
    Gaman að heyra frá þér um það,hvað segirðu bara um að skoða það í alvöru að taka upp Kanadadollar ? Sá gjaldmiðill er mjög sterkur og stjórn peninga og gjaldeyrismála, tala nú ekki skuldamála er miklu betur á vegii stödd heldur en nokkurn tímann Evran og US dollar eru.

    Hvað ef að þjóðin kolfellur ESB helsið, eins og reyndar allt stefnir í, þá verður enginn Evra tekinn upp á Íslandi !

    Hvernig villtu þá standa að peninga og gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar, það væri gaman að heyra það !

  • Gallin við fullyrðingu þína um evruna Gunnlaugur Ingvarsson er að hún er röng og ekkert fær því breytt.

    Svíar eru ekki með fastgengi við evruna. Sænska krónan er á frjálsu gengi gagnvart gjaldmiðlum heimsins. Danska krónan er bundin við evruna með 2,25% vikurmörkum.

    Svíar eru skuldbunir til þess að taka upp evruna sem gjaldmiðil þegar þeir uppfylla skilyrðin til þess. Danir munu á endanum kjósa á ný um hvort að þeir taka upp evruna eða ekki.

    Gengi evrunar er stöðugt gagnvart bandaríkjadollar. Það er hægt að sjá hérna.

    http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/eurofxref-graph-usd.en.html

    Á vefsíðu ECB stendur þetta um íslensku krónuna.

    Icelandic krona – The last rate was published on 3 Dec 2008.

    Evran og Kandadollar.

    http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/eurofxref-graph-cad.en.html

    Íslendingar eiga að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Eftir inngöngu í ESB auðvitað. Annað eru bara skyndilausnir sem virka alls ekki.

  • Ómar Kristjánsson

    það er búið að prófa fastgengið. Ísland var rétt farið á hausinn þá. Eyddi mest öllum gjaldeyrissjóði sínum í þetta. Fólk er bara svo fljótt að gleyma.

    Eg er farinn að hallast að því að óvinnandi verk sé að kenna íslendingum hvernig gjaldmiðlar virka.

    Ef á að hafa krónunna fasta við erl. miðla – þá þarf að vera tilbúinn til að verja hana umsvifalaust og alltaf. þetta þarfnast gífurlegs sjálfstæðs gjaleyrisvarasjóðs bara til þess eins að verja fastgengið.

    Nojarar td. fara létt með þetta. Olíusjóðurinn.

    það er ýmisleg sérviska möguleg – ef menn hafa efni á henni.

  • @Hallur Magnússon, Það bíða ummæli eftir mig sem eru föst í spam síunni hjá þér. Ég vona að þú sjáir þér fært um að losa um þau sem fyrst.

    Með þökkum, Jón Frímann.

  • Ásmundur

    Hvers vegna ættu Kanadmenn að ljá máls á að Íslendingar taki upp Kanadadollar? Það er aðeins eitt svar við þessari spurningu.

    Þá telja þeir líklegt að Ísland eigi sér ekki viðreisnar von og vilja innlima það inn í Kanada. Góð byrjun á því er að Íslendingar taki upp gjaldmið þeirra.

    Með innlimun Íslands í Kanada munu Íslendingar ekki njóta auðlinda landsins nema að takmörkuðu leyti enda orðin undirokuð þjóð.

    Annars eru engar alvöruviðræður í gangi. Ætli þetta verði ekki álíka sneypuför fyrir Sigmund Davíð og för hans til Noregs.

  • Ómar Kristjánsson

    þ.e.a.s. að Nojarareru ekki með fastgengi að ég tel en þó fljótandi sé þarf samt varsjóð og með fastgengi þarf enn öflugri sjóð.

    Í fyrstu eftir að gjaldeyris og innflutnngshömlur voru afnumdar að fullu, þá prófaði Ísland þetta. Fastgengi. Með afleiðingum sem áður er lýst.

  • Sæll Hallur.
    Þeir mættu aá síðuna þína, já allir þrír ESB varðhundarnir; Ásmundur, Ómar Kristjánsson og sjálfur Jón Frímann.

    Enginn vill líta á Kanada dollar sem hugsanlegan gjaldmiðil Íslands. Þeir fussa og sveija og tala jafnvel um að það yrði fyrsta skrefið að innlimun okkar í Kanada. Ha, ha ha hvað þá með Evru og innlimun í ESB !

    Hvað verður um þessa taglhnýtinga ESB trúboðsins á Íslandi þegar þjóðin þeirra hafnar ESB aðildarsamningnum með miklum mun !

    Evran er deyjandi gjaldmiðill sem reynst hefur mörgum aðildarlöndum sínum ákaflega illa og við höfum séð hvernig þessi gjaldmiðill hefur keyrt sum þeirra nánast í þrot.

    Hinn heimsþekkti Bandaríski hagfræðiprófessor Dr. Nouriel Roubini segir nú í grein á Financial Times að óhjákvæmilegt sé að upplausn og síðan hrun Evrunnar sé framundan.

    Roubini þessi er þekktur um heim allan og talinn einn virrtasti hagfræðingur heims um þessar mundir, eftir að hann spáði rétt fyrir um alheims fjármála- og bankakreppuna sem skall á haustið 2008.

    Ég held að heimsbyggðin og fólk almennt hlusti nú miklu frekar á það sem hann hefur að segja og fram að færa í Financial Times um þessi mál.

    Heldur en það sem hinir þrír fyrrtöldu og sjálfsskipuðu vitringar ESB- trúboðsins á Íslandi bulla hér í upphöfnum athugasemdum á Eyju bloggsíðunni þinni Hallur.

    Þessir sjálfsskipuðu ESB vitringar þrír hafa marg sýnt það að þeir eru bara ómarktækir ESB gasprarar, með fullri virðingu fyrir bloggsíðunni þinni, engu að síður.

  • @Gunnlaugur Ingvarsson, Evran er ekkert deyjandi gjaldmiðil. Langt því frá. Enda annar stærsti varagjaldmiðill í heimi á eftir bandaríkjadollar.

    Það eina sem er að deyja hérna er málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi.

    Hann er nefnilega fastur í sínum eigin lygavef, og er ekkert að losna úr honum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur