Þriðjudagur 02.08.2011 - 01:13 - 11 ummæli

Frjálslyndi, umburðarlyndi og staðfast lýðræði

Það eru ellefu dagar liðnir frá hryðjuverkunum í Noregi. Ég er ennþá miður mín og hef ekki enn getað hugsað mér að skrifa pistla um smávægileg vandamál daglegs lífs eftir harmleikinn á Utøya – og því þagað á blogginu mínu í rúma viku.

Hryðjuverkin voru framin undir yfirskini öfgafullrar þjóðernishyggju og kynþáttahaturs.

Því miður virðist  vera  jarðvegur fyrir öfgafulla þjóðernishyggju um öll Norðurlöndin – þótt fæstir þeir sem aðhyllast slíkar skoðanir gangi svo langt að gerast kaldrifjaðir morðingar – heldur halda sig sem betur fer innan ramma norrænnar hefðar lýðræðis og orðræðu.

Í Noregi var „Fremskrittspartiet“ öfgafullur þjóðernisflokkur sem fyrir löngu hefur fest sig í sessi – en reyndar orðið hófsamari með árunum.  Í Danmörku var það „Dansk Folkeparti“ sem lék það hlutverk.

Í Finnlandi náðu öfgafullir þjóðernissinnar nýlega góðum árangri í kosningum undir merkjum “ Perussuomalaiset“ (Sannir Finnar), „Sannir Finnar“ virðast reyndar eiga marga  íslenska aðdáendur – jafnvel innan veggja Alþingis. Í Svíþjóð náðu „Sverigedemokraterna“ fótfestu í síðustu kosningum.

Slík öfgafull þjóðernishyggja hefur einnig verið að skjóta rótum á ólíklegustu stöðum á Íslandi – jafnvel innan hefðbundinna íslenskra stjórnmálaflokka.

Svarið við slíkri öfgafullri þjóðernishyggju er ekki boð, bönn og skerðing málfrelsis.

Svarið við  þjóðernisrembu og kynþáttahatri er frjálslyndi, umburðarlyndi og staðfast lýðræði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Á einu augabragði kom þessi ógn inn í mína fjölskyldu – tengadóttir mín sem býr í Noregi – var í ca 250 metra fjarlægð frá sprengingunni í Oslo – sakaði ekki – almættinu séu þakkir – ég er reið og hrædd – en styð heilshugar frjálslyndi – umburðarlyndi og aukið lýðræði. Verum á varðbergi gagnvart hatrinu.

  • Eru Sannir Finnar nú öfgafullir þjóðernissinnar, því þeir vilja ekki vera í blautdraums-ESBinu þínu.

    Það er alltaf sama sagan með ykkur Eyju-ESB-propaganda-vélmenni. Tala og tala, en segja ekki neitt. Og sorry, við erum ekki jafn auðtrúa og vitlaus og þú.

    Takk fyrir vikuþögn, annars. Hún var góð og hljóð.

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Já,mig setti einnig hljóðan í um viku eftir hina hræðilegu hryðjuverkaárás í Noregi.

    Og ég verð að viðurkenna að sömu hugsanir flugu og fljúga í gegnum höfuð mér þessa stundina. Öfgafullur þjóðernisrembingur virðist einmitt vera það sem þjóðin gengst upp í þessa dagana.

    Við skulum ekki gleyma að í kjölfar heimskreppunnar miklu 1929-1930 urðu einhverjir mestu voðaatburðir í heimssögunni, þegar nasistar og fasistar náðu völdum í Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Japan og víðar. Afleiðingarnar voru slíkar á alþjóðastjórnmál að heimsbyggðin hefur enn ekki borið sitt barr

  • Þjóðernisrembingur og umburðarleysi finnst í öllum flokkum hér á landi. Hér eru réttindi fólks sem hér starfa en eiga fjölskyldur erlendis skert. Stundum geta ekki fjölskyldurnar flutt til Íslands vegna náms. Alþingi og stjórnvöld hafa sett þessum hópum úrslitakosti að velja á milli vinnu hér á landi eða að fara úr landi. – Eins og þú áttar þig á þegar þú lest þetta þá er þetta mjög gróft brot á skuldbindingum Íslands. Þess vegna hafa stjórnvöld leiðbeint fólki í því hvernig hægt sé að komast fram hjá þessu en þá verður fólkið að brjóta íslensk lög og reglur….. – Hér er litið niður á útlendinga…. þó svo að meirihluti Íslendinga sé í afneitun.

  • > Eru Sannir Finnar nú öfgafullir þjóðernissinnar, því þeir vilja ekki vera í blautdraums-ESBinu þínu.

    Nei, þeir eru öfgafullir þjóðernissinnar því þeir eru á móti útlendingum og erlendum straumum og áhrifum.

  • Halldór Þorðarson

    ESBsinnar og fjölmenningarsinnar (sem eru oftast undir einum og sama hatti) uppnefna alla „öfgamenn“ sem ekki eru sammála þeim í órum þeirra um að umbylta vestrænum þjóðfélögum. Orðin öfgafullir þjóðernissinnar koma fyrir að minnsta kosti sex sinnum í þessum stutta pistli hér fyrir ofan. Ofan á þetta er síðan smurt leppum eins og „kynþáttahatur og þjóðernisremba“. Hallur Magnússon reynir það lúalega bragð að notfæra sér hræðilegan harmleik og voðaleg hryðjuverk strurlaðs einstaklings til að koma höggi á pólitíska andstæðinga og útmála þá sem villidýr í svipaðri deild og norski hryðjuverkamaðurinn. Þetta gerir Hallur til að slá ódýrar pólitískar keilur hér uppi á Íslandi, en hann hittir sjálfan sig verst fyrir. Svona málflutningur er bara sorglegur og vitnar hvorki um frjálslyndi, umburðarlyndi né lýðræði. Hér er bara verið að reyna að nota ógeðsleg uppnefni til að þagga niður í umræðunni. Fín orð yfir það eru: skoðanakúgun, þröngsýni og einræði.

  • Valur Bjarnason

    Hallur skrifar: ,,Slík öfgafull þjóðernishyggja hefur einnig verið að skjóta rótum á ólíklegustu stöðum á Íslandi – jafnvel innan hefðbundinna íslenskra stjórnmálaflokka.“

    Ert þú ekki í öðrum þessara flokka sem hafa haft svona þjóðernis rembings tilburði og gefur þeim atkvæðið þitt í hvert sinn sem kosið er?

  • Hallur Magnússon

    Valur.
    Ég er utan flokka.
    Kveðja
    Hallur

  • Rétthugsun

    „Ég er utan flokka.“ Ert þú hættur í Framsókn?

    Hallur, þú ert ekki besti fulltrúi til þess að fjalla um öfgahyggju. Flestir eru orðnir þreyttir á þessu Political Correctness bulli þínu sem þú vilt innleiða hingað með ESB.

    Fleiri og fleiri eru farnir að efast um þína ESB blautdrauma.

  • Ekkert esb og ekkert múltí kúltí á Íslandi. Svo mæli ég fyrir hönd stórs meirihluta samlanda minna.

  • Baldurkr

    Gaman ad vita hvad thú Hallur átt vid med ,,skerdingu málfrelsis“. Vill einhver skerda málfrelsi? Er stefna Evrópurádsins/flestra midevróputhjóda sem taka hart á ,,hatursrædum“ skerding á málfrelsi? Aukid eftirlit med glæpabruggi á internetinu? Bann vid félagasamtökum sem hafa thad á stefnuskrá sinni ad útryma ödrum? Annars alveg sammála thér. En vid verdum ad vita hvad vid eigum vid. Kv. B

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur