Gleðigangan á Hinsegindögum er tákn þess árangurs sem við höfum náð í réttindamálum samkynhneygðra sem áður var kúgaður minnihlutahópur sem í tilfellum var ofsóttur.
En Gleðigangan á Hinsegindögum er einnig tákn þeirrar fjölbreytni mannlífsins og þess frjálslynda samfélags sem við flestir Íslendingar viljum lifa í.
Og Gleðigangan á Hinsegindögum minnir okkur á að mannréttindi eru ekki sjálfkrafa. Það þarf að vinna fyrir þeim og það þarf að verja þau.
Gleðigangan á Hinsegindögum minnir okkur á að hver og einn einstaklingur er einstakur og á rétt á farsælu lífi óháð kynhneygð, uppruna, litarhafts, trúar eða stjórnmálaskoðanna.
Gleðigangan á Hinsegindögum skiptir því miklu máli í íslensku samfélagi.
Rita ummæli