Föstudagur 05.08.2011 - 09:08 - Rita ummæli

Fjölbreytni, gleði og frjálslyndi

Gleðigangan á  Hinsegindögum er tákn þess árangurs sem við höfum náð í réttindamálum samkynhneygðra sem áður var kúgaður minnihlutahópur sem í tilfellum var ofsóttur.

En Gleðigangan á  Hinsegindögum er einnig tákn þeirrar fjölbreytni mannlífsins og þess frjálslynda samfélags sem við flestir Íslendingar viljum lifa í.

Og Gleðigangan á  Hinsegindögum minnir okkur á að mannréttindi eru ekki sjálfkrafa. Það þarf að vinna fyrir þeim og það þarf að verja þau.

Gleðigangan á  Hinsegindögum minnir okkur á að hver og einn einstaklingur er einstakur og á rétt á farsælu lífi óháð kynhneygð, uppruna, litarhafts, trúar eða stjórnmálaskoðanna.

Gleðigangan á  Hinsegindögum skiptir því miklu máli í íslensku samfélagi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur