Fimmtudagur 11.08.2011 - 19:42 - 5 ummæli

Möllerinn að meika það!

Því fór fjarri að ég væri stuðningsmaður Kristjáns Möllers þegar hann var samgönuráðherra. Reyndar gagnrýndi ég hann oft mjög hart. En nú er Möllerinn að meika það. Eini stjórnarliðinn sem þorir að segja það sem þarf að segja og benda á það sem þarf að gera.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Það er fagnaðarefni að Möllerinn skuli taka undir málflutning Frjálslynda flokksins og beita sér fyrir auknum veiðum.

    Það er vonandi að þingmaðurinn kynni sér þau rök til hlítar sem forysta Frjálslynda flokksins hefur lagt fram í umræðuna.

  • Kristján Kristinsson

    Byggja sjúkrahús, 5000 manna fangelsi, leggja fullt af vegum, þvera sunnanverðan Vestfjarðakjálkan, bora ca. 10 göng samtals 1000 km, virkja, virkja, virkja, og álver hér og álver þar, auka kvóta á öllum fiskistofnum um þúsund skrilljón tonn. Lækka eða jafnvel afnema alla skatta. Enda er hér nóg fjármagn eftir hrunið (kannski Icesave peningurinn) ef það varð þá eitthvað hugn því mjög líklega er það bara áróður núverandi ríkisstjórnar og ástandið er henni allt að kenna.

    Auðvelt að lýðskrumast eins og Möllerinn (og margir aðrir) en það er allt annað mál að framkvæma þegar vantar aurinn.

    Djöfull er maður orðinn þreyttur á þessari innhaldslausu umræðu.

  • Kristján Kristinsson

    ef það varð þá eitthvað hrun átti það að vera.

  • Kristján Möller hefði betur talað meðan orð hans höfðu vikt komandi úr munni ráðherra. Nú er þetta bara hjal.

  • Það er löngu tímabært að taka þessa fiskveiðiráðgjöf til rækilegrar endurskoðunar enda stangast hún á við viðtekna vistfræði þ.e. eins og ég lærði hana í Háskóla Íslands.

    Árangur núverandi ráðgjavar við að byggja upp botnfiskstofna er einfaldlega hræðilegur. Áætlaður botnfiskafli á næst fiskveiðiári í þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, djúpkarfa,grálúðu, skarkola og steinbít er í öllum tegundum minni en það sem veiddist árinu 1983 áður en kvótakerfið en aflamarkskerfið var tekið upp. Kerfið hefur greinilega ekki skilað meiri afla á land eins og upphafleg fyrirheit báru með sér en þau voru að kerfið myndi skila innan fárra ára liðlega 500 þúsund tonna jafnstöðuafla. Á næst fiskveiðiári er fyrirhugað að veiða einungis um 177 tonn af þorski.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur