Fimmtudagur 11.08.2011 - 11:26 - 20 ummæli

Stjórnarskrárfrumvarp skýrt

Það er til fyrirmyndar hvernig Gísli Tryggvason stjórnlagaráðsmaður skýrir á bloggi sínu hverja einustu grein tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Þótt skýringar fylgi tillögu stjórnlagaráðs þá eru þær ekkert allt of aðgengilegar fyrir almenning.  Því er framtak Gísla vel þegið.

Hvet fólk til að lesa daglega pistla Gísla – en hann hyggst skrifa um allar greinar tillögu stjórnlagaráðs að stjórnarskrá – 114 talsins – eina skýringu á dag.

Gísli gerir þetta næstum á mannamáli – þótt hann sé lögfræðingur 🙂

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Þetta stjórnlagaráð var komið á koppinn til þess eins að reyna að auðvelda aðlögun Íslands að ESB.

    109.grein
    Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.
    Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

    Endilega sendið eintak af þessari ESB-stjórnarskrá ykkar í pósti til mín. Kanski ég verði uppiskroppa með skeinipappír akkúrat á sama tíma.

  • Hallur Magnússon

    palli paranój 🙂

  • Það ætti að draga allt þetta ESBaðildar-hyski fyrir dómstóla, kæra fyrir landráð og varpa í fangelsi.

    X. kafli. Landráð.
    86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

  • Hallur Magnússon

    Palli enn meira paranoj 🙂

  • Paranoja? Það er geðsjúkdómur þar sem sjúklingur heldur að einhverjir séu á eftir honum persónulega, og þetta er því rökleysa hjá þér eins og flest annað.

    Ekki er öll vitleysan eins.

  • Þú ert hins vegar heimskingi, eins og flest vitiborið fólk sér langar leiðir.

  • Hallur Magnússon

    Nei Palli minn. Það er ekki öll vitleysan eins. En vitleysan hjá þér hefur verið afar svipuð í athugasemdarkerfinu undanfarin misser 🙂

  • Þú þarf að passa þig, Hallur. Þú gætir drukknað í málefnalegum rökum.

  • Guðmundur

    Þessi framsalsgrein er frekar asnaleg, það verður að viðurkennast. Það hefur sáralitla þýðingu að gera það að skilyrði að alþjóðastofnunin starfi í þágu þágu friðar og efnahagssamvinnu. Í aðfararorðum flestra, ef ekki allra stofnsamninga alþjóðastofnana eru þessi markmið nefnd sem tilgangur þeirrar stofnunar, enda erfitt að ímynda sér alþjóðastofnun sem ætlar sér að stuðla að ófriði og efnahagslegri einangrun ríkja. Þetta ákvæði er því ekkert annað en opið ákvæði um fullveldisframsal.

    Það er þó ennþá asnalegra þetta landráðabull í mörgum. Tepokahreyfingin í USA lítur út fyrir að vera samansafn prófessora í stjórnskipunarrétti þegar það er borið saman við palla, Pál Vilhjálms og annarra sem henda fram landráðaákvæðinu í gríð og erg.

  • Guðmundur hefur e.t.v. ekki tekið eftir umræðum í ESB um að samþjappa völdin enn frekar, vegna fjármálakrísunnar.

    Guðmundur vill kanski einnig halda því fram að fullveldi Íslands aukist við aðlögun að ESB, eins og þeir allra biluðustu halda fram.

    Guðmundur ætti kanski að kynna sér Lissabon-sáttmálann?
    Það er mjög skýrt að það sem ESB-bjánar á Ísland hafi verið að halda fram að Ísland myndi hafa HEILT ATKVÆÐI (!!!) í ráðherraráðinu er einnig vitleysa. Það, eins og áhrif á þinginu, mun fara eftir íbúafjölda aðildarlands.

    Þannig að Ísland færi úr 100%sjálfstæði yfir í 0,eitthvað% sjálfstæði. En nei, engin erlend yfirráð og þ.a.l. ekkert landráð. Nei nei.

    Viljið þið svo ekki líka kalla þetta aðlögunarferli aðildarsamningsviðræður? Breytir ekki þótt sjálft ESB segi annað en þig. Breytir ekki tittlingaskít fyrir lygahunda eins og ykkur.

    „First, it is important to underline that the term “negotiation„ can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing af the candidate´s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them.

    And these rules ( also known as „acquis“, French for „that which has been agreed“) are not negotiable. For candidates it is essentially a matter of agreeing how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate´s implementation of the rules.“

    Sem betur fer eruð þið ESB-bjánahyski í miklum minnihluta, sem fer óðum minnkandi, en ekki að sú staðreynd minnki eitthvað hrokann og frekjuna í ykkur.

  • Guðmundur

    Ótrúlegt. Ég sagði ekki að fullveldi myndi aukast. Reyndar minntist ég ekki einu orði á ESB. Ég var bara að segja að þetta væru ekki landráð.

    Þú verður að lesa allt ákvæðið, palli. Það er skilyrði um að framsalið fari fram með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum. Þó að þú og aðrir hafið ekki áhuga á að ganga inn í ESB þá þýðir það ekki að það sé verið að fremja landráð með því að sækja um.

    Æ, annars ætti maður ekki að vera að gefa tröllunum að borða.

  • Ég SPURÐI hvort þú vildir KANSKI halda því fram.

    Já Guðmundur, lesa allt ákvæðið. Það stendur líka „,eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess,“

    „með …. svikum“ á einnig við um allar lygarnar í ykkur.

    Ákvæðið segir „…að reynt verði…“ , og það ESBsinnar eru vissulega að reyna þetta.

    Mun Ísland missa fullveldi sitt eður ei? Svarið er nokkuð augljóst vitibornu fólki.

    Með lögum skal land byggja, og með ólögum eyða.

  • Hallur Magnússon

    Palli ennþá meira paranoj 🙂

  • Geturðu virkilega ekki tjáð þig á málefnalegri hátt?
    Segir allt sem segja þarf um þig.

  • Hallur Magnússon

    Palli.
    Það kemur úr afar harðri átt þegar þú af öllum segir:
    „Geturðu virkilega ekki tjáð þig á málefnalegri hátt?“

    Orðbragð þitt og brigsl í athugasemdakerfinu gegnum tíðina hafa verið á þann veg – að ég ákvað einu sinni að fara niður á sambærilegt plan.

    Hafðu góðan dag.

  • Ertu að reyna að tjá þig?

    Hvað ertu að segja, annað en eitthvað ómálefnalegt væl og að benda putta.?

    Veit ekki hvað maður á að segja við lið eins og þig nema kanski:

    Spegill!!!

    Það virðist vera á þínu plani.

    Endurtaktu möntrurnar þínar nógu oft, þá verða þær alveg örugglega sannar.

    Kræst.

  • Hallur Magnússon

    Greyjið mitt 🙂

  • ?!?

    Please Hallur, hættu að gera þig að rökfræðilegu fífli.

    Þú ert álíka málefnalegur og slefandi skólakrakki í sandkassa. Reyndu að hætta að míga svona hressilega í þig og opinbera eigin þroska og vitsmuni. Það er erfitt að horfa á eitthvað jafn vandræðalega hallærislegt.

    Þvílíkur fábjáni!

    Ég endurtek: Hefurðu EITTHVAÐ málefnalega að segja???

    (Á þetta að vera sólheimaglott sem þú póstar alltaf?)

  • Hallur Magnússon

    Palli minn.

    Haltu endilega áfram með athugasemdir þínar í þeim „málefnalega“ dúr sem þær hafa verið gegnum tíðina.

    Greyjið mitt 🙂

    PS: Þótt ég sé vanur að þú sért á afar lágu plani – þá ertu að botna þig með neikvæða athugasemd sem vísar í ágætt heimilisfólk að Sólheimum. Flest það fólk er miklu betra en þú og betra en ég.

  • ööö öööö öööööö ..okei, þú vinnur, fyrst þú segir það.

    Já, það er ágætis sálir á Sólheimum. Ef þú vilt bæta þig og verða eins og þau þá er örugglega hægt að kippa því í liðinn einhver veginn. Mæli með baseball-kylfu.

    Fyndið að vera kallaður ómálefnalegur þegar maður er búinn að hrópa nokkrum sinnum eftir EINU málefnalegu innleggi frá þér. Týpískur Hallur.

    QED

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur