Uppbygging stjórnskipulags Reykjavíkurborgar er á þann veg að í stað virks lýðræðislegs skipulags er hætta á öflugu embættismannaveldi. Þessi hætta eykst ef borgarstjóri er ekki öflugur stjórnandi og borgarstjórnin veik.
Ástæða þessa er sú að sviðsstjórar borgarinnar heyra stjórnskipulega beint undir borgarstjóra og þurfa einungis að standa skil á gerðum sínum gagnvart honum – ekki gagnvart formönnum þeirra fagráða og fagnefnda sem sviðsstjórarnir starfa með.
Að sjálfsögðu gera menn ráð fyrir því að samstarf fomanna fagráða og sviðsstjóra sé gott og að sviðsstjóri vinni alfarið í takt við fagráðin. Að sjálfsögðu er það yfirleitt þannig. En ef skerst í odda þá er leið fagráðanna og formanna þeirra ekki bein. Leiðin er – ef sviðsstjóri stendur fast á sínu í andstöðu við fagnefnd – gegn um borgarráð, borgarstjórn og þaðan gegnum borgarstjóra að sviðsstjóra.
Það þarf þrautsegju fyrir meðlimi fagnefnda og formanna þeirra að fylgja áherslum sínum eftir alla þessa leið ef sviðsstjóri hunsar vilja ráðsins.
Það er miklu einfaldara fyrir nefndarmenn og formann raða að láta undan og gefa sviðsstjórum frítt spil.
Ég er ekki segja að þannig sé það – en stjórnskipulega er hætta á því. Sérstaklega ef borgarstjóri – yfirmaður sviðsstjóra er veikur stjórnandi.
Ég held að þú ætti að fynna þér nýtt hobbí, biturleikinn lekur af skrifum þínum.
Kær Kveðja
@Kristján
Þekkir þú stjórnkerfi borgarinnar?
Vissir þú að stjórnkerfið virkaði á þann hátt sem það gerir?
Hvað er biturt við þessi skrif um skipulag embættismannakerfis Reykjavíkurborgar eins og það hefur verið undanfarin ár?
Sem betur fer höfum við sterka stjórnendur.
Hvað varð um bílastæða vælið?
@Friðrik
Hvaða áttu við?
Ef þú átt við pistla um skammarlega framkomu lögreglu og borgaryfirvalda gagnvart Víkingum – þar sem enginn vilji er að leysa einfalt mál á einfaldan hátt – þá eru þeir pistlar á sínum stað.
… og sé ekki annað en það séu fleiri að fletta ofan af hræsninni sem ríkir hjá borgaryfirvöldum.