Föstudagur 12.08.2011 - 19:55 - 33 ummæli

Lögreglufjáröflun Gnarrs í Víkinni

Framundan er væntanlega lögreglufjáröflun í boði Jóns borgarstjóra  í Víkinni. Disneymót Víkings og Arionbanka verður haldið á morgun.  800 til 900 börn 8 ára og yngri munu keppa. Líkur eru á að foreldrar og vinir hvaðan æfa að vilji koma og fylgjast með.

En þar sem einungis 60 lögleg bílastæði eru við Víkina – og Jón borgarstjóri vill ekki setja upp einföld bráðabirgðastæði á grasflötum kring um Víkina – þá er það næsta víst að einhverjir munu leggja ólöglega til að svíkja ekki börnin sín um að fylgjast með fótboltaleiknum.

Í ljósi reynslunar má búast við lögreglugeri með sektablokkina á lofti sækja í bíla ættingja barnanna – svona eins og mávagerið á Tjörninni sækir í brauðið sem ætlað er öndunum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (33)

  • Grímur Atlason

    Hvaða rugl er þetta í þér Hallur? Af hverju mega bílar leggja hvar sem er þegar svo ber við? Það er með ólíkindum að hlusta á fólk kvarta undan því að það finni ekki bílastæði 2 daga á ári. Ef allir eiga að finna bílastæði við hæfi þá getum við malbikað allt það sem grænt er og samt væri það ekki nóg. Kannski er bara betra að hafa þetta eins og í London eða Kaupmannahöfn hvar það kostar 20.000 kr. að leggja ólöglega og stöðumælasektin 10.000 kr.

    Ég vona að stöðumælaverðir Gnarr (veit ekki af hverju hann er hér skammaður) rukki sem víðast á morgun sem og aðra daga. Bílar eru ágætir en þeir eru ekki í fyrsta sæti og ekki númer tvö heldur.

  • Hallur Magnússon

    Grímur.

    Það er enginn að tala um að malbika eitt eða neitt.

    Ef þú ert með 5 ára stelpu í FH – sem á að spila í Víkinni kl. 9:00 á laugardagsmorgni – og þú ætlar að horfa á leikinn með 4 ára bróður hennar og 2 ára systur – hvernig ætlar þú að fara að því þegar alls eru 60 stæði – og allt að 2000 manns á svæðinu?

    Get lofað þér því að sú lausn löggunar – sem benti á mögulega laus 20 stæði við Sprengisand – hinum megin við erfiða umferðaæð – Bústaðaveginn – leysir ekki málið.’

    Reyndu ekki að benda á strætó!

  • Ætli það mæti nú 2000 manns klukkan níu?
    Eru ekki stæði líka við Fosvogsskóla? og Gróðrastöðina Mörk?
    Og held nú að hægt sé að komast yfir Bústaðaveginn, ekki koma 4 og 2 ára börnin akandi ein.

  • Svo má leggja í Kópavoginum og labba yfir. Með þjóð sem sífellt fitnar (ekki meint beint til þín :)) hefðu margir gott af göngutúrnum.

  • Hallur Magnússon

    @Einar Karl
    Nei, því miður eru engin stæði við Gróðurstöðina Mörk.
    Það eru einnig afar fá stæði við Fossvogsskóla.

    @Séra Jón.
    Hvar eru þessi stæði í Fossvogsdalnum Kópavogsmegin?

    Staðreynd málsins er einföld. Það vantar stæði við Víkina þegar stórir íþróttaviðburðir eru haldnir þar.

    En það er mjög einfalt að stórfjölga þeim þegar stórir íþróttuviðburðir eru haldnir að fjölve bílastæðum verulega með því að leifa TÍMABUNDIÐ að leggja á skipulegan hátt á grasflötum í kring um Víkina.

    En í stað þess er lögreglunni sigað á fjölskyldurnar með sektarheftið á lofti

  • Leggur við bónus í skeifunni.
    Svo er þetta 15mín labb yfir í víkina.
    Leggur við bússtaðarkirkju labbar yfir 7mín labb.

    Fullt af stæðum.. bara líta kringum sig og anda.

  • Hallur Magnússon

    Bónus í Skefifunni?
    Yfir 2 meginumferðaæðar og ganga 2,5 km?

  • Djöfulsin væl er þetta. Ó nei 2.5 kílómetrar! Hvernig lifir fólk það af?

  • Hákon Hrafn

    Voðalegt væl er þetta. Það tekur innan við mínútu að finna nokkur hundruð bílastæði sem eru innan við 1km frá Víkinni. Ef fólk getur ekki gengið 1km þá á það sennilega ekki vikuna sæla.

    http://ja.is/kort/#q=index_id%3A222426&x=361097&y=404790&z=9

  • Þetta er nú ekkert óleysanlegt vandamál og sú barnafjölskylda sem ekki stendur í flóknari úrlausnarvanda en að finna bílastæði er vel stödd. Maður einfaldlega skutlar barninu á leikinn og fer svo og finnur sér stæði og gengur tilbaka. Ef börn sem eiga að koma með á hliðarlínuna eru of ung til að rölta með frá bílastæðinu eða bíða með eldra systkini á meðan bílnum er lagt þá eru þau of ung til að koma með.

  • Grímur Atlason

    Hallur mér þykir eiginlega bara sorglegt að þetta skuli yfir höfðuð vera umkvörtunarefni. Skipulagsmál eru í heildina í rugli hér í borg og ekki síst fyrir þær sakir að út um allt eru svæði þar sem 1-2svar á ári koma fleiri en 300 manns þar saman. Þegar það gerist ætlar allt um koll að keyra vegna bílastæðaskorts og komment eins og þetta: Ekki benda á strætó! er skotið inn.

    Ég legg til að þið Víkingsmenn setjið gadda á götur í 500 metra radíus í kringum Víkina og auglýsið að það sé bíllaust svæði. Vittu til – þá fyrst mætir fólk á völlinn! Ég kom einmitt á svona vormót með drengnum mínum um daginn og allt var þar dásamlegt nema kaffið sem var helst til þunnt….

  • Hilmar Sigurðsson

    Væri ekki bara gott að fylgja ráðum Víkinganna sjálfra sem greinilega eru skrefinu á undan Halli? Ef síðan Hallur og aðrir heimamenn ganga eða hjóla á mótsstað, ætti þetta að vera hið minnsta mál. Þetta er jú hverfisliðið, ekki satt? http://www.vikingur.is/media/documents/Bilastaedi_vid_Vikina_eru_ad_finna_a_eftirfarandi_stodum0.docx

  • Hallur Magnússon

    Grímur.

    Það hafa í sumar verið vikulega atburðir þar sem yfir 1000 þúsund manns hafa mætt í Víkinga. Fyrir þann mannfjölda eru 60 bílastæði.´ Það sér hver heilvita maður að það er of lítið. Það er svo yndislega einfalt að merkja tímabundin stæði á svæðinu til að leysa málið.

    En það má ekki lengur leysa mál. Bara siga löggunni á þá sem komust ekki í þessi 60 stæði. Reyndar er löggan nýlega byrjuð á að hundelta fólk sem leggur við Víkina.

    @héðinn.

    Hvar ætlar þú að finna þér stæði eftir að hafa skutlað barninu þínu í Víkina?

    @Hákon Hrafn.

    Það er ekki rétt að þú getir fundið 100 stæði neðan Bústaðavegs. Það vill svo til að það býr fólk í Fossvoginum og það á bíl sem vill svo til að er lagt í bílastæði við íbúðarhúsin. Það er ekki nema rétt rúmlega 1 stæði á íbúð á svæðinu – og ekki staflar þú bílum í íbúðagötur frekar en í 60 stæðin við Víkina.

    Grímur.

    Það er rétt að skipulagsmál í borginni mættu vera betri. Til dæmis bílastæðamál við Víkina.

  • Hallur Magnússon

    @Hilmar.

    Það er nákvæmlega það sem Víkingar gera – þeir ganga eða hjóla í Víkina. Enda búa þeir nærri. Málið er að það er ekki nema brot af þeim sem taka þátt í 800 manna móti í Víkinn sem koma frá Víking.

    Hélstu virkilega að ég væri að hugsa um mig – sem býr nærri og geng eða hjóla alltaf á leiki í Víkinni?
    Málið er bara ekki svo einfalt. Það ahfa ekki allir tök á því!

    Ætlar þú að láta FH-ingana ganga úr Hafnarfirði?

  • Gaman að Gnarrinn er kominn aftur.

    Taktu strætó

  • Magnús Björgvinsson

    Hallur er ekki málið að það hafi verið út í hött að byggja upp svona íþróttaaðstöðu á svæði þar sem ekki er pláss fyrir fleiri bílastæði en þetta? Og þá líka að skipuleggja mót á svæði sem getur ekki tekið á móti svona fjölda? Finnst þessi árátta að þessi og hinn viðburður eigi rétt á undanþágu ekki ganga upp. Því að þá er komið að spurningu um jafnræði. T.d. útsölur í Kringlunni og öll stæði full á þá fólk rétt á að leggja upp á umferðareyjum? Próf í Háskólanum og öll stæði full á þá fólk rétta að leggja upp á umferðaeyjum eða út fyrir veg í Vatnsmýri? Tónleikar í Austubæ á þá fólk rétt á að leggja upp á gangstéttum því það eru svo fá bílastæði?
    Sýnist að Víkingar bendi sjálfir á stæði í næsta nágreni báðum megin við Víkina sem eru í göngufæri við völlinn.

  • Friðrik Tryggvason

    Strætó úr hafnarfirði 45 mínútur. Krakkar hafa miklu meira gaman af strætó heldur en bílum.

  • Óðinn Þórisson

    Svona mót á að halda á Hlíðarenda – fallegasta svæðið og nóg af bílastæðum.

  • Hallur Magnússon

    @magnús.

    Það var Reykjavíkurborg sem ákvað að bjóða Víking aðstöðu í Víkinni í stað aðstöðunnar við Hæðagarð. Auðvitað átti þá strax að gera ráð fyrir bílaumferð og möguleikum á bílastæðum.

    Það er búið að byggja upp íþróttamannvirki í Víkinni fyrir milljarða. Þar átti að sjálfsögu frá byrjun að gera ráð fyrir bílaumferð – en staðsetning Víkurinnar – og sú ákvörðun borgaryfirvalda að leyfa ekki gegnumkeyrslu í suður til Kópavogs – þar sem áður ver gata – hefur sett umferðamál við Víkina í algerlan ólestur.

    Reyndar hefur þetta ekki verið stórt vandamál – fyrr en nýlega – því lögreglan er einungis nýlega farin að sekta bíla sem lagt er snyrtilega og hættulast á grasflötum við Víkina.

    Einfaldasta lausnin er að leyfa tímabundið að leggja á grasflatir við Víkina. Það er einfalt að skipuleggja slíkt – og Víkingar meira en réiðubúnir að setja upp slíkar afmarkanir fyrir sórviðburði.

    @óðinn.

    Þú hittir einmitt naglan á höfuðið. Íþróttafélögum er ILLILEGA mismunað – því Reykjavíkurborg tryggir Valsmönnum næg bílastæði – en þjarmar að Víkingum með hjálp lögreglu.

    @Friðrik.
    … og Njarðvíkingarnir sem eru að spila – hvaða strætó eiga þeir að taka?

    Hvað er vandamálið við það að setja upp einföld bráðabirgðastæði á grasflötunum við Víkina þegar stórviðburðir fara þar fram?

  • Hákon Hrafn

    Takk fyrir svarið Hallur.
    Ég sagði að þú gætir fundið nokkur hundruð bílastæði sem væru í innan við 1000m radíus.

    Það stendur ennþá en þú talar bara um stæði neðan Bústaðavegar. Skoðaðu kortið.

    Landið þarna í Fossvoginu er dýrmætt, ekki sóa því undir bílastæði. Risabílastæði eru ljót, standa auð meira og minna allt árið og minnka verðmæti svæðisins.

  • Hallur Magnússon

    … og nú er ég að fara með 7 ára stelpuna mína Víkina – eðlilega hjólandi sem ég hefði gert hvort sem það væru bílastæði eða ekki – en amman og afinn terysta sér ekki að ganga þær vegalengdir sem þarf til að komast hjá sekt …

  • Hallur Magnússon

    Hákon Hrafn.

    Við erum ekki að tala um varanleg bílastæði – heldur tímabundið leyfi til að leggja á grasbalana við Víkina

  • @ Grimur Atlason. Það er svo merkilegt með þetta mikið vinstri-sinnaða fólk að það er stöðugt að segja okkur hinum hvernig hlutirnir séu í útlöndum. Það góða við íslenskt samfélag hefur lengst af verið að hér hefur verið beitt mannlegu innsæi og reynt að sýna almenningi ákveðna þolinmæði þegar um er að ræða hagsmuni fjöldans eins og um er að ræða í því tilviki sem Hallur nefnir hér. En nú er öldin önnur, nú ráða gamlir kommar bæði hjá Borg og ríki og þá vaknar upp allskonar fólk sem til þessa hefur haft hljótt um sig en getur nú ekki lengur hamið ofstjórnunartilhneigingu sína. Þetta fólk á það allt sameiginlegt að það fékk andlegt áfall þegar draumríki gömlu kommanna féll í austrinu en hefur nú fært sig yfir í að dásama ofstjórnina og ráðríki stjórnvalda í Svíþjóð og öðrum löndum Skandinavíu. Eftir kynni mín af búsetu í Svíþjóð er það skelfileg tilhugsun ef viðhorfin sem þar eru ríkjandi verða innleidd hér á landi.

  • Magnús Birgisson

    Svolítið spaugilegt að þeir sem telja þetta „ekkert mál“ geta allir bent á stæði sem eru í eigu annarra og nýtt af þeim…Bónus, Gróðrarstöðvar, kirkju og einkaheimila í nágrenni við Víkina.

    Ég nýtti heimasíðu Strætó til þess að finna bestu leiðina til að nýta þjónustu stætó og vera mættur með börnin á fyrsta leik kl. 9 í Víkina en ég bý í Grafarholtinu.

    Í stuttu máli…það er ekki hægt…vagninn gengur ekki svo snemma um helgar.

    Þar fyrir utan…er ekki vandamálið einfaldlega það að stæðin eru ókeypis ? Er nokkuð óeðlilegt að greiða 1-2þ fyrir stæði fyrir bíl við Víkina yfir eina helgi eða 250 kall yfir einn leik í 1. deildinni ? Tekjurnar myndu væntanlega þýða að bæði er hægt að fjölga stæðum svo og fækka fjölda þeirra sem vilja nýta sér þau.

  • Er ekki lausnin sú að halda þessa viðburði þar sem er nóg af bílastæðum?
    Þarf endilega að vera með þetta í íbúðahverfum?

  • Grímur Atlason

    Aftur má lesa foráttuheimskuna: Grímur og vinstrisinnarnir vaða uppi með öfgana á móti góða fallega fólkinu sem ann frelsinu.

    Að öllu gamni slepptu – Þetta er bara píp og frekja sem verður að stoppa: Reykjavík er eitt stórt bílastæði og þegar skoðað er það magn lands sem fer undir umferðarmannvirki þá kemur í ljós að Houston í Texas er á pari við höfuðborgina. Reykjavík er sorglegt skipulagsafrek einkabílismans – þeir sem voga sér að benda á þessa staðreynd og hafna frekjunni þurfa sínkt og heilagt að sitja undir því að vera mussukommar á móti öllu!

    Labbiði í Víkina. Byrjiði á að keyra afa og ömmu og leggið síðan ca. 500 metra frá herlegheitunum. Labbið aftur þegar leik er lokið og náið í bílinn og í afa og ömmu ef þau geta ekki gengið. Einbeitið ykkur síðan að því að gagnrýna það sem gagnrýni er vert!

  • @ Grímur Atlason. Ég hef lesið blogg þitt og fylgst með verkum þinum og það er ekki um að deila að þú virðist haldinn þeirri þráhyggju að þú getir sagt öðru fólki hvað því sé fyrir bestu. Í sanngjörnu og umburðarlindu þjóðfélagi þá er og á að vera pláss bæði fyrir þá sem vilja fara allar sínar leiðir akandi eins og yfirgnæfandi meirihluti Reykvíkinga vill og svo hinna sem kjósa að ganga eða nota almenningssamgöngur. Það er alveg stórfurðulegt hvað það fólk sem notar niðurgreiddar almenningssamgöngur er mikið fyrir að gagnrýna hina sem borga bæði fyrir eigin samgöngur sem og ferðamáta hinna. Fulltrúar ofstækisins í borgarstjórn Reykjavíkur hvort heldur er VG eða trúðaflokkurinn eru duglegir að predika að fólk hjóli eða noti strætó í stað einkabíls, en hvað gerir sama fólk sjálft? Jú það notar einkabíla til að komast leiðar sinnar. Þetta kalla ég hræsni. Mikið væri nú gott ef borgarfulltrúar skildu að hlutverk þeirra er að „þjóna“ umbjóðendum sínum í stað þess að reyna stöðugt að neyða fólk til einhvers sem það vill ekki.

  • Jón Guðmundsson

    Voðalegt væl er þetta. Það tekur innan við mínútu að finna hundruðir bílastæða sem eru innan við einn km frá Víkinni.

    Ef fólk getur ekki gengið nokkur hundruð metra þá á það sennilega frekar heima á viðeigandi stofnun en á fótboltamóti.

    Ég er hjartanlega sammála Grími Atlasyni, Reykjavík er skipulagsslys, eitt heljarinnar bílastæði.

  • Hákon Hrafn

    Heiða, það er staðreynd að í borg er einfaldlega ekki pláss fyrir alla þá sem vilja fara allar sínar ferðir á einkabíl.
    Það er langt síðan að aðrar þjóðir komust að því en við Íslendingar teljum okkur auðvitað geta búið til borg þar sem allir geta keyrt og lagt þar sem þeim sýnist. Það er enginn kommúnismi að benda á það en gríðarleg tregða að neita að horfast í augu við það.

    Niðurstaðan er Reykjavík sem er auðvitað ekki borg heldur samansafn íbúðahverfa með hraðbrautum á milli og hraðbrautum inn í hverfunum.

    Eins og Magnús bendir á þá er leiðarkerfi Strætó lélegt. Það væri auðvitað mun betra ef fleiri notuðu strætó en þessir fleiri vilja auðvitað fá að leggja innan við 10 metra frá næsta áfangastað og þess vegna er þetta svona. Auk þess bendir Magnús á að þessi stæði eru ekki ókeypis þó þeim sé úthlutað frítt.

  • @ Hákon. Reykjavík er með nægjanlegt landrými til að að tryggja að hér sé draumaðstaða fyrir þann stóra meirihluta sem einfaldlega VILL nota einkabíl til að komast leiðar sinnar. Hvort Reykjavík er borg eða ekki ræðst ekki af því hversu dreifð byggðin er en ef svo væri mætti með sömu rökum segja að Los Angeles sé ekki borg heldur klasi af litlum þorpum. En er annars nokkuð að því að byggð samanstandi af mörgum litlum “ þorpum“ frekar en þéttri byggð þar sem þéttleiki næst einungis með því að koma sem flestum fyrir í stórum blokkum. Í Svíþjóð þar sem ofstjórnunartilhneiging er allsráðandi, lentu menn í þeim vanda að fólk var hætt að rata í íbúðina sína / „skókassan“ sinn því allt umhverfi skyldi steypt í sama mót. Sú er þetta ritar lifði fyrstu 30 ár ævi sinnar í hefðbundnum fjöldaframleiddum steinkassa í Vesturbæ Reykjavíkur en býr nú í vinalegu og gróðursælu úthverfi eins og það er kallað og þvílíkur munur á því hversu þar er betra að búa en á Högunum forðum. Aðalatriðið er þó að fólk viðurkenni mismunandi þarfir hvors annars. Ef einhverjir bóhemistar vilja bar búa í Vesturbæ eða miðbæ og vinna þar líka og fara á hjóli í vinnuna þá virði ég þá afstöðu en ætlast um leið til að aðrir virði sjónarmið þeirra sem hreinlega “ elska “ að aka góðum bíl til vinnu á hverjum morgni. Gefum gömlum „afturhaldskommatittum“ frí.

  • Hallur Magnússon

    Frábært mót í Víkinni í dag!

    Skipulagið til fyrirmyndar – umgjörðin frábær – og ég verð að hrósa Arion banka og samstarfsaðiljanum Anders and & co fyrir þeirra frábæra framlag!

    Mér er meinilla við Arion – þannig að hrósið nú er alvöru hrós.

    Umferðaskipulag var til mikillar fyrirmyndar – umferð beint af röskum Víkingum í ÖLL möguleg lögleg stæði á svæðinu – en þrátt fyrir það – þá neyddust margir að leggja „ólöglega“. Það var hins vegar skipulag þannig að „ólögleg“ lögn var snyrtileg og skapaði ENGA hættu!

    Svarthvítu mávarnir komu í morgun – en ákváðu að hverfa á braut þegar þeir sáu hversu gott umferðaskipulagið var – og ákváðu að láta Víkina í friði í þetta skiptið.

    Löggan á þökk skilið fyrir það.

    Hins vegar sannar þetta mót hversu einfalt það er að skipuelggja góð, hættulaus og skaðlaus „ólögleg“ stæði við Víkina – stæði sem ættu náttúrlega að vera lögleg tímabundið á stórviðrburð sem þessu.

    Víkingar sýndu að þeir geta haft stjórn á umferðamálunum og tryggt öryggi. Treysti á Jón borgarstjóra að endurskoða fáránlega afstöðu borgaryfirvalda – og heimila á dögum sem þessum undanþágu frá reglum um lögleg bílastæði – með því að Víkingar tryggi í samsvinnu við lögrelgu trausta stjórn og öryggi í umferðamálum á svæðinu.

  • Hilmar Sigurðsson

    Gott að sjá að allt gekk vel og Víkingar eiga sannarlega hrós skilið. Algjörlega til fyrirmyndar Víkingar!
    „Allt fór vel og skildu þeir vel sáttir löggæslumennirnir vélríðandi og umferðarstjórarnir með músahjálmana. Það sem meira er, umferðarstjórnin var svo pottþétt að enginn gestur mótsins fékk sekt fyrir að leggja ólöglega, svo vitað sé.“
    – af síðu Víkinga
    Gott fordæmi og sýnir að það er algjör óþarfi að láta út úr sér gífuryrði fyrirfram og ætla öðrum eitthvað á annarlegum forsendum.

  • Nú er búið að bæta við haug af álagsstæðum við Víkingsheimilið og því ætti að vera leikur einn að leggja löglega en hvað gerist?

    http://www.facebook.com/photo.php?v=10151068178569299

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur