Laugardagur 13.08.2011 - 21:12 - Rita ummæli

…í Súdan og Grímsnesinu

Þegar rætt er um Súdan kemur fyrst upp í hugan áralöng borgarastyrjöld, morð og ótrúleg grimmd – sem vonandi fer að minnka nú þegar friðarsamningar hafa náðst og nýtt ríki Suður-Súdan er að skapast.

Það var því nánast frelsandi að horfa á þátt Al-Jazeera um tónlist í Súdan.

Fallega og fjölbreytta tónlist sem unun var að hlusta á.

Sumir textarnir og lögin hefðu getað verið flutt á Omega sem kristin tónlist – einungis ef orðinu „Allah“ hefði verið skipt úr fyrir orðið „God“ eða „Jesus“. Boðskapurinn var sá sami.

Aðrir textar og lög voru veraldlegri. Fjölluðu um ástina, fjölskylduna, von um góða framtíð – og börnin!

Í stað þeirrar sorgar sem fréttir frá Súdan undanfarinna ára af hafa kallað fram vegna blóðugs ofbeldis og hundursneyða af mannlegum völdum – þá kallaði þátturinn og tónlistin fram von!

… og þá rifjaðist upp eitt af mannlegustu ljóðum Íslandssögunnar – orð Tómasar:

„Mér dvaldist við hennar dökku fegurð.
Samt dáðist ég enn meir að hinu,
hve hjörtum mannanna svipar saman,
í Súdan og Grímsnesinu.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur