Föstudagur 26.08.2011 - 08:47 - Rita ummæli

Besta götuhátíð Rauðagerðis

Besta götuhátíð Rauðagerðis hingað til verður haldin á leikvellinum í Rauðagerði á morgun laugardag. Götuhátíðin verður pottþétt sú besta fram að þessu þar sem hún verður sú fyrsta sem haldinn er í Rauðagerði.

Nokkrir íbúar í götunni hafa á undanförnum árum rætt um að halda slíka götuhátíð en ekki orðið af því frekar en nú.

Þetta verður engin 2007 götuhátíð heldur látlaus hátíð a la 2011.  Krakkarnir fá að leika sér í „heimasmíðuðum“ leiktækjum frá ÍTR sáluga. Fullorðnir spjalla um landsins gagn og nauðsynjar – og allir sporðrenna grilluðum pylsum – en 140 pylsur bíða þess að komast á grillið!

Það er ýmislegt að ræða á götuhátíðinni – enda miklu skemmtilegra að ræða brýn málefni íbúða götunnar á götuhátíð en á leiðinlegum hefðundnum innifundum.

Og málefnin eru nokkur:

  • Það þarf að þrýsta á borgina að setja upp hljóðmön við Miklubrautina neðan Rauðagerðis eins og samþykkt hefur verið af borginni að gera
  • Það þarf að taka á hraðakstri í Rauðagerðinu þar sem fjöldi barna býr og leikur sér.
  • Það þarf að finna farsæla lausn á bílastæðavanda og slysahættu sem skapast þegar viðburðir eru í Tónlistaskólanum sem staðsettur er við þessa miklu íbúagötu.
  • Það þarf að taka afstöðu til nágrannavörslu.
  • Það þarf að ákveða hvort Rauðgerðingar vilji taka rólóinn í Rauðagerðinu í fóstur.

Það gerist nefnilega ekkert af sjálfu sér. Því þurfa Rauðgerðingar að taka saman höndum og vinna að framgangi götunnar.

Það er hægt – eins og sannaðist þegar slysagildru við Miklubraut við enda nágrannagötunnar Tunguvegar var loks lokað eftir hvassa umfjöllun í pistli á netinu – eins og sjá má hér: „Slysagildru lokað“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur