Jóhanna og Steingrímur J. halda því fram að allt sé á uppleið. Það er rangt.
Bjarni Ben og Sigmundur Davíð halda því fram að allt sé í kaldakoli. Það er rangt.
Staðan er ekki svarthvít. Hún er grá.
Það er rétt hjá Jóhönnu og Steingrími J. að ýmislegt hefur áunnist.
Það er rétt hjá Bjarna Ben og Sigmundi Davíð að ríkisstjórninni hefur mistekist á mörgum sviðum.
Það er hins vegar ekki ástæða til að velta sér um of upp úr þessari gráu stöðu – heldur eiga þau Jóhanna, Steingrímur J., Bjarni Ben og Sigmundur Davíð að taka höndum saman og vinna á heiðarlegan hátt þjóðina út úr þeim vandræðum sem hún er í.
Sæll Hallur.
Þetta er eiginlega svo einfalt, að það ætti ekki að þurfa að taka fram. En merkilegt nokk er þessi stutti pistill þinn bráðnauðsynlegt innlegg.
Ég veit frá fornu fari að þú ert maður sviphreinn og nú er ég reyndar ekki frá því að séra Baldur hafi rétt fyrir sér um hitt atriðið líka 🙂
I have a dream!!