Miðvikudagur 07.09.2011 - 12:12 - 5 ummæli

Óhreinu börnin Framsóknar-Evu

„Eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórnmálanna á hverjum tíma er að leita þjóðarsáttar um grundvallarutanríkismál og samskipti við erlendar þjóðir. Málefnið tekur til fullveldis þjóðarinnar og afstaða Íslendinga á að mótast af sjálfstæðum vilja og metnaði okkar sem frjálsrar þjóðar.“

Þannig hefst samantekt Evrópunefndar Framsóknarflokksins sem skilað af sér skýrslu eftir gríðarmikið starf árið 2007.  Starf Evrópunefndarinnar var eðlilegt framhald af heilbirgði og ítarlegri framtíðarsýn Framsóknarflokksins sem Evrópunefnd flokksins hafði lagt fram í skýrslu sinni árið 2001 og ég skrifaði um í síðasta pistli.

Evrópunefnd Framsóknarflokksins árið 2007 komst að þeirri niðurstöðu að  í ljósi mikilvægis væri rétt að skoða sérstaklega tiltekna málaflokka sem gjarnan eru ofarlega á baugi hérlendis þegar Evrópumál bar á góma. Þessir málaflokkar voru sjávarútvegur, landbúnaður, gjaldeyrismál og öryggis- og varnarmál.

Evrópunefndin setti því fram  tillögu að samningsmarkmiðum í þessum málaflokkum.  Samantekt samningsmarkmiðanna var

MYNTBANDALAGIÐ

Jafnvægi í þjóðarbúskapnum er forsenda þess að Íslendingar geti átt raunhæft val á milli evrunnar og íslensku krónunnar. Slíkt jafnvægi er líka grundvöllur þess að unnt sé að láta af hendi sjálfstæða peningamálastefnu. Í aðildarsamningi yrði því að vera til staðar ákvæði sem gæfu íslenska hagkerfinu það svigrúm og þann aðlögunartíma sem talinn er nauðsynlegur til að undirbúa þátttöku í myntbandalaginu.

SJÁVARÚTVEGUR

• Tryggð verði full yfirráð Íslendinga yfir auðlindum í efnahagslögsögu landsins.

• Virk aðkoma Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu ESB í framtíðinni verði tryggð.

• Tryggt verði að hlutfallslegur stöðugleiki haldist þegar úthlutanir færast á yfirþjóðlega stigið.

• Horft verði til þjóðhagslegs mikilvægis atvinnugreinarinnar.

• Tryggð verði sjálfbær nýting á auðlindinni.

• Heimilt verði að setja lög um efnahagsleg tengsl milli útgerðar og vinnslu við heimahöfn skips, auk ákvæða sem binda heimildir til að fjárfesta í sjávarútvegi við búsetu.

• Íslandi verði tryggt áframhaldandi forræði í samningum við lönd utan ESB um veiði úr sameiginlegum stofnum.

LANDBÚNAÐUR

Landbúnaðinum verði gefið svigrúm til aðlögunar sérstaklega með tilliti til ólíks styrkjakerfis og hnattrænnar stöðu.

• Tryggt verði áframhaldandi sjálfræði Íslendinga í sjúkdómavörnum.

• Tryggður verði byggða-, umhverfis-, atvinnu-, og nýsköpunarstuðningur til dreifbýlla svæða.

• Heimilt verði að ríkisstyrkja landbúnaðinn umfram þann stuðning sem ESB veitir líkt og gert er í Finnlandi.

• Ákvarðanir um framleiðslustýringu verði áfram í höndum Íslendinga.

• Láta á það reyna hvort sérstaða Íslands verði viðurkennd samanber ákvæði í 2. málsgreinar 299. gr. í aðalsáttmála ESB.

• Hagsmunir vistvænnar landbúnaðarframleiðslu verði hafðir að leiðarljósi.

UTANRÍKIS-, ÖRYGGIS- OG VARNARMÁL

Ísland taki fullan þátt í sameiginlegri utanríkis- og öryggismálastefnu ESB en að tillit verði tekið til annarra stoða í öryggis- og varnarmálum Íslendinga.  

Skýrslur Evrópunefndar Framsóknarflokksins 2001 og 2007 voru þar til nýlega aðgengilegar á vefsíðu Framsóknarflokksins. Þær hafa nú verið fjarlægðar enda á sú heilbrigða sýn sem þar kom fram á samband Íslands og Evrópu ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim sem ráða Framsóknarflokknum í dag. Þar hafa þeir sem vilja aðildarviðræður að Evrópusambandinu og að þjóðin taki ákvörðun um aðild eða aðild ekki á grunni aðildarsamnings verið ofsóttir og fjölmargir gefist upp á flokknum og farið.

En þökk sé Vefsafni Árnastofnunar þá eru skýrslurnar ennþá aðgengilega fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar og þá sem hafa áhuga á að kynna sér þessar merku skýrslur sem varpa ekki einungis ljósi á þá vönduðu umræðu um Evrópumál sem áður fór fram í Framsóknarflokkinn – heldur einnig það mikla, lýðræðislega málefnastarf sem haldið var uppi í flokknum.

Slóðirnar á skýrslurnar tvær fylgja hér á eftir:

Skýrsla Evrópunefndar Framsóknarflokksins 2001

Skýrsla Evrópunefndar Framsóknarflokksins 2007

Læt einnig fylgja tvær aðrar skýrslur sem núverandi ráðamenn Framsóknarflokksins hafa afmáð að vef Framsóknarflokksins. Annars vegar skýrsla Stjórnarráðsnefndar frá árinu 2007 – en í þeirri skýrslu fylgir fullunnið frumvar að breytingum á Stjórnarráðinu – þar sem lagðar eru til róttækar breytingar. Hins vegar skýrsla Gjaldmiðilsnefndar frá árinu 2008 sem ekki fellur ráðmönnum Framsóknarflokksins í geð í dag:

Skýrsla Stjórnarráðsnefndar Framsóknarflokksins frá árinu 2007

Skýrsla Gjaldmiðilsnefndar Framsóknarflokksins frá árinu 2008

Kveðja

Hallur Magnússon – BA Sagnfræði og þjóðfræði

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Eyjólfur Kristjánsson

    Vildi bara benda á að það er sami hlekkurinn á bak við bak við bæði

    Skýrsla Stjórnarráðsnefndar Framsóknarflokksins frá árinu 2007
    og
    Skýrsla Gjaldmiðilsnefndar Framsóknarflokksins frá árinu 2008

    Þ.e vantar hlekkin fyrir Gjaldmiðla skýrsluna.

  • Það er hægt að óska eftir hverju sem er. Regluverk ESB er óumsemjanlegt. Þessi aðlögunarsamningur snýst eingöngu um einmitt það, aðlögunina og litlu tímabundnu undanþágurnar fyrir hana.

    „First, it is important to underline that the term “negotiation„ can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing af the candidate´s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them.

    And these rules ( also known as „acquis“, French for „that which has been agreed“) are not negotiable. For candidates it is essentially a matter of agreeing how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate´s implementation of the rules.“

    Þessi ESB-umsókn er byggð á lygaáróðri frá upphafi. Þjóðin á að ákveða hvort farið er í aðlögunarferli ESB eða ekki. Punktur. Allt væl um að fá að sjá aðlögunarsamning til að lýðræðið njóti sín er lýðskrum af verstu sort, og til skammar.

  • Hallur Magnússon

    @Eyjólfur
    Takk fyrir ábendinguna. Það er kominn réttur hlekkur. Þessi skýrsla Gjaldmiðilsnefndar er merkileg og góð! Skil ekki af hverju þeir sem ráða Framsókn núna vilja fela hana!!!

  • Hallur en og aftur með Framsókn á heilanum 🙂

  • Hallur Magnússon

    Heiða.

    Þótt þú hafir komið að Framsókn með SDG – þá var ég rúman aldarfjórðung í flokknum. Ég er stoltur af þeim verkum sem ég tók þátt í þann tíma og þeirri opnu lýðræðiselgu umræðu sem þar fór fram.

    Ég hef nú hætt í Framsóknarflokknum – enda tel ég hann á rangri leið.

    En ólíkt núverandi ráðamönnum sem virðst ekki þola það góða starf og þá metnaðarfullu vinnu sem var áður var unnið í flokknum – og reyna að láta lykilskýrslur hverfa – þá er sú vinna ein ástæða þess að ég tók þátt í flokksstarfinu.

    Sumir – í þínum ranni – hafa að undanförnu látið eins og að sú vinna og stefnumótun sem unnin var – og kemur fram í þeim skýrslum sem ég er að draga fram á sjónarsviðið – hafi ekki verið unnin á þeim breiða grunni sem raunir var. Sömu aðiljar reyna að láta sem um „lítinn háværan minnihlutahóp“ hafi verið að ræða. Það er alrangt – og því rétt að draga fram RAUNVERULEIKAN eins og hann var.

    Veit að það fer í taugarnar á þér – og sumum öðrum – en það verður bara að hafa það 🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur