Sunnudagur 02.10.2011 - 22:57 - 5 ummæli

Sterk staða frjálslyndra

Sigurvegarar dönsku þingkosninganna hinir frjálslyndu Radikale Venstre hafa sterka stöðu í nýrri ríkisstjórn Danmerkur auk þess sem þeir hafa sem betur fer náð mörgum frjálslyndum baráttumálum sínum fram í stjórnarsáttmála hinnar nýju ríkisstjórnar Jafnaðarmannaflokksins, Radikale Venstre og Sósíalíska þjóðarflokksins.  Sem betur fer fyrir Danmörku.

Hinn glæsilegi foringi danskrar jafnaðarmanna forsætisráðherrann Helle Thorning-Schmidt leiðir eðlilega ríkisstjórnina, en Margrethe Vestager formaður Radikale Venstre hefur verið skilgreind sem næstráðandi og staðgengill Helle Thorning-Schmidt.  Margrethe Vestager mun gegna embætti efnahags og innanríkisráðherra en leiðtogi SF Villy Søvndal verður utanríkisráðherra.

Það vekur athygli að kirkjumálaráðherra Dana hótaði að segja sig úr dönsku þjóðkirkjunni fyrr á árinu. Hinn indversk ættaði Manu Sareen er einn sex ráðherra Radikale Venstre. Ástæða þess að Manu Sareen vildi segja sig úr þjóðkirkjunni var sú niðurstaða kirkjunnar að heimila ekki samkynhneygðum að gifta sig í dönsku þjóðkirkjunni.

Það verður spennandi að sjá samskipti hins frjálslynda kirkjumálaráðherra og dönsku þjóðkirkjunnar!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Hefur þessi „indversk ættaði“ Manu Sareen tjáð sig opinberlega um stöðu þeirra „óhreinu“, á Indlandi fólkið sem tilheyrir lægstu stétt Indlands og sem er forsmáð af öðrum indverjum ? Já Hallur það er gott að vera voða mikið frjálslyndur þegar maður býr í Danmörku, sparka í kirkjuna fyrir að falla ekki í stafi yfir giftingarþusinu í hommum og lesbíum en þegja svo þunnu hljóði um þau skelfilegu mál sem eiga sér stað í upprunalandi viðkomandi.

  • Þetta verður allt saman mjög spennandi. Hinn sósíaldemókratíski forsætisráðherra á enn eftir að útskýra skattafiff sín í gegnum árin og af hverju hún vill að fólk noti umhverfisvænar samgöngur í vinnuna þegar hún hefur alltaf keyrt (á þýskleigða bílnum sínum) þessa 4km frá Østerbro til Christiansborg.

    Svo verður líka gaman að fylgjast með hinum eiturhressa Villly Søvndal spreyta sig sem utanríkisráðherra, en maðurinn er nær ótalandi á erlend tungumál. Um slík dæmi verður vart þverfótað á t.d. youtube.

    Svo verður líka gaman að sjá stuðningsflokk ríkisstjórnarinnar, Enhedslisten spreyta sig. Þau eru hreinræktaðir sósíalistar, ef ekki kommúnistar, og eitt af baráttumálum þeirra var að þjóðnýta Maersk og Lego. Jafnframt vildu þau banna búsetaréttseigendum að veðsetja eign sína, en Johanna Schmidt-Nielsen situr í slíkri íbúð veðsettri upp í rjáfur. Þegar hún var spurð af hverju hún má en hinir ekki, þá var svarið að hana langaði til þess og þess vegna væri þetta allt í lagi.

    Danmörk er í toppmálum….

  • Hallur Magnússon

    @Tómas

    Sem betur fer eru áhrif hinna frjálslyndra Radikale Venstre mikil í ríkisstjórninni vegna stórsigurs þeirra í þingkosningunum. Ekki gleyma því heldur að Radikale Venstre og Venstre gerðu með sér samkomulag fyrri koningar um ákveðið samstarf – óháð því hvort hvor flokkurinn yrði í ríkisstjórn. Það eru því líkur á að hluti þingmanna Venstre muni koma til aðstoðar þegar Enhedslistinn missir sig….

    … þess vegna er staða frjálslyndra afara sterk í hinni nýju ríkisstjórn. Sem betur fer.

  • Hallur Magnússon

    @Heiða.

    Veistu – ég geri fastlega ráð fyrir að Daninn Ranu Sareen hafi tjáð sig um það stéttskipta samfélag sem foreldrar hans koma úr. Efast um að það hafi verið talið fréttnæmt í Danmörku. Hins vegar varð það fréttnæmt þegar hann hótaði að segja sig úr þjóðkirkjunni.

    Þá er skipan hans sem kirkjumálaráðherra vísbending um að ríkisstjórnin stefni að aðskilnaði ríkis og kirkju. Eðlilega.

    Enda guðfræðingur í SF kominn í fýlu.

  • Guðfræðingurinn skaut nú yfir markið, Manu Sareen er enn í þjóðkirkjunni. Hins vegar hugleiddi hann það að segja sig úr en Søren Pind af öllum mönnum taldi honum hughvarf. Sagði að ákvarðanir teknar í bræði væru sjaldnast góðar.

    En já, það ber að þakka fyrir að RV komust með, þetta verður þá ekki alsvart.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur