Mánudagur 03.10.2011 - 15:41 - 4 ummæli

Sósíalistinn lækkar skatta!

Sósíalistinn Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Íslands ætti að taka til fyrirmyndar sósíalistann Thor Möger Pedersen sem í dag tók við embætti skattamálaráðherra Danmerkur.

Hinn 26 ára skattamálaráðherra úr Sósíalíska þjóðarflokknum systurflokki VG gerir sér – andstætt Steingrími J. – fullkomlega ljóst að hófleg skattheimta á atvinnulífið tryggir aukin umsvif atvinnulífsins og þar af leiðandi tryggar skatttekjur – meðan skattpíning drepur atvinnulífið, eykur svartra vinnu og dregur úr tekjum ríkisins.

Eftirfarandi frétt má lesa á vef danska ríkissjónvarpsins:

„SF’s nye skatteminister starter jobbet med et meget konkret løfte til landets boligejere. Thor Möger Pedersen lover nemlig, at boligskatterne ikke kommer til at stige under ham.

– Jeg kan garantere, at boligskatten ikke bliver hævet, siger Thor Möger Pedersen, der med sine kun 26 år bliver Danmarks yngste minister nogen sinde.

Sænke skat på arbejde
SF-kometens første store opgave bliver at stå i spidsen for en skattereform, der skal sænke skatten på arbejde markant.

– Det bliver en skattereform med en bred palet af virkemidler. Den skal være social velafbalanceret, den skal sænke skatten på arbejde markant, og skal være fuldt finansieret, siger den nye skatteminister.

Ingen millionærskat
Det ligger fast, at skattereformen ikke kommer til at omfatte den omstridte millionærskat på de højeste indkomster, og at bankskatten også er droppet efter krav fra De Radikale. Det er prisen for at få et regeringsgrundlag, som alle tre partier kunne nikke ja til.

 – Vi ville have et bredt forlig, og det har vi fået. Derfor er jeg ikke skuffet over, at millionærskatten og bankskatten er gledet ud, siger Thor Möger Pedersen.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Sveinn Ólafsson

    Sæll Hallur.

    Fyrir utan fyrirætlanir skattaráðherrans unga er margt sem bendir til að Thorning-Schmidt stjórnin verði ekki sú róttækasta sem Socialdemokraterne hafa leitt.
    Radikale Venstre er þrátt fyrir nafnið ekki sérlega róttækur flokkur og margir segja að hann sé ekki heldur vinstriflokkur.
    Einn af nýju ráðherrunum er Nick Hækkerup sem telur sér til tekna að hafa fengið umtalsverðan stuðning frá vinnuveitendum í Hillerød, þar sem hann var yngsti borgarstjóri Danmerkur.
    Þetta er varla nema eðlilegt í ljósi þess að stjórnin vann meirihluta með um 1% atkvæða. Socialdemokraterne töpuðu reyndar einu sæti meðan Venstre (annar flokkur sem er ekki vinstriflokkur þrátt fyrir nafnið), stærsti flokkur núverandi stjórnarandstöðu, vann eitt sæti.

    kveðja, Sveinn Ólafsson.

  • Hafþór Örn

    Ekki beint hægt að líkja saman ástandinu í DK og á IS. Danir hafa mun meira svigrúm til fínstillinga á meðan Íslendingar eru enn í rústabjörgun.

  • Kristján G. Kristjánsson

    Steingrímur stærði sig af engum skattahækkunum á Rás 2 í morgun. Í dag heyrði ég af manni sem var búinn að rýna í fjárlögin nýju, og að þar séu skattþrepin færð niður í tekjuflokkunum. Heitir það ekki að dulbúa skattahækkanirnar?

  • Andrés Kristjánsson

    Ég tek undir þetta hjá Hafþóri. Við sem búum í Danmörku vitum að skattar eru nú þegar mun hærri en það sem tíðkast heima á íslandi. Danir standa samt frammi fyrir hallarekstri á ríkissjóðnum og ósjálfbæru lífeyriskerfi. Allir flokkar hafa sett saman áhersluatriði til að vinna á þessum vanda og hafa þeir gefið sér út áratuginn til að leiðrétta kerfið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur