Þriðjudagur 04.10.2011 - 08:39 - 6 ummæli

Ógnar Íslendingur Kína?

Ætli Kína sé ekki verulega ógnað af þessum Íslendingi sem leyfir sér að kaupa vatnsfyrirtæki í Kína!  Ætla Kínverjar virkilega að leyfa manninum þetta. Væri ekki nær að kínverska ríkið stöðvi þennan ósóma og kaupi vatnsfyrirtækin?

Sjá eftirfarandi frétt á visir.is :

„Jón Ólafsson hefur keypt kínverska fyrirtækið China Water & drinks sem samanstendur af níu fyrirtækjum. Fyrirtækin starfa í austur og suðaustur Kína. Meðal annars í Hong Kong, Sjanghæ, Guangzhou og Xian

Fyrirtækið var áður í eigu Heckmann fyrirtækisins.

Rúmlega þúsund manns starfa hjá fyrirtækjunum og framleiðslugeta fyrirtækjanna eru 1,3 milljarður flaskna á ári.

Fyrirtæki Jóns, Icelandic Water Holdings ehf., var stofnað í apríl 2004 og er staðsett í Ölfusi. Félagið er í eigu Jóns Ólafssonar, Kristjáns Ólafssonar og Anaheuser-Busch.“

Slóðin á fréttina hér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Björn Kristinsson

    Íslendingar eru rétt um 0.3 milljónir

    Kínverjar eru rétt um 1.400 milljónir

    Kínverjar eru því um 4.700 sinnum fleiri en íslenska þjóðin.

    Bara þetta eitt og sér skýtur færsluna þína í kaf !

    Skoðum hins vegar staðreyndir og raunverulegan samanburð á viðskiptaforsendum:

    1) China Water & drinks var í erlendri eigu og starfar þegar á erlendum mörkuðum.

    2) Kaup Nibu á jörðinni á Grímsfjöllum er í innlendri eigu og ríkið er eigandi af hluta hennar.

    (1) og (2) eru gerólíkir þættir. Ég get nánast fullyrt fyrir þér Hallur að ef China Water & drinks væri kínverskt fyrirtæki og starfaði aðeins í Kína þá stæði Jóni ekki þessi kaup til boða !

  • Karl Jónasson

    Ehm. Þetta byrjaði sem bara kínverskt fyrirtæki sem starfaði bara í Kína. Þangað til það var yfirtekið 2008 af vondum útlendingum.

    Djöfull eru Kínverjar víðsýnir…. já og margir.

    Og ég get nánast fullyrt að ef allir væru eins og þú Björn, þá stöndum við hér uppi á endanum með banka fulla af íslenskum krónum, sem enginn vill. Þá stæði okkur ekkert til boða.

    Góðar stundir

  • Jón var nú ekki beint að kaupa Torg Hins Himneska Friðar var það nokkuð? Líklega ekki, enda myndu Kínverjum aldrei detta í hug að selja honum land, ólíkt íslendingum sem létu hann hafa landið í Ölfusinu á vildarkjörum, hann keypti jörðina í Ölfusi og vatnsverksmiðjuna á kúluláni. Engum sögum fer reyndar af því hvort þessi fyrrum lukkuriddari samfylkingarinnar hafi nokkurn tíma borgað það kúlulán.

    Erlendir skuldunautar kappans breyttu 3,3 milljörðum af skuldum fyritækis hans í hlutafé á dögunum, engum sögum fer af því hvað varð af restinni af skuldunum.

    Það er reyndar mjög erfitt að fá nokkrar upplýsingar frá ríkisstjórn hinnar opnu og gegnsæju stjórnsýslu varðandi hvaða fyrirtæki það séu sem hafi fengið rúmlega 500 milljarða afskriftir síðan þessi ríkisstjórn tók við. Bankaleynd er borið við. Það er skrýtið að þeir sem lánuðu þessa peninga, fólkið í landinu í gegnum lífeyrissjóðina geti ekki fengið að vita hverjir töpuðu peningunum þeirra.

    Svona vonlaus málflutningur eins og hjá þessum halli er ekki einu sinni fyndinn. Hann er bara sorglegur. Á að vera meinhæðinn og fyndinn, en er bara sorglegur og ekkert annað. Launþegar í landinu búnir að tapa hundruðum milljarða, og síðan koma einhverjir skriffinnar og teknókratar og gera bara grína að öllu saman. Er skrýtið þó þusundir manna mótmæli við alþingishúsið ítrekað?

  • Björn Kristinsson

    „Og ég get nánast fullyrt að ef allir væru eins og þú Björn, þá stöndum við hér uppi á endanum með banka fulla af íslenskum krónum, sem enginn vill. “

    Kjánaskapur. Ætlið þið virkilega að fullyrða að það hafi aldrei verið erlendar fjárfestingar á Íslandi. Þetta stenst enga skoðun. Dæmin eru óendanlegt næstum:

    1) Fyrirtæki í einkaeigu: Marel, Össur, Actavis, Promens,…

    2) Uppbygging í stóriðju: álverið í Straumsvík, álverið í Reyðarfirði, Járnblendið á Grundartanga, álþynnuverksmiðjan í Eyjarfirði,…

    3) Uppbygging á orkuvirkjum: allar virkjanir á Íslandi hafa verið fjármagnaðar með erlendum lánum. Það telst einnig til fjárfestingar með erlendu fjármagni.

    @Karl Jónasson. Fullyrðing þín stenst því á engan veginn rök. Málið snýst hins vegar um að við eigum að hafa val um hverja við veljum til að eiga viðskipti við. Fyrirgefðu er það skilyrði að við eigum að hlaupa eftir öllum þeim sem hafa peninga í seðlaveskinu !

  • Ragnar Thorisson

    Er hann búinn að borga kúlulánið?
    Er hann búinn að gera upp skuldir sínar við tollinn?

  • Leifur Björnsson

    Góður pistill Hallur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur