Fimmtudagur 06.10.2011 - 12:46 - 15 ummæli

Baldur inn – Herjólf út?

Það þarf að tryggja Vestmannaeyjingum tryggar ferjusamgöngur milli  og Vestmannaeyja allan ársins hring.  Það er ljóst að Herjólfur getur ekki fullnægt þeim þörfum.  Baldur virðist hins vegar geta það svo fremi sem ákveðnar breytingar verði gerðar á ökurampi í Landeyjahöfn.

Það er ljóst að það verður að skipta Herjólfi út ekki síðar en árið 2015 þar sem haffæriskírteini til ferjusiglinga mun ekki verða framlengt eftir það ár.

Er ekki þá ekki skammtímalausnin sú að fá Baldur strax í siglingar milli lands og Eyja með aukinni tíðni svo skipið anni bílaflutningum, finna ferju sem hentar til siglinga á Breiðafirði og skipta á henni og Herjólfi. Svona á meðan verið er að byggja nýtt skip sem hannað er að aðstæðum í Landeyjarhöfn og Vestmannaeyjum?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Kostar Baldur ekki Teigskóg?

  • Sigurður Ingi

    Væri ekki einfaldara að halda áfram að láta Baldur sigla um Breiðafjörð og skipta Herjólfi út fyrir annað skip?

  • Já eða bara sigla frá Torlákshöfn aftur og hætta thessu Sandeyjarhafnarrugli Ádna johnsens

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Þetta sem þú stingur upp á hljómar afar skynsamlega. Það er ástæða þess að það verður ekki framkvæmt. Stjórnsýslan hér á landi er ófær um skynsamlegar lausnir.

    Sorrý.

  • Björn Kristinsson

    Nei, hvers eiga þeir að gjalda sem eru á Vestfjörðum. Var á þessum slóðum í sumar. Veistu Hallur, Baldur er algjörlega lífsnauðsynlegur fyrir Vestfirðinga. Keyrði Vestur en tók Baldur til baka. Vegarkerfið ??

    Lausnin ? Finna skip erlendis og leigja þann tíma sem nýtt skip yrði í byggingu. Baldur kemur frá Hollandi þannig að sambærilegt ætti að vera hægt að finna þar eða t.d. í Noregi þar sem bílaferjur eru mjög algengar.

    Kveðja
    Björn

  • Þórhallur Jósepsson

    Baldur er óhæft skip í þessar siglingar, nema í blíðviðri.
    Það kemur stöku sinnum fyrir að Herjólfur getur ekki siglt á Þorlákshöfn, vegna veðurs/ölduhæðar. Þeir dagar yrðu margfaldlega fleiri hjá Baldri. Sama að segja um siglingu á Landeyjahöfn. Baldur er enfaldlega bæði of lítill og óhentugur til siglinga á þessu hafsvæði.

    Ekki gleyma að þetta er eitt úfnasta hafsvæðið ekki aðeins við landið, heldur almennt á siglingaleiðum að ekki sé talað um ferjuleiðir.

    Herjólfur er gott skip, tekið að reskjast en í mjög góðu lagi. Ef nýtt skip kemur þurfa menn að passa sig á að vera raunsæir, fara ekki aftur í hraðferjuvitleysuna eins og fyrir nokkrum árum þegar leysa átti vanda Eyjamanna með hraðferju, en við athugun kom í ljós að hún hefði legið uppundir hálft árið við bryggju vegna ölduhæðar og aðeins fáa daga ársins getað nýtt hraðann.

    Landeyjahöfn er hins vegar of lítil. Það voru mistök sem skrifast á reikning hönnuða, þeir t.d. tóku ekki mark á athugasemdum og ráðleggingum skipstjórnarmanna sem bentu strax á hönnunarstigi á það, sem síðan hefur komið í ljós með reynslunni: höfnin er of lítil.

    Eina sem dugir, ef halda á áfram siglingum um Landeyjahöfn, er að breyta görðunum og fá stærra og fullkomnara dæluskip sem fengi að athafna sig lengur. Sjálfsagt væri hægt að nýta það í fleiri verkefni víðsvegar við landið.

    Svo annað: Ef Eyjamenn „eiga rétt“ á að komast til Reykjavíkur innan einhvers tiltekins tíma (fljótar en með Herjólfi til Þorlákshafnar t.d.), hvað þá með Ólsara, Hornfirðinga, Austfirðinga, Vestfirðinga o.s.frv.?

  • Vegamálastjóri segir að það taki 2 ár að hanna nýja ferju! Engin furða að kostnaðaráætlunin sé 4 milljarðar.

  • Hallur Magnússon

    @Ykkur flest. Sýnist fæstir hafa lesið pistilinn í gegn 🙂

    @Sigurður Ingi. Það er að líkindum einfaldara að finna fljótlega skip sem getur tímabundið leyst Baldur af en Herjólf. Búinn að tékka það smá 🙂

    Auðvitað þarf nýtt skip til framtíðar – en það er betra að leysa þetta tímabundið svona og fá síðan sérhannað skip fyrir aðstæðurnar síðar.

    @Ari. Held þú hafir ekki fylgst með því hvað Landeyjarhöfn hefur ÞEGAR gert fyrir ferðamennsku í Eyjum. Þorlákshöfn er bara of löng sigling fyrir nútíma ferðamennsku. Sorrý.

    @Þorsteinn. Takk.

    @Björn. Það er einmitt mjög mikilvægt að halda uppi ferjusamgöngum yfir Breiðafjörð. Það virðast meiri líkur á að finan mjög fljótlega skip sem getur klárað Breiðafjarðarsiglingar en Vestmannaeyjasiglingar. Ef það finnst fljótlega skip fyrir Eyjar – þá er það bara plús.

    @Þórhallur. Mínar upplýsingar stangast á við þínar með Baldur og silgingar í vetur. Herjólfur er gott skip – en hentar ekki Landeyjarhöfn. Skiptir ekki máli hvort höfnin ætti að vera öðruvísi – við breytum því ekki núna. Baldur á að geta verið í siglingum milli Eyja og Landeyjarhafnar lungann úr vetrinum.

    Sé ekki hvar ég hef talað um rétt tilað komast til Reykjavíkur – heldur í land á sem stystum tíma. Hef búið á Höfn og á Borgarfirði eystra svo ég veithvað ég er að tala um í því samhengi – þú styttir ekki Ísland 🙂

    @GB. Rétt hjá þér. Ekki gleyma því að Vegagerðin er með Íslandsmet í mistökum varðandi ferjur. Grímseyjarferjan? Það lá samningur á borðinu um önnur ferjukaup og að við þau ferjukaup væri unnt að skila skipinu ef það hentaði ekki. Vegagerðin hafnaði þeim samningi. Það verður að forða því að vegagerðin – sem hefur gert óendaleg mistök einnig í vegagerð – ráði þessu.

  • Þórhallur Jósepsson

    Ég sé ekki að mistök, eða meint mistök, Vegagerðarinnar varðandi ferjur komi þessu máli neitt við. Herjólfur var keyptur hingað, nýsmíðaður, 1993 ef ég man rétt, löngu áður en Vegagerðin hóf afskipti af ferjumálum. Baldur var keyptur fyrir Breiðafjörð og ég man ekki eftir umræðu um að það hafi verið mistök. Hann hinsvegar er í afleysingum þegar Herjólfur þarf að fara í slipp.
    Þau skipti sem Baldur kemst til Landeyjahafnar en Herjólfur mundi ekki komast eru þá vegna dýpis. Þar kemur að dýpkunarskipi, sem vissulega voru mistök en ekki Vegagerðarinnar heldur Siglingastofnunar að fá Scandia í.
    Herjólfur er mun meira skip og með betra haffæri en Baldur. Það er ölduhæð og veður sem valda því að Baldur er ónothæfur á þessari siglingaleið, hvort heldur á Þorlákshöfn eða Landeyjahöfn, nema í góðu veðri. Þar veldur aðallega stærð skipsins, en einnig hönnun. Herjólfur er hannaður fyrir úthafssiglingar, Baldur fyrir innfjarðasiglingar. Á því er mikill munur.

  • Hallur Magnússon

    … eigum við að ræða Grímseyjarferjuna 🙂

  • Þórhallur Jósepsson

    Til í að ræða Grímseyjarferjuna hvenær sem er. Í aðalatriðum: Stórmistök sem öll skrifast á reikning stjórnmálamanna.

  • Hallur Magnússon

    … það lá fyrir mögulegur samningur um annað skip – þar sem var ákvæði um að unnt væri að skila skipinu ef það hentaði ekki. Það voru ekki stjórnmálamennirnir sem afgreiddu þann samning úr af borðinu – var það?

  • Þórhallur Jósepsson

    Bíddu nú hægur! Ertu að segja mér að ráðherra hafi ekki vitað af því?

  • væri ekki nær að vera með ferjur eins og krossa firðina hérna í noregi ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur