Föstudagur 07.10.2011 - 08:53 - 14 ummæli

„Ég hafði rangt fyrir mér“

Ég vil Hilmar Veigar Pétursson, forstjóra CCP á þing. Hann er gæddur mannkostum sem eru nánast óþekktir á Alþingi.

Man einhver stjórnmálamann segja eitthvað á þessum nótum í kjölfar mistaka – og treystið mér – Alþingismenn hafa allir gert afdrifarík mistök einhvern tíma þótt þeir viðurkenni það ekki:

„Sú gjá sem notendur hafa upplifað að hafi myndast milli þeirra og CCP er mér að kenna og mér þykir það leitt, … Þið hafið talað hátt og skýrt bæði í orði og á borði. Og það eru vissulega mikilvæg augnablik þar sem ég vildi að ég hefði hlustað og tekið aðrar ákvarðanir. Ég hafði rangt fyrir mér og viðurkenni það,“ 

Þetta segir Hilmar Veigar Pétursson meðal annars í blogfærslu á vef EVE Online.

Stjórnmálamenn mega taka Hilmar Veigar til fyrirmyndar. Sérstaklega um þessar mundir!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • „CCP lenti í miklum vandræðum fyrr á þessu ári þegar innanhússbréf fyrirtækisins lak til notenda EVE Online en þar voru meðal annars reifaðar hugmyndir um að gera fólki kleift að kaupa sér aukin völd inni í leiknum með venjulegum peningum.“

    Nei, við þurfum ekki fleiri svona.

  • Margrét Sigurðardóttir

    Góð fyrirmynd hefði verið ef hann hefði sagt af sér í kjölfarið.
    Það er ekki nóg að biðjast afsökunar. Dómgreindarleysi lagast ekki við að biðjast afsökunar vegna úlfúðar viðskiptamanna við lélegri þjónustu.

  • Hallur Magnússon

    @Margrét.

    Þetta er kannske ástæðan fyrir því að stjórnmálamenn viðurkenna mistök sín. Því ef þeir gera það kemur strax fram krafa um að þeir segi af sér. Sem er fjarri því að vera sjálfgefið – þvert á móti – undantekning ef um alvarleg mistök er að ræða.

  • Eins og sást á heimasíðu Teton – en þó ekki lengur – e.t.v. vegna bilunar í vefbúnaði – þá kallaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur innsta kopp í búri Framsóknarflokksins til aðstoðar við mótun orkustefnunnar. Er ríkisstjórnin útbú Framsóknarflokksins?

    Eigendur Teton eru þrír.

    Gunnlaugur M. Sigmundsson er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann var áður forstjóri Kögunar hf. og stjórnarmaður í dótturfélögum þess. Þá hefur Gunnlaugur m.a. starfað hjá Alþjóðabankanum í Washington, D.c. og verið alþingismaður fyrir Vestfjarðakjördæmi. Hann var einnig stjórnarformaður Icelandair (ICEX: IAIR) um tíma.

    Vilhjálmur Þorsteinsson er stjórnarformaður CCP hf. og Verne Holdings ehf. Hann situr einnig í stjórnum Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf., Gogoyoko ehf., Gogogic ehf. og er í varastjórn Auðar Capital hf. Vilhjálmur var áður stjórnarmaður í Kögun hf. og ýmsum dótturfyrirtækjum þess. Hann hefur verið starfandi við upplýsingatækni og fjarskipti í aldarfjórðung. Hann er stúdent frá eðlisfræðibraut MH.

    Örn Karlsson var áður stjórnarformaður Kögunar og stjórnarmaður í dótturfélögum þess, m.a. Skýrr hf. Örn hefur starfað við upplýsingatækni frá árinu 1982 og m.a. verið framkvæmdastjóri CODA á Íslandi og Baan á Íslandi. Örn er BSc í tölvunarfræði frá háskólanum í Luleå í Svíþjóð og búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Örn Karlsson er jafnframt framkvæmdastjóri Teton ehf.

  • Arnór Valdimarsson

    Vilhjálmur Þorsteinsson og có ætluðu að taka útrásarvíkinginn og græðgina á unglingana sem spila þarna og tæma buddur þeirra fyrir sýndarvöld.
    Oj bara. Skammist ykkar!

  • Hallur Magnússon

    @Elín. Athyglisvert!

    En hvað kemur þetta því við að stjórnálamenn ættu að taka Hilmar veigar til fyrirmyndar og viðurkenna mistök sín?

  • Arnór Valdimarsson

    Hallur. Ef maðurinn sá ekkert athugavert við það frá byrjun,9 að selja unglingum sýndarvöld fyrir alvöru peninga, þá er hann haldin sömu siðblindu og gamla framsóknarmafían var og restin af 4flokka mafíunni sem ríg heldur í völdin núna og leyfir þjóðinni ekki að kjósa nýtt fólk og fylkingar.
    Sem sagt VANHÆFUR.

  • Hallur, þú ættir að fara að fordæmi hans og viðurkenna að þú hafir rangt fyrir þér þegar þú fórst að verja skipun Páls Magnússonar í Bankasýsluna, þú verður klárlega maður af meiri þó pótintátarnir í Flokknum þínum verði ekki ánægðir með þig…viss um að þú munt fá vellíðunartilfinningu!!!

  • Vissulega er það gott og til fyrirmyndar að biðjast afsökunar, það mættu vissulega fleiri gera. En það er líklega gott að bera saman umhverfi Veigars og svo pólitíkusa.

    „Þegnar“ Veigars ráða hvort þeir greiða honum „skatt“ eður ei. Þeim er frjálst að fara með peninga sína hvert sem er (nú eða bara halda þeim sjálfir).

    Ætli ríkisstjórn og stjórnmálamenn myndu ekki hlusta betur og vera auðmýkari ef slík væri raunin með skatta í raunheimum?

    Að vísu er hægt að flytja á milli landa og það verður segjast eins og er, að það er möguleiki sem fleiri og fleiri Íslendingar virðast nýta sér, en margir sitja þó eftir í „skattafangelsinu“ sem er sífellt verið að byggja við á Íslandi og eiga erfitt um vik að komast í burtu.

  • Jón Jón Jónsson

    Hallur Magnússon vill forstjóra sýndarveruleikans á þing.

    Hallur framsóknarmaður í B-deild Samfylkingarinnar er nú,

    að mér sýnist, endanlega orðinn veruleikafirrtur.

    Takk Elín Sigurðardóttir fyrir skeleggt innlegg þitt, sem

    kippti Halli um stund í mannheima aftur og honum brá.

  • Fyrirgefðu Hallur. Svolítið utan efnis.
    .
    En ætlarðu ekki að svara svívirðingum Sverris Hermannssonar um öðlinginn Finn Ingólfsson. Makalaust hvernig Sverrir fær sig að rægja svona valinkunnann sóma mann.
    Sjá nánar.
    http://visir.is/-volada-land-/article/2011111009853

  • Hallur Magnússon

    @ Halldór.
    Ég hef gert nokkur mistök gegnum tíðina. En það að leiðrétta grófar rangfærslur tengdar ráðningu Páls Magnússonar sem forstjóra Bankasýslunnar er ekki mistök. Enda hefur engin getað hrakið málfltuning minn í því máli.

  • Hallur Magnússon

    @Jón.
    Fulltrúar sýndarveruleikans eru á þingi nú þegar. Mórallinn í færslunni er að stjórnmálamenn eiga að biðjast afstökunar á mistökum sýnum. Ertu ósammála því?

    @Einsi.

    Kíki á Sverri – en hann er nú þannig karlinn að það er varla vert að svara honum – það er maður sem „kastar grjóti út steinhúsi.“ Afar sékennilega þegar gegnspilltur maður eins og hann fer að tjá sig um meinta spillingu annarra.

  • Jón Jón Jónsson

    „Fulltrúar sýndarveruleikans eru á þingi nú þegar.“

    Örugglega rétt hjá þér Hallur minn, að þeir CCP menn eigi nú þegar fulltrúa á þingi.

    En auðvitað eiga þeir að biðjast afsökunar og víkja úr stólum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur