Laugardagur 08.10.2011 - 22:30 - 2 ummæli

Nýja fólkið í pólitík

Ég hef undanfarið heyrt marga pólitíska refi hneykslast yfir nálgun nýja fólksins í pólitík sem datt inn í sveitarstjórnir víðs vegar um landið í síðustu sveitarstjórnarkosninum. Fólkið sem fór ekki í gegnum hefðbunda stjórnmálaflokka með þeim kostum og göllum sem slíkt ferli hefur í för með sér.

Ég hef verið sammála þessum mönnum í mörgu í gagnrýninni – en ekki öllu.

En hvaða rétt höfum við til þess að dæma þetta fólk með því að bera það saman við „hefðbundna“ stjórnmálamenn? Er það ekki lýðræðisins að kveða upp úr um hvað sé rangt og rétt?

Erum við kannske að „kasta grjóti úr steinhúsi“ ?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Hallur hver er skilgreiningin á hefðbundnum stjórnmálamanni? En hver sem er nú hefðbundinn og hver óhefðbundinn þá er það staðreynd að um leið og einhver fer í framboð og ég tala nú ekki um ef viðkomandi er kosinn þá er sá eða sú um leið orðinn stjórnmálamaður. Þetta lið sem tekur sig vera öðruvísi eða betra fólk heldur en stjórnmálamenn kemst ekki hjá þeirri staðreynd að það sjálft er orðið stjórnmálamenn um leið og það er kosið. Það er alveg sama þó þetta fólk hagi sér með óhefðbundnum hætti það er engu að síður stjórnmálamenn.
    Að lokum Hallur þá las ég mótmæli þín við þeirri staðreynd að Jón trúður ætlar að úthluta leiðtogasætum í „samfylkingarflokki“ Guðmundar Steingrímssonar. Gott hjá þér Hallur að trúa því að Guðmundur og trúðurinn hafi haft lýðræðisleg vinnubrögð í huga en þú ert nú almennt frekar ákafur maður svo þú verður að passa þig á að þeir sem þú trúir á í blindni misnoti ekki trú þína áður en þeir kasta þér á haug þeirra sem eftir liggja þegar veislan er afstaðin.

  • Hallur Magnússon

    @Heiða.
    Ég er að vísa til þeirra sem hafa starfað í stjórnmálaflokki og nálgast stjórnmálin þaðan – vs. það fólk sem datt inn í sveitarstjórnarpólitíkina víðs vegar um landið án slíks bakgrunns.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur