Ég var í skemmtilegri messu og kaffi á eftir í Óháða söfnuðinum mínum. Ritúalið náttúrlega það sama og í þjóðkirkjunni – bæn – víxlsöngur – ritningargrein úr gamla testamentinu og nýja testamentinu sem „fermingarmæðgur“ fluttu – predikun – og sálmar sungnir.
„Í bljúgri bæn“ – „Áfram kristmenn krossmenn“ og fleira skemmtilegt.
Reyndar stokkað sr. Pétur upp messuna með því að taka fram gítarinn og fá börnin til sín upp að altarinu þar sem sungnir voru barnasöngvar – „Á kletti byggði hygginn maður hús“ „Djúp og breið“ og fleira auk þess sem galdrakarl sýndi listir sínar – sem sr. Pétur notaði síðan til að leggja út af.
Af hverju er ég að fara yfir þetta – nánast hefðbundin íslensk messa?
Jú, eins og sr. Pétur orðaði það svo skemmtilega – í Óháða söfnuðinum er beinlínusamband við almættið – það er ekki farið gegnum Kalla og co.
Þess vegna fór ég að velta fyrir mér „Af hverju þjóðkirkja beintengt ríkisvaldinu?“ Stútfull kirkja í sjálfbærri kirkju án stuðnings ríkisins – óháð þjóðkirkjunni. Fyrst hún getur gengið – þá geta aðrar kirkjur landsins gengið.
Af hverju þjóðkirkja?
Svar óskast.
Þú ættir ekki að þurfa að spyrja.
Peningar og völd.
Það er engin góð ástæða til fyrir því að halda úti þjóðkirkju. Miðaldartímaskekkja á 21.öldinni
Svar: Ríkisspeni.
Þjóðkirkjan er verkfæri til að hafa taumhald á trúnni. Við borgum prestunum vel til að hafa þá þæga.
Vissir þú að Áfram kristmenn krossmenn, er dáðar söngur til krossfara sem fyrndinni strádrápu jafnt börn sem fullorðna sem ekki voru kristin?
Hárétt hjá Birnuson!
Ef prestar þyggja laun af almannafé setur það þeim ýmsar skorður/aðhald. Þeim er ekki stætt á að ganga í berhögg við almennt gildismat í þjóðfélaginu t.d. með því að predika kynþáttahatur og hómófóbíu og þessháttar, eins og óháðir söfnuðir geta gert. Svo er þjóðkirkjan svo öfgalaus, leiðinleg og hálfvolg í trúarboðskap sínum að menn sofna gjarnan undir messunum. Sem er líka ágætt og þakkarvert.
Valur Bjarnason..10.10 2011 kl. 14:48 …ekki sammála þinni túlkun.
„Onward, Christian soldiers, marching as to war,
With the cross of Jesus going on before.
Christ, the royal Master, leads against the foe;
Forward into battle see His banners go! “
,,………..þetta er fyrst og fremst táknrænn texti um að berjast fyrir Jesú Krist svona almennnt .
@Hörður: er eitthvað að íslensku þýðingunni?