Hanna Birna verður formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Ben er búinn að vera sem slíkur hvort sem það er sanngjarnt eða ekki. Það er yfirleitt ekki málið í pólitík. Meint vafasöm viðskipti Bjarna mun alltaf verða honum fjötur um fót.
Þótt fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist tiltölulega hátt í skoðanakönnunum þá bera að hafa í huga að það er rétt helmingur sem gefur upp afstöðu sína og að það er stundum þaulspurt um Sjálfstæðisflokkinn. Það fylgi er hins vegar ekki vegna Bjarna Ben. Það er þrátt fyrir Bjarna Ben.
Hanna Birna er miklu betur til þess fallin að leiða Sjálfstæðisflokkinn en Bjarni Ben. Hanna Birna þarf ekki að burðast með meinta vafasama fortíð úr viðskiptalífinu. Þvert á móti hefur Hanna Birna sýnt að hún er stjórnmálamaður sem er með mikla leiðtogahæfileika og getur unnið afar vel með öðrum. Þótt hún geti verið afar hvöss í umræðum þá hefur hún sannað í verki að hún vill breytt vinnubrögð í pólitík.
Ef einhver gæti náð saman starfhæfri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar þá er það Hanna Birna.
Þótt ég sé hvorki Sjálfstæðismaður né Samfylkingarmaður þá held ég að ríkisstjórn þessara tveggja flokka sé skásta leiðin út úr þeim ógöngum sem Alþingi og ríkisstjórn eru í um þessar mundir. Það er ljóst að kosningar verða ekki á næstunni. Þá er betra að fá Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn með Samfylkingu í vinnustjórn sem tekur af festu á atvinnumálum og efnahagslífinu fram að kosningum. Stjórnin gæti fengið afnot af góðum atvinnumálatillögum Birkis Jóns Jónssonar og félaga úr Framsókn í púkkið.
En lykillinn að slíkri ríkisstjórn er að Hanna Birna verði formaður Sjálfstæðisflokksins.
Það eru ekki vafasöm viðskipti sem eru að skaða Bjarna heldur vingulsháttur hans gagnvart öfgahægrinu í Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur verið á harðahlaupum undan sínum eigin skoðunum síðan hann ákvað að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Líka það!
Það verður aldrei neitt nýtt Ísland með Sjálfstæðisflokknum í stjórn. Og munurinn á Bjarna og Hönnu Birnu; ég verð því miður að orða það á ósmekklega hátt, er munurinn á kúk og skít. Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert annað en skipulögð mafía, sem snýst um það stjórna gæðum landsins, meðlumum mafíunnar til hagsbóta, ekki nokkurn hlut annars, það hefur sagan rækilega sýnt, hvað sem stefnuskrám og yfirlýsingum líður.
Held að vammleysi HB stöðvi hana í að sækjast eftir þessari tign.
Ég er mjög forvitinn um eitt. Ég hef ekkert á móti Hönnu Birnu en…
Hvaða leiðtogahæfileika hefur hún sýnt?
Fyrir hvaða málefni stendur Hanna Birna? Ég hef aldrei heyrt minnst á hvað henni finnst um neitt. Bara eitthvað svona innantómt skjall.
Samstarf Samf. og Sjálftökuflokksins er óskhyggja ein.
Það væri pólitískt harakiri fyrir Samfylkinguna.
Mér finns mjög spennandi að sjá Hönnu Birnu verða formannn.
Snæbjörn þessi Ríkisstjórn er nú þegar í pólitísku harakiri……það vita það allir að Ísland er á rangri leið og kreppan mun vara hér um ókomin ár ef ekki verður sagt skilið við stefnu Vinstri Grænna. Það er ekki fræðilegur möguleiki á að vinstri stjórn fái aftur meirihluta á þessari öld. Harakirið hjá Samfó felst einmitt í því að halda áfram sambandinu við villta vinstrið.
Best er að Samfó og D myndu leiða þjóðina áfram til velsældar fyrir alla.
Með Hægri kveðju
tommi. Þú vilt þá fá aftu „góðæri“ eins og 2007 í boði Sjálfstæðisflokksins? Og hvar hefurðu hugsað þér að fá lán fyrir því í þetta sinnið? Ísland er kannski ekki á réttasta kúrsnum, um hann er alltaf hægt að deila, en kúrs FLokkisin hefur sýnt sig og sannað að vera ekki bara rangur, heldur „KOLRANGUR“
Sjallarnir og hækjan eiga ekki að koma nálagt stjórn landsins næstu 20 árin. Period. Þessir tveir flokkar bera alla ábyrgð á hruninu. Með því ollu þeir Íslendingum gífurlegu fjárhagstjóni og það mun taka þjóðarbúið í það minnsta 20 ár að rétta úr kútnum. Íhaldið gerði landið að einu spilltasta landi Evrópu, eins og lesa má um í nýrri bók; Þræðir valdsins, eftir Jóhann Hauksson. “Hallo folks”, það voru Dabbi og Geir Gunga sem leiddu þjóðina fyrir björg, þótt þeir skæli núna hástofum yfir eigin aumingjaskap og vilja kenna öðrum um. En það eru fleiri sem væla. Hlustuðu þið ekki á Styrmi í Silfri Egils nýlega? Hann var að væla því hann vill sjá fleiri Íhaldsmenn í Silfrinu. En hann vildi ekki eða gat ekki sagt það tæpitungulaust. Því lét hann eins og honum væri annt um “litla” manninn. Auðvitað bull, alveg eins og FLokkurinn var aldrei flokkur allra stétta, né Mogginn blað allra landsmanna. Íslendingar eru auðtrúa og láta auðveldlega blekkjast. Munið bara hvernig forsetaræfillinn lét útrásarþjófana spila með sig. Eða hvernig þjóðin kaus stútana tvo, Dabba + Dóra aftur og aftur, trekk í trekk. Þar til þeir voru búnir að keyra allt í þrot.
Samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er út úr myndinni eftir svik og rýtingsstungur Samfylkingar í bakið á Sjálfstæðismönnum veturinn 2008-2009.
Við fáum einungis nýtt góðæri með Farmsóknar og Sjálfstæðisflokki við völd í landinu.
Að fara í stjórn með Samfylkingu kallar aftur á móti á alltof mikið af fyrirvörum og málamiðlunum.
Samfylkinging eru flokkur skrifræðis og ofstýringar.
Eyjólulfur Kristjáns, Samfylking getur ekki og vill ekki færa okkur góðæri og hagsæld, nema að við viljum ganga í ESB.
Ef Hanna Birna ætlar að láta Hádegismóra áfram ráða flokknum þá er betra að hafa Bjarna vafning Ben áfram sem formann, því þá fær Flokkurinn ekki eins mörg atkvæði.
Haukur Kristinnsson er með þetta.
Innilega sammála Hauki, það fór nettur hrollur niður eftir bakinu á mér að tala um ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og samfylkingu. Er fólk virkilega svona miklir kjánar að halda að þessir tveir hrunflokkar geti komið okkur út úr þeirri kreppu sem ÞEIR KOMU OKKUR Í? Er ekki allt í lagi heima hjá þér Hallur?
Ég ætla rétt að vona að hér komi nýjir aðilar að stjórn landsins þegar kosið verður næst og þar verði enginn af fjórflokknum innaborðs í aðstöðu til að mynda ríkisstjórn.
Mér er svosem alveg sama þó menn vilji sleppa Samfylkingunni þá bara ennþá betra að Framsókn og Sjálstæðisflokkur stjórni landinu. Fine by me.
Þrátt fyrir alla þessa ofmetnu spillingu á Íslandi og allt hér sé Sjálfstæðisflokknum að kenna þá er nú samt Ísland enn í fremstu röð hvað varðar lífsgæði og velmegun. Nú þurfum við bara að læra af mistökunum og koma okkur á toppinn aftur.
Biðst afsökunar að hafa stungið upp á Samfó í stjórn.
Já, gott hjá þér Tommi.
Um leið og Samfó komst í landsmálin sumarið 2007, þá byrjaði allt að hrynja hér á landi.
Þetta hrun-ástand stendur yfir enn og mun ekki hverfa fyrr en Samfó fer úr landsmálunum fyrir fullt og allt.
Hugsið ykkur að allan þann tíma sem Samfó hefur verið í ríkisstjórn hefur ríkt hér kreppuástand.
Þetta kreppuástand hættir fyrst þegar við losnum við Samfó úr stjórn landsmálanna.
Þeim tókst það sem ég hélt að væri ekki hægt, að gera Orkuveituna tæknilega gjaldþrota, og var ekki Hanna Birna Borgarstjóri í fögur ár fyrir hrun Orkuveitunnar, man ekki betur en fyrir síðustu Borgastjórnarkostningar, hafi daman sagt að allt væri í stakasta lagi með fjárhag stofnunarinnar, og hún muni spjara sig, er svona fólki treystandi?
Jón Ólafs fara nú rétt með staðreyndir. R listi vinstri manna tók við borginni og stjórnaði henni í 12 ár ásamt Orkuveitunni. Svo tóku D og B við og stjórnuðu undir stjórn Villa Vill ekki Hönnu Birni………svo tók gamli R-listinn aftur við með Dag sem formann………svo tók D og Ólafur F. við að frumkvæði Villa Vill……..þá fékk Hanna Birna og flokkur hennar nóg af ruglinu……..Villi settur út til hliðar Óli líka……..og stýrði Hanna Birna Borginni í um 2ár með miklum myndarskap. Bara svona til að hafa söguna á hreinu. Vinstri menn geta ekki komist endalaust upp með lygar að það sé allt Sjálfstæðisflokknum um að kenna. Allt þetta góða sem hefur gerst á Íslandi síðastliðinn 20 ár og hefur sett Ísland í fremstu röð lífsgæða hlýtur þá líka að vera Sjálfstæðisflokknum að þakka.
Jólakveðja Skrámur
Heyr, heyr tommi alias Skrámur.
Orkuveitan eða Okurveitan og sukkið í kringum hana er hugarsmíði R-listans, vinstrimenn geta ekki hlaupið frá því.
Þegar Davíð skildi við borgina var hún gott sem skuldlaus.
Þegar R-listinn skildi við borgina var hún stórskuldug.
Þegar Hanna Birna og Óskar Bergsson tóku við var eitt þeirra fyrsta verk að taka til hliðar milljarða í varasjóð vegna OR. Það er sá varasjóður sem núverandi stjórn OR er að nýta sér til að bjarga fyrirtækinu.
Þetta kemur mér ekki á óvart.
Ég spurði áðan hvaða leiðtogahæfileika Hanna Birna hafi sýnt: Engin svör.
Spurði líka fyrir hvaða málefni hún stendur: Engin svör.
Hvaðan kemur þetta gríðarlega fylgi hennar?
astaedan f thvi ad sjalfstfl og samfylking eru ekki ad vinna saman hefur ekkert med bjarna ad gera.
mest eru thetta tvo mal.
samfylkingin er med esb a heilanum eins og thu hallur. heldur thu virkilega ad hanna birna, sem er skilgetid politiskt afkvaemi kjartans gunnarssonar og bjorns bjarnasonar, aetli i samstarf um ad ganga i esb ?
hitt malid er akaeran a hendur geir. hvada sjalfstaedismadur saettir sig vid ad hlaupid verdi i fangid a samfylkingunni eftir thad rugl.
ef fylgid a landsvisu er thratt fyrir bjarna, er tha fylgi sjalfstaedismanna i rvk vegna honnu ? hun kemur flokknum ekki upp i thad sem villi var med. synir thad vilnsaeldir og arangur ?
thessi frambodaeling hennar er kludur og vitleysa. alvoru flokkar standa med sinum formonnum i gegnum timabundna vinda.
K
Kristinn.
ESB málið er ekki vandamál nema menn vilji gera það að vandamáli. Það er ekkert vandamál fyrir Hönnu Birnu að samþykkja að aðildarviðræður séu kláraðar og þjóðin mun greiða atkvæði um niðurstöðuna. Það er ekki „að ganga í esb“
Hún segist ekki telja rétt að ganga skuli í ESB. Það kemur ekki í veg fyrir það að hún samþykki ofangreint ferli.
Ekki gleyma afhroðið sem Bjarni Ben galt í síðustu Alþingiskosningum og hversu miklu meira fylgi Hanna Birna fékk í borgarstjórnarkosningunum skömmu síðar.
he, he galt bjarni afhrod ?? !! hann tok vid um manudi fyrir kosningar og fekk styrkjamalid i voggugjof…hann verdur maeldur af thvi sem gerst hefur sidan.
hanna birna fekk rett rumlega 30 prosent tapadi fyrir trudunum og er ekki enntha komin med fylgi sem nalgast medalfylgid i borginni fyrir sjalfstfl. vidast hvar annars stadar fekk sjalfstfl frabaera kosningu a sama tima. tok hreinan meirihluts ut um allt.
sorry hallur hun stendur ekki fyrir neitt, hefur aldrei gert neitt annad en ad vinna i stjornmalum og er ekki ad skila arangri. thar fyrirn utan er bara faranlegt ad setja afkvaemi kjartans aftur yfir valholl. er ekki til eitthvad adeins frumlegra ?
en hun kannski drekkir i sig kjark til ad gera thetta a florida med thor sigfussyni, sem styrdi sjova i throt og er med rettarstodu grunads manns, las um thad i frettatimanum i dag.