Laugardagur 15.10.2011 - 07:56 - 10 ummæli

Biðst afsökunar Teitur Atlason

Teitur Atlason pistlahöfundur á dv.is hefur beðið mig að fjarlægja innlegg á síðu sinni þar sem ég endurbirti athugasemd sem penni sem skrifar undir nafninu „Heiða“ gerði við pistil minn „Gólandi varðhundar sérhagsmuna“ .

Líkt og oft gerist í athugasemdum „Heiðu“ í minn garð hér á Eyjublogginu þá gagnrýnir „Heiða“  Teit nokkuð harkalega. Ávirðingar  „Heiðu“ beinast hins vegar ekki  einungis að Teiti heldur einnig fjölskyldu Teits. Á þeim forsendum óskar Teitur eftir að ég fjarlægi innleggið.

Þótt færsla mín hafi ekki verið hugsuð til að meiða Teit heldur gefa honum kost á að verja sig á sinni eigin síðu þá er ljóst að það var vanhugsað af minni hálfu að  birta meðal annars orðrétt athugasemdir  „Heiðu“ á bloggvef Teits. Hið rétta hefði verið að senda Teiti tengil á ummæli „Heiðu“ í athugasemdarkerfi mínu og gefa honum þannig kost á að svara fyrir sig.

Ég bið Teit Atlason afsökunar á þessum mistökum mínum.

Teitur Atlason segir mér að hann hafi það prinsipp að svara ekki athugasemdum frá fólki sem skrifar ekki undir eigin nafni. Því hefur hann ekki svarað ávirðingum „Heiðu“. Ég skil það sjónarmið en hef sjálfur tekið þann pól í hæðina að eyða ekki athugasemdum við pistla mína þótt þær séu oft á tíðum óþægilegar og stundum afar meiðandi í í minn garð. Ég hef frekar leiðrétt rangfærslur og komið mínum sjónarmiðum á framfæri.

Ég mun því ekki eyða athugasemdum „Heiðu“ og heldur ekki eyða færslu minni á bloggsíðu Teits. Sú færsla er farin í loftið og ég verð að bera ábyrgð á henni. Það var hins vegar vanhugsað af minni hálfu.  Því biðst ég afsökunar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Af hverju í ósköpunum ertu að biðjast afsökunar á þessu? Jesús hvað þetta er vandræðlegur pistill.

  • Hallur Magnússon

    Vegna þess að þetta var ósmekklegt hjá mér – þótt ég hafi ekki meint það illa. Vandræðalegt eða vandræðalegt ekki – það er betra að biðjast afsökunar ef maður gerir mistök – þótt það sé vandræðalegt.

    Vonast til að fleiri taki slíkt til fyrirmyndar.

  • Afsakaðu fyrri athugasemd Hallur, ég hélt að þú værir að afsaka það að Heiða hafi birt þetta comment á þinni síðu, ekki að þú hafir birt það svo á síðu hans. Annars er merkilegt að maður sem rægir annað fólk í hverri viku með ofsatækisfullum skrifum sé svona viðkvæmur þegar hann fær loks að bragða á eigin meðölum.

  • „Teitur Atlason pistlahöfundur á dv.is hefur beðið mig að fjarlægja innlegg á síðu sinni þar sem ég endurbirti athugasemd sem penni sem skrifar undir nafninu “Heiða” við pistil minn “Gólandi varðhundar sérhagsmuna” .“

    Þú þarft að laga hjá þér stílinn, Hallur. Þetta er afskaplega óskýrt og ekki að undra að ari hafi misskilið.

    Ég skil þetta ekki enn og fáir, trúi ég, skilja þetta, sem ekki eru innvinklaðir í þessa þrætu ykkar Teits.

  • Hallur Magnússon

    @Guðmundur. takk fyrir ábendinguna. Það vantaði orð í textann.

  • En var eitthvað ósatt í þessari athugasemd Heiðu?

  • Er þetta sami Grímur Atlason og setti Bolungarvík á hausinn?

  • Valur Bjarnason

    Það sem ég aftur á móti skil ekki Hallur, hvers vegna ferðu í svona mikla vörn fyrir þessa pólitísku ráðningu?

    Ertu sammála því að klíkuskapur eigi að ráða þegar menn fá vinnu í opinberu starfi?

    Ertu sammála því að hæfi skipti litlu sem engu og að flokks-tengsl séu yfir allt hafin þegar menn sækja um vinnu hjá hinu opinbera?

    Þú dritar niðurvarnar-athugasemdum út um allt þar sem fréttir eru um þessa ráðningu, hvers vegna?

  • Hallur Magnússon var lengi í opinberu embætti í boði framsóknarflokksins !

    Hallur er dæmi um gjörspilltan embættismann í boði framsóknarflokksins !

    Það eru margir, sem núna skrifa á netinu, sem eru að reyna sýnast aðrir en þeir eru í raun og er Hallur einn þeirra !
    Klíklúbbasamfélagið hefur séð þessum persónum fyrir störfum fyrir opinberar stofnanir eða opinber fyrirtæki !

  • Hallur Magnússon

    @Valur.

    Mér ofbauð rangfærslurnar sem fram komu hjá mörgum – þar með talið Teiti Atlasyni. Það er einfaldlega rangt sem margir hafa haldið fram að:

    1. Ráðningin sé lögbrot. Hún er það klárlega ekki og ENGINN getað fært haldbær rök fyrir þeirri staðhæfingu.

    2. Menntun Páls sé minnst fjögurra umsækjenda. Það er einfaldlega rangt þar sem Páll er með hæsta menntunarstigið. Menn hafa reynt að fara kring um þá staðreynd mep alls konar bulli – en það stenst ekki.

    3. Ráðningin sé pólitísk spilling Framsóknarmanna. Það er galin hugmynd enda enginn í stjórn Bankasýslunnar Framsóknarmaður – hvað þá ráðherrann sem Bankasýslan heyrir undir.

    Almenningur var farin að trúa þessum 3 rangfærslum. Því fannst mér rétt að leiðrétta þær.

    Hef hins vegar aldrei gert athugasemd við skoðun fólks sem finnst ráðningin siðlaus þar sem Páll var aðstoðarmaður bankamálaráðherra til 7 ára. Sú skoðun er fullkomlega valid – þótt ég sé ósammála henni.

    @JR.

    Hef ekki séð til þín lengi. En þú veist mjög vel að ég var ekki í opinberu embætti í boði Framsóknarflokksins. Búinn að leiðrétta það bull margoft. Ég var einfaldlega metinn hæfastur umsækjenda í millistjórnendastarf í Íbúðalánasjóði af ráðningarstofu – bæði hvað varðaði menntun og reynslu.

    Þvert á móti var ég ráðinn ÞRÁTT fyrir að vera Framsóknarmaður – þar sem ákveðnir aðiljar lögðu hart að framkvæmdastjór ÍLS að ráða mig ekki þar sem ég var Framsóknarmaður – ÞÓTT ég væri óumdeilanlega metin hæfastur með mestu menntunina og reynsluna.

    Ég var ráðinn til Hornafjarðar á sínum tíma af bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Kríunnar – Framsóknarmenn voru í minnihluta. Það var Alþýðuflokksráðherra sem mælti með ráðningu minni í sumarstörf hjá Ríkisspítölum þegar ég var í rekstrarfræðinámi.

    Þannig endalaust bull þitt JR – um að ég hafi verið ráðinn í boði Framsóknar er röng.

    Þá hefur þú ekki enn – þrátt fyrir að ég hafi margoft farið fram á það við þig – getað bent meir á eitt einasta dæmi um spillingu í starfi hjá ÍLS né Hornafirði.

    … en það er eitthvað sérkennilegt við þessa áráttu þína JR.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur