Miðvikudagur 19.10.2011 - 08:16 - 11 ummæli

IceSave 2 ?

Landsbankinn. Húsnæðislán á niðurgreiddum vöxtum. Fjármögnuð með innlánum. Fær enginn hnút í magann?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Nei, Ríkið ábyrgist, þjóðin borgar 😀

  • Sigurður Sigurðsson

    Kæri Hallur,

    Hvað eru niðurgreiddir vextir. Er ekki nóg komið af þjónkunn við fjármálakerfið. Ertu ekki að fylgjast með því sem er að gerast, fólk er búið að fá nóg af vaxtaokri.

  • Athugasemd

    Er þetta ekki stolin færsla? Finnst ég hafa séð hana áður…

    Bíð spenntur eftir að þú svarir grein Jóns Steinssonar
    í Fréttablaðinu í dag…

  • Kristján Kristinsson

    Hvernig fjármagnar banki lán til almennings? Með því að taka lán annars staðar? Það var í raun tilfelli gamla Landsbankans en þegar kom að því að borga lánin þá voru ekki til neinir peningar. Því var farið út í Icesave, með hörmulegum afleiðngum, til að geta borgað þau lán (sem höfðu m.a. verið að hluta lánuð til almennings á Íslandi til húsnæðiskaupa).

    Í einfeldni minni hélt ég að gamaldags bankaviðskipti gengu út á að taka við innlánum og borga fyrir það ákveðna vexti og lána svo þessi innlán til einhvers annars á hærri vöxtum. Bankinn hirti svo vaxtamuninn.

  • Ómar Kristjánsson

    Er í raun rétt hjá kk hé að ofan. þannig virkar banki í grunninn. Og það sem margir átta sig ekki á að fyrir hvern pening sem lagður er inní banka upphaflega – að þá er hægt að lána margfallt út. (Ætla ekkert að fara útí smáatriði því viðvíkjandi)

    þessvegna er banki í raun alltaf ,,tómur“. þannig séð. Banki er alltaf berskjaldaður fyrir áhlaupi. Vegna þess að það tekur svo langan tíma að innheimta útlán.

    Þar af leiðir er nauðsynlegt að innstæður séu tryggðar upp að einhverju marki allavega. þetta hafa menn vitað í fleiri fleiri tugi ára útí heimi ef ekki meira en öld.

    Hérna hafa menn ekki enn skilið það. Segir nú sitt um ástandið.

  • Hallur Magnússon

    @athugasemd.

    Þetta er ekki stolin færsla 🙂

    Við Friðrik ræddum þetta einmitt þegar við hittumst fyrir hálfum mánuði. Hann skrifaði flottan pistlin í kjölfarið. Mér fannst ástæða til að halda þessari spurningu við.

    Hef reyndar ekki séð grein Jóns – en mun lesa hana síðar í dag fyrst hún er merkileg 🙂

    @Sigurður.

    Niðurgreiddir vextir eru vextir sem eru lægri en fjármögnunarkostnaður þess sem veitir lánið. Þannig voru lán bankanna árið 2004 sem settu íslenskt efnahagslíf á hvolf og sköpuðu húsnæðisbóluna og verðbólguna.

    @Kristján.
    Rétt hjá þér. Þess vegna finnst mér skrítið að Landsabankinn láni á svo lágum vöxtum til húsnæðislána 🙂

    Þá kemur spurningin – eru þeir yfir höfuð að lána einhver lán sem nemur á þessum kjörum? Er þetta kannske andlitslyfting – vel heppnuð markaðssetning á „brandinu“ Landsbankinn!

    @Ómar.

    Rétt hjá þér. Kosturinn við íbúðalán er einnig að þau telja lágt í CAD.

    En pointið hjá mér er – VIÐ VERÐUM AÐ HAFA VARAN Á – og tryggja að ekki sé verið að fara út á þunnan ís. Nóg hefur þjóðin blætt fyrir ævintýramennsku bankanna 2004 – 2008.

  • Hallur Magnússon

    @ Athugasemd.

    Búinn að glugga í Jón Steinarsson. Þetta er fulllkomlega valdi skoðun hjá honum. Er henni reyndar ekki sammála.

    Kjarni málsins er reyndar að ráðningarferli Páls var eftir lögum, hann uppfyllir hæfnisreglur hins opinvera og til þess bær aðili – stjórn Bankasýslunnar – ræður hann í starfið.

    Við getum verið ósátt við niðurstöðuna – en þessi kjarni málsins breytist ekki við það.

  • Ómar Kristjánsson

    Jú jú, það verður að hugsa þetta betur sennilega. Sérstaklega hvernig tryggingin á að vera bökkuð upp. Líklega er best að líta til þeirra Norðmanna um framkvæmd þar að lútandi og fá ráðgjafa þaðan.

    það sem mér finnt stuðandi þessu viðvíkjandi er, (þó þú hafir svo sem ekkert verið að meina það í þessu tilfelli) er sífelldur söngur um að það eigi ekki að vera nein trygging á innlánum. Í fyrra var stórfelldur söngur á svokallaðri útarpi sögu um að það ætti bara að senda það í þjóðaratkvæði. þ.e.a.s. að þá var til umræðu þessi nýja tilskipun þar sem lágmarkstrygging er ækkuð í 100.000. Evrur.

    Að þetta er soldið dæmigert fyrir ástandið á Íslandi. það er sko einhvernviginn orðið svo mikið stjórnleysi á öllu og auðvelt að spinna upp lýðskrum útí bláinn og jafnframt afar erfitt að koma málum í gegn.

    þetta er td. mál sem á ekki að vera umdeilt. þ.e. að ákv. lágmark innstæðna verður að vera tryggt. það eru engin ný vísindi eða ný uppfinning.

  • Hallur þessi Jón Steinsson var dregin til Íslands til að veita ráðgjöf í hruninu 2008 en það kom ekkert út úr þeirri ráðgjöf, nákvæmlega ekki neitt. En hver var ástæða þess að borgað var undir Jón til Íslands ? Jú Steinn Jónsson læknir faðir Jóns Steinssonar er mikill einkavinur Geirs Hardee, Jón var sóttur sem ráðgjafi út á þau tengsl.
    Jón Steinsson blandar Frqamsóknarflokknum inn í umræðu um ráðningu Páls Magnússonar þó allir heilvita menn sjái að sá flokkur gat ekki haft nein áhrif á ráðningu Páls enda Þorsteinn Þorsteinsson formaður Bankasýslunnar krati þó hann sé að öðru leiti hinn vænsti maður.
    En af því Jón blandar Framsókn oinn í málið má minna á að sá ágæti maður, afi hans Jón sem átti og rak Kristján Skagfjörð hf var mágur Ólafs Jóhannessonar heitins fyrrv forsætisráðherra. Kristján Skagfjörð lenti í fjárhagserfiðleikum og þá ætlaðist fjölskyldan til þess að Framsókn aðstoðaði. Svo er föðursystir Jóns Steinssonar ein aðalsprauta íhaldsins á Seltjarnarnesi í áraraðir. Svona er nú það og nú er Framsókn kennt um hvernig fór með fjölskyldufyrirtækið reikna ég með. Það má kenna Framsókn um allt, sá flokkur hefur breitt bak.

  • Rósa Halldórsdóttir

    Ja-hérna-hér.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur