Besta fólkið í Bezta er rétt að byrja í pólitík. Bezti flokkurinn er miklu meira en Jón Gnarr. Á þetta hef ég ítrekað bent gegnum tíðina. Ný könnun Capacent rennir stoðum undir þessa skoðun. Þar eykur Bezti fylgi sitt meðan fylgi Jón Gnarr dalar verulega. Dæmi um eldri pistla þar sem ég bendi á þetta: […]
Ætli Kína sé ekki verulega ógnað af þessum Íslendingi sem leyfir sér að kaupa vatnsfyrirtæki í Kína! Ætla Kínverjar virkilega að leyfa manninum þetta. Væri ekki nær að kínverska ríkið stöðvi þennan ósóma og kaupi vatnsfyrirtækin? Sjá eftirfarandi frétt á visir.is : „Jón Ólafsson hefur keypt kínverska fyrirtækið China Water & drinks sem samanstendur af […]
Sósíalistinn Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Íslands ætti að taka til fyrirmyndar sósíalistann Thor Möger Pedersen sem í dag tók við embætti skattamálaráðherra Danmerkur. Hinn 26 ára skattamálaráðherra úr Sósíalíska þjóðarflokknum systurflokki VG gerir sér – andstætt Steingrími J. – fullkomlega ljóst að hófleg skattheimta á atvinnulífið tryggir aukin umsvif atvinnulífsins og þar af leiðandi tryggar skatttekjur – […]
Sigurvegarar dönsku þingkosninganna hinir frjálslyndu Radikale Venstre hafa sterka stöðu í nýrri ríkisstjórn Danmerkur auk þess sem þeir hafa sem betur fer náð mörgum frjálslyndum baráttumálum sínum fram í stjórnarsáttmála hinnar nýju ríkisstjórnar Jafnaðarmannaflokksins, Radikale Venstre og Sósíalíska þjóðarflokksins. Sem betur fer fyrir Danmörku. Hinn glæsilegi foringi danskrar jafnaðarmanna forsætisráðherrann Helle Thorning-Schmidt leiðir eðlilega ríkisstjórnina, […]
Undanfarið ár hafa heimsóknir á pistlavef minn á Eyjunni verið 169.695 talsins. Heimsóknirnar hafa verið frá 110 löndum. Mér þykir það dálítið merkilegt.
Það var tragikómískt að sjá leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu í sjúklegri afneitun þar sem allir túlkuðu kröftug mótmæli þjóðarinnar sem ádeilu á alla aðra en sjálfa sig. Þjóðin er að gagnrýna slaka ríkisstjórn og slaka stjórnarandstöðu. Þjóðin er að gefa ríkisstjórn og Alþingi ÖLLU gula spjaldið. Þetta sjálfhverfa lið fattar ekki hvað er í gangi. Því […]