Ætli höfuðborgarbúar geri sér grein fyrir því að skíðasvæðin í Bláfjöllum hefðu opnað í dag ef þar væri fullkominn búnaður til snjógerðar? Búnaður og framleiddur snjór sem ekki hefði nein áhrif á vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins! Búnaður sem gæti tryggt skíðafæri fram á vormánuði?
hvað kostar slíkur búnaður í kaupum?
hvað kostar að reka slíkan búnað?
hversu mikið kemur til baka, þe. hversu mikil verður skuldbinding sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og þar með hversu mikið þarf að hækka skatta eða lækka framlög til annarra mála?
Hallur þó mér finnst ljúft að stunda skíðaíþróttina þá er ekki hægt að gera ráð fyrir að borgarstjórn sem hefur geð í sér til að hætta að senda gömlu fólki heitar máltíðir en tekur þess í stað upp heimsendingu á frosnum mat sem skilað er einhvern tíman milli klukkan 10 og 16 hafi dug í sér eða vilja til að koma upp snjógerðarkerfi í Bláfjöllum.
Nú svo má líka nefna að þessi sama borgarstjórn neitar börnum fæddum árið 2010 um leikskólapláss til að spara. Það væri e.t.v. í takt við ákvarðanir þessarar borgarstjórnar ef hún færi svo að verja peningum í snjógerð upp til fjalla.
Annars var ég að skoða skuldsetningu sveitarfélaga og það kom mér á óvart hvað núverandi meirihluti trúðanna og Dags Bergþórusonar hafa tekið við fjárhagslega góðu búi frá þeim skötuhjúum Hönnu Birnu og Óskari Bergssyni.
Hver segir að það þurfi að auka kostnað sveitarfélaganna vegna þessa…
Og svo hefði verið lokað aftur í rigningunni næstu daga?
@Sigurjón
Nei 🙂 Ekki nema að það hitni mjög verulega í veðri og rigningin standi lengi 🙂 En þá opnar bara aftur eftir næstu 4 frostnæturnar!
Ekki gleyma að það er ívið kaldara í Bláfjöllum en í Breiðholtinu 🙂
Jamm,
Það frysti í Bláfjöllum milli kl 18 og 21 á mánudagskvöld, fram að því var yfir frostmarki frá því á föstudag.
Þ.a. þú ímyndar þér að það taki 40 klst að framleiða nóg til að opna, í 0-5 stiga frosti?
jamm
Með þeirri tækni sem ég hef verið aað skoða