Mánudagur 19.12.2011 - 08:07 - 2 ummæli

Dómarinn er maðurinn!

„Það sem mest hefur staðið — og stendur — íþróttum okkar fyrir þrifum, er skortur góðra leikvalla og íþróttatœkja, en þó er  þetta að lagast og nú á hinum síðari  árum  eru menn að skilja þetta, sem betur fer.“

Gamalt vandamál og nýtt.  Nú held ég áfram þar sem frá var horfið í síðasta pistli „Bennó“ sem fjallaði um knattspyrnuíþróttina í hinu gagnmerka riti Skinfaxa árið 1916 – riti sem hafði meiri áhrif á samtíma sinn og samfélagsþróun en menn geta ímyndað sér í dag. 

Stefán Pálsson sagnfræðingur benti mér á að Bennó myndi líklega vera  Benedikt G. Waage, íþróttaforkólfur.

Bennó sá fram á betri tíð knattspyrnunni og íþróttaiðkun yfir höfuð til handa í miðri fyrri heimstyrjöldinni í febrúar 1916:

Leikvellir eru að rísa upp og áhuginn að  vakna í þessum efnum.  F áar íþróttir  þurfa á betri og  stær ri leikvelli að halda, en einmitt knatt pyrnan, þar sem firð á milli marka er að minsta kosti 100 jarðs,  og breidd 50 j arðs .

Þegar svo að leikvellirnir  eru uppkomnir, er stærsta steininum rutt  úr leið, og ætti þá þar að koma, að við stæðum jafnfætis öðrum íþróttnm — þó að það eigi vitanlega mjög langt  í land —  ennþá.“

Eftir þessa bjartsýni fjallaði „Bennó“ um mann leiksins – dómarann:

„Næsta skrefið sem stíga ber eftir að knattspyrnuleikvöllurinn er fenginn, er að  fá hæfan mann til að stjórna leiknum (dómara), og best er að hann skipi fyrir á hverri æfingu sem haldin  er; fyrst og fremst á hann að sjá um að leikreglunum sé hlýtt, og að leikurinn fari vel, skipulega og friðsamlega fram.  Það segir sig sjálft, að d ómaran um verða svo allir þátttakendur leiksins að hlýða, og meir en  það. Þeir verða að hjálpa honum til að  gæta þess að leikreglunum sje framfylgt og er einna mest þörf á þessu, þegar kappleikar fara fram.

Gætið þess að tefja ekki dómarann, eða hindra hann í starfi sínu,  en hvetjið heldur félaga ykkar til góðra  samvinnu við  dómarann. Ef ykkur finst einhver  þátttakandanna, hafa beitt ykkur  rangindum, þá er að kæra  það eftir  á; en  ekki meðan á leiknum  stendur. Þetta gildir svo um  allar íþróttir. (Sjá leikreglur  Í. S. Í.)

Annars er best að ofstopamenn og þeir sem baldnir eru viðureignar, væru aldrei þátttakendur á kappmótum, því að þeim mönnum er enginn sómi í leiknum,  þó þeir séu  annars mjög duglegir. Þeir fæla frá — þessa fáu áhorfendur sem leikmótin sækja.

Æfið ykkur alltaf undir handleiðslu dómarans, og venjið ykkur á að hlíta og hlýða úrskurðum hans í hvívetna. Vitið að það er erfitt að vera knattsp.dómari, og gjörið það ekki erfiðara, með hrópum og köllum, um laga og leikreglubrot, á meðan á leiknum stendur. Slíkt  skaðar leikinn — eins og  áður er sagt — og er til lítilla bóta,  þó til sé ætlast.

Það má engum líðast að stofna flokk sínum i voða, með ærslum og ólátum; getur þá svo farið að þeim  hinum  sama verði „vísað úr leik“ og er það stór hnekkir — ekki síst fyrir félaga hans, sem illa hafa mátt af honum sjá.

Hafið því vel hugfast, að það er dómari leiksins, sem valdið hefir — á meðan leiknum stendur, og  þar næst  er það verk flokksforingans, að sjá um, að hver maður í flokknum hegði sér sómasamlega, og  komi ekki í bága við leikreglurnar.

Athugið þetta vel og munið að í öllu, sem lýtur að góðri reglu gildir máltækið: Á skal að ósi  stemma „.

Í næsta pistli fjallar „Bennó“ um þróun leikreglna í knattspyrnu:

„Er nú engum keppanda leyfilegt að slá, bregða eða sparka i keppendur, né  snerta knöttinn viljandi, með höndum, nema markverði — en þó aðeins eftir  vissum reglum (sjá knattsp.Iögin 8. grein.)“

… og aðeins um atvinnumennsku!

„Eins og í öllum íþróttum, sem mikilli útbreiðslu ná, og sem fólkinu geðjast að, þá fór að bera mikið á iþróttaatvinnumönnum (Professional sportm.).“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Leifur A. Benediktsson

    Þessir pistlar þínir um fótboltann, í hans árdaga eru vel þegnir Hallur. En einhvern veginn tókst þér að koma pólitíkinni inn í fyrri pistilinn.

    En til allrar hamingju tókst Stefáni Pálssyni að leiðrétta kompássinn.

  • Gústaf Níelsson

    En var Bennó ekki klassískur kommúnisti sinnar tíðar? Kryfja þarf betur lífsstarf þessa manns en gert hefur verið hygg ég.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur