Þriðjudagur 20.12.2011 - 19:09 - 3 ummæli

…að slá, bregða eða sparka í keppendur

„Um langan aldur var knattspyrnan iðkuð með mjög ófullkomnum leikreglum, eins og þeim, að leyfilegt var að grípa knöttinn  með höndunum, er hann kom í loftinu frá mótherja (mótspilara), var það kallað „fair catch“, og gaf það rétt til aukaspyrnu (fríspark). Einnig var leyíilegt að bera knöttinn og bregða keppendunum, og í hvert skifti sem mark var  „skorað“ (A goal scored)  var skift um markhlið o.s.frv. „

Þannig heldur Bennó áfram umfjöllun sinni um knattspyrnu í Skinfaxa árið 1916 – en áður hef ég birt úr pistlum hans þar sem fjallað var um uppruna knattspyrnunnar og hinn mikilvæga dómara þar sem Bennó sagði meðal annars:

Æfið ykkur alltaf undir handleiðslu dómarans, og venjið ykkur á að hlíta og hlýða úrskurðum hans í hvívetna. Vitið að það er erfitt að vera knattsp.dómari, og gjörið það ekki erfiðara, með hrópum og köllum, um laga og leikreglubrot, á meðan á leiknum stendur. Slíkt  skaðar leikinn — eins og  áður er sagt — og er til lítilla bóta,  þó til sé ætlast.“

En fræðandi umfjöllun Bennó hélt áfram:

„Það var ekki fyr en árið 1863, er stofnaður var félagsskapur meðal enskra knattspyrnufélaga  ( „The English Football Association“)  að  fast skipulag komst á leikinn, og að öll þessi  brögð voru talin óleyfileg, sem að framan  eru nefnd.  Er nú engum keppanda leyfilegt að slá, bregða eða sparka í keppendur,  né  snerta knöttinn viljandi, með höndum,  nema markverði — en þó aðeins eftir  vissum reglum (sjá knattsp.Iögin 8. grein.)

Eftir stofnun þessa ágœta félagsskapar, útbreiddist knattspyrnan mjög, þó að annar knattleikur, knattspyrnunni nokkuð líkur, væri einnig í hávegum hafður, og keppti mjög um völdin við knattspyrnuleikinn. Þessum leik — ef leik skyldi kalla — var  gefið nafnið „Rugby Football „, og er það mesti fantaleikur, sem ég hefi  ennþá séð.

Hver keppandi má nota hendur og fætur eftir vild, hælkróka, öll leggjabrögð, og ýms  önnur þrælabrögð, sem nöfnum tjáir  að nefna.  Kemur það líka oft fyrir, næstum því í hverjum leik — að menn verða óvígir, fara úr liði, hand- og fótleggsbrotna. 

Er ólíkt betri og skemmtilegri leikur knattspyrnan, en þessi ryskinga-fantaleikur.

En þó ber ekki að neita því, að alvarleg meiðsli geta orðið í knattspyrnu, ef hrottalega er leikið, og  dómaranum ekki hlýtt,  sem skyldi — er því vel að athuga,  að knattspyrna fari fram með leikni liðleik og ofstopalaust. Gleyma sér aldrei svoað menn  sparki í mótherja í stað knattarins, en af því stafar mesta hætta (fótbrot, liðskekkjur og fl.)

Þráfaldlega kemur það fyrir að menn spyrna í mótherja  af  gremju og reiði, yfir því að þeir mistu knöttinn á rásinni. Á dómari leiksins að hegna slíkum mönnum mjög stranglega — gjöra þá leikræka; það er  eina  ráðið, sem dugar, og um leið betrar. En hefir þó aldrei verið notað hér á landi.

Árið 1866 var ennþá breytt  knattsp .- lögunum þannig að rangstæðu (off side) reglurnar voru mikið bættar og lagfærðar.  Getur nú t. d. enginn keppenda orðið rangstæður (off side) á sínum vallarhelmingi (svæðisins), og m. fl.

Þá var og rétt á eftir þessu stofnuðalþjóðastjórn knattsp.félaga. (The International Football Board), sem  saman stendur af 8 — átta — mönnum, sem valdir eru af Englands-, Skota-, Íra- og Walesbúum (Football Association) tveir menn frá hvorum þeirra. Hafa þeir á hendi aðalúrskurðarvald, og framkvæmdir á reglum og lagabreytingum knattsp. en þó getur lagabreyting ekki fram farið, nema með samhljóða atkvæðum þessara átta manna (frá  „The Internationall Football Board“ ).

En reglum þeim, lögum og laga skýringum, sem þeir setja, verða svo öll knattsp.félög að hlíta og hlýða.

Árið 1872 fór fyrsti þjóðarkappleikur milli Englendinga og Skota fram, og brátt komu svo  írar og Walesbúar  þar á eftir. 1873—74 byrjuðu fyrstu  knattsp .kappIeikarnir milli háskólabæjanna Oxford  og Cambridge, sem nú eru frægir mjög um allan hinn mentaða heim.

 Á Englandi eru rúm 10000 knattsp.-félög, með mörg hundruð þúsund, starfandi meðlimum, en eins og þið vitið  þá er knattsp. sú langútbreiddasta íþrótt Englands.  Er þetta því ef til vill ekki svo undarlegt, en það merkilegasta við knattsp.

  • er, að allar þjóðir, sem hann hafa iðkað, hafa tekið við leikinn slíku ástfóstri að undrun sœtir, og má með sanni segja,
  • að engin ein íþrólt sem nú er iðkuð, hefir náð meiri útbreiðslu um heim allan, en knattspyrnan. (The Association Football ).“

Næst munum við lesa aðeins um atvinnumennsku sem Bennó var ekkert sérstaklega hrifinn af!

„Eins og í öllum íþróttum, sem mikilli útbreiðslu ná, og sem fólkinu geðjast að, þá fór að bera mikið á iþróttaatvinnumönnum (Professional sportm.).“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Leifur A. Benediktsson

    Hvert er þitt félagslið í ísl. boltanum Hallur? Og þá í þráðbeinu framh. í enska?

  • Hallur Magnússon

    Víkingur – margfaldur Íslandsmeistari, Reykjavíkurmeistari, bikarmeistari og haustmeistari með því liði bæði í handbolta og fótbolta 🙂

    Chelsea – síðan 1971. Peter Osgood var fyrsta ´“fótboltakallamyndin“ sem ég fékk þá 9 ára! Málið dautt því allir aðrir héldu með Leeds, Arsenal, Liverpool og Man.U. nema Jói hási. Hann hélt með Everton. Það hélt enginn annar með Everton. Jónbi með West Ham. Svo var það Finnbogi sem heldur með Derby! ‘Eg vildi eiga mitt lið – og enginn annar hélt með Chelsea!

    Barcelona í spánska boltanum. Hataði þá fyrst eftir að dómararnir fóru illa með okkur í Evrópukeppni í handbolta – eftir að Víkingur hafði burstað þá heima. greinileg mútur!!!

    En eftir að ég sökkti mér í sögu Spánar – þá féll ég fyrir þeim. Táknmynd andstöðu vuið Franco – og svo lýðræðislegt félag 🙂

  • Leifur A. Benediktsson

    Valur -Reykjavikurmeistara -haust-og miðsumarsmeistratitlar
    hérna meginn. 1957 til og með1959 árgöngunum í Val voru gríðarlega sterkir árgangar á Hlíðarenda.

    Þessir árgangar skiluðu fjölmörgum íslandsmeistaratitlum seinna meir í meistrarafl. eftir 1980. Gummi Þorbjörns. Atli Eðvaldsson,Sævar Jónsson ofl ofl.

    Liverpool er FÉLAGIÐ, og þá er ég að tala um Dalgliesh,Ian Rush,Ray Kennedy,Kevin Keegan og R. Clemence markamann og alla þá snillinga. Þetta voru og eru mínir dýrðlingar í svart hvítu á laugardögum í denn.

    Talandi um Chelsea þá voru nú nokkrir af mínum félögum sem héldu með þeim,einnig voru Úlfarnir í miklum metum. Lefty hélt með West ham og Atli vinur minn með A. Villa.

    En búningar þessara tveggja síðast töldu, þótti mér vera alveg eins og ekki spennandi. Á þeim tíma skiptu litir félagsbúninganna miklu máli, í vali á félagi sínu í enska boltanum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur