Föstudagur 30.12.2011 - 23:52 - 13 ummæli

Samfylking stjórntæk á ný?

Þegar Árni Páll Árnason sigurvegari átakanna í Samfylkingunni í dag og undanfarna daga tekur við af Jóhönnu á óumflýjanlegum landsfundi flokksins í vor – þá gæti Samfylkingin orðið stjórntæk á ný!

… það sem ÖSKRAR á óflokksbundinn áhugamann um pólitík er algjör ósýnileiki vinar míns Össurar Skarphéðinssonar sem boðar í drottningarviðtali áramótablaðs Viðskiptablaðsins kynslóðaskipti í forystu Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar.

Þögn hans á fundi flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í kvöld segir meira en mörg orð …

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Kristján Elís

    ertu alveg hættur að reyna að vera málefnalegur Hallur? blaðrar bara einhverja spádóma

  • Hallur Magnússon

    … eru áramótin ekki fyrir soleiðis?

  • Atli Þór Sigurðsson

    Þessi mál öll er varðar ríkisstjórnina eru komin í slíkt ófremdar -ástand, að vart verður um það rætt ógrátandi eða þá óhlæjandi. Vissulega sjá allir viti bornir menn að þetta er í slíkum hnút að lengra verður ekki komist. Þessi stjórn hefur ekki lengur það sanna bakland sem hún þarf til að vinna sínum málum framgang. Það vitum við hins vegar að kosningar vilja þau alls ekki núna, því þá fjúka ráðherrastólarnir allir með öllum þeim þægilegheitum sem þeim fylgja. Hitt er að þetta „múv“ Steingríms er pólitísk brella sem gæti heppnast eða sprungið framan í hann. Mín trú er þrátt fyrir allt þá þrauki þau fram að næstu kosningum. Steingrímur nær að landa einhverjum samningi um erlenda fjárfestingu og steytir hnefann framan í þjóðina og segir sigri hrósandi: Ég náði fjárlagahallanum niður og ég kom atvinnulífinu í gang…

  • Oddur Ólafsson

    Guðbjartur Hannesson er næsti formaður Samfó. Annað væri hennar dauði.

  • Leifur A. Benediktsson

    Og Árni Páll gengur í SjálfstæðisFLokkinn:o)

  • Pétur Örn Björnsson

    Fyrst menn eru farnir að sveipa sig dulhyggju spádómanna, þá er best ég spái líka og rýni í rökkrið … ég sé hrylling:

    Putin Leonid Sigfusovits mun brátt bjóða sig fram til formennsku í Samfó og hljóta þar „rússneska kosningu“. Þar með sameinast stalínista-armur VG og gömlu Allaballarnir í Samfó og úr verður Sameinu Vélmennin, SV sem mun enga tilfinningu hafa fyrir lífi almúgans, heldur akta sem dauðinn á skriðbeltum.

  • Jón Jón Jónsson

    Hér er fjallað um 151/2010, sem Sr. Jón að ofan vitnar til:

    http://blog.eyjan.is/tbs/2011/12/30/ordstir-arna-pals/

    Ekkert voðalega fallegur vitnisburður Hallur um Árna Pál.

  • Sverrir Hjaltason

    Mín spá segir að Jóhanna muni draga sig í hlé með reisn í vor. Árni Páll og Guðbjartur verða í forystu flokksins. Báðir hafa unnið til þess með farsælum störfum sínum. Samfylkingin verður nákvæmlega jafn stjórntæk og hún hefur lengi verið.

  • Óðinn Þórisson

    Jóhanna ætlar að leyða flokkinn inn í næstu kosningar og hún mun ekki stiga til hliðar.
    En von margra Samfylkinarmanna er að aukalandsfundur verði haust 2012 til að endurnýja forsyst flokksins fyrir kosningarnar.

  • Þetta er of einfeldningslegt tal Hallur. Jóhanna situr að minnsta kosti fram að næstu kosningum (2013).

    Það er að vísu leiðinlegt að þurfa að fórna Árna Páli fyrir Jón Bjarnason – en eins og allir sjá var það nauðsynlegt.

    Tími Árna Páls kemur aftur og þá varla sem formanns – en samt góður tími.

  • Sigurður Pálsson

    Samfylkingin þarf nýtt blóð í forystuna. Samfylkingin munn ekki ná hinum almenna jafnaðarmanni í kosningum með Árna Pál sem formann. Kannski þarf Samylkingin að sækja sér nýjan formann alla leið til Afríku.

  • Melmóður víðförli

    Er Dagur ekki draumaprinsinn?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur