Þriðjudagur 03.01.2012 - 22:03 - 3 ummæli

Loka Bláfjöllum strax!

Ef fallast ætti á rök andstæðinga skíðaíþróttarinnar í Bláfjöllum ætti að loka skíðasvæðunum þar nú þegar!  Ástæðan. Mikil umferð skíðafólks á einkabílum á skíðasvæðinu þessa dagana.

Staðreyndin er nefnilega sú að andstæðingar snjóframleiðslu í Bláfjöllum sem myndi tryggja opin skíðasvæði um langan tíma þótt snjó skorti vita að snjóframleiðsla er ekki ógnun við  umhverfið og vatnsverndarsvæðið sem liggur ekki fjarri Bláfjöllunum.

Það kemur skýrt fram í skýrslu Mannvits að bein ógnun snjóframleiðslunnar er engin.

Hins vegar kynni kannske mögulega vera smá möguleiki á að bílaumferð í Bláfjöllum geti skaðað umhverfið lítillega.  Líkurnar þó nánast engar.

En ef koma á í veg fyrir snjóframleiðslu í Bláfjöllum eins og fámennur hópur andstæðinga skíðasvæðanna í Bláfjöllum virðast vilja vegna meintra mögulegra áhrifa bílaumferðar á umhverfið – þá ætti að loka Bláfjöllum strax!

Er ekki leiðin að takmarka umferð einkabílsins og tryggja góðar almenningssamgöngur inn á skíðasvæðin og njóta Bláfjallanna á skíðum miklu lengur og betur en nú gerist – með umhverfisvænni snjóframleiðslu sem skaðar klárlega ekki umhverfið?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • stefán benediktsson

    Ég hef aldrei hitt eða heyrt í „andstæðingum skíðaíþróttarinnar í Bláfjöllum“, eða Reykjavík, þvert á móti. Þegar skoðaðir voru sparnaðarmöguleikar ´10 og ´11 í borginni var oft rætt um reksturinn í Bláfjöllum og jafnvel nefnt að loka þar um tíma, ekki síst vegna þess að enginn sá fram á að eiga peninga fyrir blásturstækjum í bili og rannsókn í gangi á áhrifum. Nú liggur rannsóknin fyrir og aðalmengunarhættan virðist vera umferð. Lausn þess vanda eru almenningssamgöngur, jafnvel rafknúnar. Hinn „vandinn“ er vatnsöflun sem ekki er alveg ljóst hvort hafi einhver áhrif en líkur þess þó taldar litlar. Ekkert stendur því í vegi framkvæmda annað en peningar eða skortur á þeim. Skíðaíþróttin á engan óvin nema snjóleysi þegar verst lætur.

  • Voru ekki áhyggjur af mengun á vatnsbólunum fyrir neðan sem sumir höfðu áhyggjur af?

  • Sigurjón H. Birnuson

    Sæll Hallur,

    Skynsamleg orð. Er vitað hversu mikið (þ.e. um hversu marga daga) mætti lengja skíðatíðina í Bláfjöllum ef tæki til snjóframleiðslu væri í notkun?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur