Ég ætla ekki að setja út á dómarana í leik Króata og Íslendinga. Þessi pistill fjallar ekki um þá. Þeir voru góðir – en gerðu einnig ein og ein mistök. Eins og leikmenn. Það er nefnilega ekki hægt að fara í gegnum handboltaleik án þess að gera einhver mistök. Hvort sem um er að ræða leikmenn eða dómara.
En alveg er það ömurlegt hvernig íslenskir íþróttafréttamenn þora ekki lengur að ræða dómgæslu. Allra síst á stórmótum í handbolta. Við höfum séð dómaraskandala dauðans á undanförnum árum – en það er greinilega tabú að ræða slíkt.
Dómararnir eru hluti leiksins. Það á að ræða þá sem slíka. Þeir geta verið úrvals góðir eins og leikmenn liða. Þeir geta gert sín fatal mistök eins og leikmenn. En það virðist vera dagskipun hjá íþróttafréttamönnum að þegar dómarar eru lélegir – að ég tali ekki um að þegar þeir gera mistök sem kosta lið sigur – þá má ekki hafa orð á því.
Það fer ferlega í pirrurnar á mér. Því ég vil fá að gagnrýna dómara þegar þeir eiga það skilið – jafnvel hrópa á þá úr sófanum – og svo þegar leikurinn er búinn – fá að ræða frammistöðu þeirra eins og annarra þátttakenda. Svo er leikurinn búinn. Og málið dautt. Bara beðið eftir næsta leik.
Ég skal taka af þeim ómakið Hallur, vítið sem leikarinn góðkunni Ivano Balic fékk undir lokin var skandall. Allir sem á horfðu hér sáu í gegnum Balic. Fiskunn dauðans á við þetta bragð Króatans.
Er ekki furðulegt að dómararnir séu settir á sama hótel og Króatarnir? Maður spyr sig.
En annars um leikinn,við vorum með þetta í höndunum allt fram á lokamínúturnar. Björgvin átti slæman dag svona almennt séð. Hreiðar hefði átt að taka lokakaflann að mínu viti. Vítið hans Guðjóns Vals sem mistókst undir lokin var einnig afar dýrkeypt.
Róbert Gunnarsson er ekki sá Róbert sem ég þekkti frá síðustu stórmótum, hann er ekki svipur hjá sjón.
En það kemur dagur eftir þennan tapleik. Við tökum bara á Nojurunum á miðvikudaginn og vinnum þá.
Áfram ísland!!