Þriðjudagur 31.01.2012 - 00:23 - 9 ummæli

„Great Britain“ In memorium

Englendingar sem áður stýrðu hinu öfluga breska heimsveldi mega muna fífil sinn fegri. „The English Rose“ féll fyrir nokkrum áratugum síðan en var þurrkuð svo ásýndin hélst um nokkurt skeið – þar til þurr og líflaus krónublöðin tóku að falla eitt af öðru. Nú er enska þurrkaða rósakrónan endanlega fallin.

Skotar hyggjast skilja England nánast eitt og yfirgefið eftir í „The Great Britain“.  Öðlast sjálfstæði og taka upp evru.

Hið  „sérstaka samband“ við stóra bróður í vestri er sárljúf minning ein. Sambandinu breytt af syni gamallrar negranýlendu Englendinga úr eldheitu „love and hate“ ástarsambandi – þar sem engin komst á  milli elskendanna með amríska hreimnum og gamla enska hreimnum – yfir í kurteisislegt teboð gamallra frænka.

Já – svo ekki sé minnst á endanlegt skipsbrot Englendinga í Evrópu – þar sem þeir hafa reynt að gera sig gildandi í 900 ár eða svo. Fyrst voru þeir hraktir af lendum sínum í Frakklandi. Reyndu að endurheimta þær í margar aldir. Náðu á tímabilum að verða ráðandi afl í Evrópu þótt þeir hafi ekki endurheimt fyrri lendur síðan þá.  En eru nú komnir úr því að vera „upstairs“ í Evrópu í það að vera „downstairs“.

Endanleg staðfesting þess var í dag – þegar einungis ein Evrópuþjóð lét undan gífurlegum þrýstingi Englendinga – og gekk til liðs við vafasama stefnu þeirra sem væntanlega mun skaða bæði ríkin. Eina ríkið Evrópu. Ekki það að Tékkar skuldi Englendingum eitt eða neitt. En líklega búnir að gleyma því þegar Bretar gáfu Þjóðverjum frítt spil í að innlima Súdetahéruðin 1938.

Býst við því að eftir daginn í dag muni „Svarti hundurinn“ enn á ný gangi laus í Downingsstræti 10!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • „negranýlenda“ hvers lags rasismatal er þetta eiginlega?

  • Hallur Magnússon

    @Ólafur. Mig minnir að Englendingar hafi gegnum aldirnar kallað svarta þegna sína í nýlendum sínum í Afríku „negra“. (ensku „niggers“ eða „negros“). Reyndar þegna sem völdu það ekki að vera undir Konungdæminu Stóra Bretlandi – heldur voru neyddir til þess með gegndarlausri kúgun og ofbeldi harðsvíraðs nýlenduveldis. Er það rangt hjá mér? Gerir það mig að rasista?

  • Hans Haraldsson

    Í fyrsta lagi er það „in memoriam“.

    Í öðru lagi er það ekki sjálfgefið að sjálfstætt Skotland neyðist til að nota evru þótt andstæðingar sjálfstæðis haldi því fram.

  • Snæbjörn Brynjarsson

    Mér finnst alveg mögnuð þessi pilla með súdetahéraðið. Hvað finnst þér þá um Þjóðverja fyrst að þú áfellist Breta ennþá fyrir seinni heimstyrjöldina.

  • Þessi greinarstúfur er bersýnileg undir áhrifum einhvers sem höfundurinn hefur hraðlesið nýlega.

    Hefur líklega verið á máli sem höfundur kann lítið í.

  • Og Hallur – það er rétt að kúgun Englendinga á svörtu fólki gerði þá að rasistum.

    Hluti af kúguninni var niðrandi orðbragð.

    Sama orðbragðið og þú notar sjálfur um svart fólk á bloggsíðu þinni.

    Gerir það þig að rasista?

    Gettu einu sinni.

  • Uni Gíslason

    Það er ekkert nema hjákátleg meðvirkni byggð á fullkomnum misskilningi að á íslensku sé orðið negri á nokkurn hátt tengt kynþáttahatri eða fordómum.

    Það má réttilega segja að það gildi í hinum *enskumælandi* heimi, en Ísland er hvorki í þeim heimi né tengist réttindabaráttu svertingja þess heims, nýlendustefnu þeirra né heldur hefur orðið negri nokkra sögu á íslandi tengdri kúgun á minnihlutahópum – en það er einmitt þaðan, úr mannréttindabaráttu í BNA á 6. og 7. áratug s.l. aldar – sem neikvæður blær orðsins kemur.

    Maður þarf að vera auli á sérstöku plani til að telja íslendinga hafa tekið þátt í þeirri baráttu og að orðið negri hafi verið notað á Íslandi til að aðskilja fólk í strætisvögnum og skólum – og að orðið negri hafi nokkra sögu á Íslandi sem neikvætt orð fyrr en fólk sá Mississippi Burning, In the heat of the Night eða Look who’s coming for Dinner.

    Í öðrum tungumálum, s.s. spænsku er *ekkert* annað orð notað yfir fólk með dökkt hörund af afrískum uppruna en orðið „negro“. Þar kippir sér enginn upp við hörundssæri hinna enskumælandi gagnvart orðinu, enda verða hinir enskumælandi bara að eiga það við sig sjálfir. Spánverjum er tíðrættu um negro og negros þegar þeir ræða um blökkumenn. Við ættum kannski að benda þeim á hvað það er „óviðeigandi“ af því að Bandaríkjamenn og Bretar eru svaka sensí yfir orðinu?

    Spánverjar enga sambærilega sögu tengda þessu orði og hinn enskumælandi heimur ekki frekar en Íslendingar, heldur þýðir það beinlínis „svartur“ á þeirra tungu og er notað líkt og í íslensku.

    Það lýsir þannig bara fáfræði og jú meðvirkni sem er misskilin á furðulegan hátt að ekki megi nota orðið negri. Við notum orðið svartur, svertingi, blökkumaður etc. án þess að skammast okkar. Orðið negri er jafn „saklaust“, svo ég rétt vona að þeir sem sogið hafa hvað harðast upp í nef sér hér í ummælum ráðist að hverjum þeim sem talar um svarta menn, svertingja eða blökkumenn með sama yfirlæti.

    Það eru til niðrandi orð um svertingja á íslensku, en negri er ekki eitt þeirra. Negri er einnig til og notað í t.d. norsku, kemur þaðan úr frönsku og hefur komið þá leið til Íslands.

    Annars er það rétt að talað er um „in memoriam“.

  • Hallur Magnússon

    Takk fyrir þetta Uni. Gersamlega sammála þér. Og takk fyrir ábendinguna um ásláttarvilluna í fyrirsögninni! Breyti henni.

  • Takk fyrir að frelsa mig frá fáfræði og hjákátlegri meðvirkni, Uni Gíslason.

    Nú veit ég að sá er ,,auli á sérstöku plani“ sem heldur að íslenska orðið ,,negri“ er á nokkurn hátt niðrandi.

    Því það er ,,negri“ alls ekki.

    Ekki frekar en ,,auli á sérstöku plani.“

    Eða rammíslenska samsetningin ,,hala-negri.“

    Þetta er menntun sem stendur undir nafni.

    Hvað finnst þér annars um íslenska orðið ,,litaður“ sem hinir hálf-menntuðu taka sér gjarnan í munn?

    Skyldi það nokkuð vera kjaftfylli af fordómum frekar en orðið ,,negri“?

    Nú væri gaman að heyra spaks mann spekúlasjónir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur