Föstudagur 02.03.2012 - 22:29 - 5 ummæli

Franek Rowzadowski ræður!

Franek Rowzadowski ræður meira um Ísland og íslenskt efnahagslíf en Steingrímur J. Hvað sem Þistilfirðingurinn reynir að segja. Íslendingar vita ekkert hver Franek Rowzadowski er.  Eða hvað hann er að gera!

En íslenskur almenningur á kröfu til þess að vita með hverjum Franek Rowzadowski fastafulltrúi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins „manglar“  – því þessi einn valdamesti og ósýnilegasti maður á Íslandi hefur meiri bein áhrif á stefnu ríkisstjórnarinnar en allir óbreyttir þingmenn þingflokka VG og Samfylkingar til samans.

Lýðræðislegt?

Það sem verra er er að Franek Rowzadowski stjórnast af sömu trúarbrögðunum og fulltrúar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins gera og hafa gert gegnum tíðina. Trúarbrögðum sem sjaldnast hafa tekið mið af hagsmunum Íslendinga.

Látið mig þekkja það. Tók árlega á móti sendinefndnum þessa sérkennilega fyrirbæris og þurfta ALLTAF að byrja á að kenna þessu liði grundvallaratriði hins sérkennilega verðtryggingakerfis íslensku krónunnar og hvernig íslensk verðtryggð króna fylgir ekki venjubundnum lögmálum alvöru gjaldmiðla.

Það kom liðinu frá Alþjóðagjalderyrissjóðnum alltaf jafn mikið á óvart að það væri eitthvað í gangi sem hét verðtrygging meginhluta langtímalána íslenskra fjölskyldna – þótt hluti sendinefndarinnar væri sá sami ár eftir ár.

Það kom mér hins vegar enn meira á óvart að yfirleitt kom þetta lið beint af fundi úr Seðlabankanum þar sem núverandi aðalhagfræðingur þeirrar ágætu stofnunnar hafði „kynnt“ þeim stöðu íslensks efnahagslífs – þar sem eitt af megin útskýringarefnunum hefði einmitt átt að vera sérkennilegt eðli íslenskrar verðtryggðar krónu!

Gleymi aldrei þegar Seðlabankinn skammaði okkur eins og hunda annars vegar fyrir það að útskýra fyir sendinefndinni eðli íslenskrar verðtryggðar krónu – sem var greinilega nánast dauðasök – og hins vegar að nefndin tók sér af sjálfsdáðum lengri tíma til að setja sig inn í málin en Seðlabankinn hafði skipulagt!

Frétti síðan að brot á tímamörkum hefði ekki verið málið – heldur það að við sögðum sendinefndinni sannleikann um verðtryggðu íslensku krónunnar en fylgdum ekki fyrirfram ákveðnu leikriti Seðlabankans.

Súrealískt?

Já, en svona var þetta. En súrealisminn hefur síst minnað með fastafulltrúanum Franek Rowzadowski!

 

„Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að frekari launahækkanir umfram framleiðniaukningu geti kynt undir verðbólgu á Íslandi …“  http://visir.is/vara-vid-frekari-launahaekkunum-/article/2012120309760

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Já, AGS passar vel upp á bankakerfið. Við eigum að borga skuldirnar. Verst að við getum ekki varist. Það er erfitt fyir þjóð á hnjánum.

    Sjitt!

  • Sjáandinn

    Það skal viðurkennt, að í spádómum mínum sem birtust sem athugasemdir við síðasta pistil Halls, sá ég það ekki fyrir að Hallur myndi frelsast svo á einu augabragði og sjá ljósið,

    en það hefur nú samt gerst og Hallur hefur losað sig sjálfan í gaddavírsflækjunni sem mér sýndist hann áður vera að frelsa hreindýrstarfana úr.

    Og ég sé það nú skýrt: Hallur hefur séð ljósið
    og ræðst nú af mannýgum krafti á meindýrin,
    enda mega þau bíða um sinn, hreindýrin:-)

    Og það er sko enginn súrrealismi, heldur heiðríkja yfir Halli
    þegar hann stangar rotturnar.

  • Gunnar Skúli Ármannsson

    Vel mælt Hallur.
    AGS hefur sent fjölda þjóða í fátækt og því væri það stílbrot að gera slíkt hið sama ekki við Ísland.

  • Sjáandinn

    Svo sannarlega vel mælt hjá Halli.

  • Er Ísland sem sagt fyrsta landið með verðtryggingu sem AGS hefur aðstoað?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur