Laugardagur 03.03.2012 - 16:11 - 8 ummæli

ISK í dauðateygjunum

Hin ónýta íslenska króna er í dauðateygjunum enda lifir hún vart af afnám verðtryggingarinnar.  Sífellt fleiri íslenskir stjórnmálaleiðtogar vilja taka upp alvöru gjaldmiðil. Sigmundur Davíð vill kanadískan dollar. Jóhanna Sigurðardóttir vill taka upp evru.

Spurningin er ekki hvort heldur hvenær við fáum alvöru gjaldmiðil.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • þetta er mjög rökrétt ályktun Hallur, en þetta verður ekki alvöru fyrr en Sjálfstæðisflokkur skiptir um kúrs, núverandi ESB kúrs verður keyrður á þeim bænum alveg þangað til þeir komast aftur í Ríkisstjórn, þá verður 180° omvending hjá þeim.

  • Fannar Hjálmarsson

    Töfra lausnir og draumaborgir. það skiptir engu máli hvaða gjaldmiðil við höfum. því á meðan menn eyða um efni fram þá munum við enda eins og Grikkland eða Argentína (evra eða dollar).

    vandinn við þessa umræðu er að menn eins og þú Hallur reynið að villa um fyrir fólki. það eiga fleiri en evru sinnar það til.

    Í stað þess að berjast fyrir að hér sé komið á aga í ríkisfjármálum og við hættum að lifa á lánum og skuldsetja framtíðarkynslóðir fyrir upplognum tekjum og hagvexti, þá gerist ekkert og við munum ekkert græða eða hagnast á upptöku annars gjaldmiðils.

    húsið þitt verður ekkert hreinn þó þú teppaleggir yfir skítinn. þú felur bara óhreinindin í smá tíma og síðan gýs upp fílan síðar af meiri krafti.

    Við þurfum fyrst að taka til hérna, síðan getum við spáð í öðru. Krónan er bara spegil mynd af því efnahags ástandi sem þín kynslóð og sú sem gat þig hafið komið á. ef þið kunnið ekki að taka til, víkið þá og hleypið öðrum að.

  • Óskar Steingrímsson

    Það vekur alltaf furðu mína að lesa og hlusta á hina ýmsu „spekinga“ tala um gjaldmiðil okkar, krónuna, af mikilli vanþekkingu og skilningsleysi.
    Menn kenna alltaf krónunni um að ekki sé hægt að stjórna hér hagkerfinu, það er einfaldlega rangt. Krónan er jafn sterk eða jafn veik og stjórnun hagkerfisins og peningamála þjóðarinnar.
    Veikleiki krónunnar er AFLEIÐING ekki orsök stöðunnar eins og hún er í dag. Gjaldmiðill er eingöngu verkfæri og ef þessu verkfæri er illa stjórnað eða notað í röngum tilgangi eða á rangan hátt verður útkoman eftir því. Árinni kennir illur ræðari.
    Það má segja að krónan sé jafngóð eða slæm og þeir sem sitja við stjórnvölinn á hverjum tíma. Sem sagt; handónýt hagstjórn = handónýt króna, sterk og góð hagstjórn = sterk og góð króna. Svo einfalt er þetta.

  • Ólafur Bjarni

    „Ég ætla að hætt að drekka á morgun, nú er ég blindfullur“ er hluti af söngtexta eftir Valgeir Guðjónsson. Þarna er alkahólistinn að lofa að hætta að drekka en það er enginn meining á bakvið þetta hjá honum.
    Íslensk hagstjórrn er sama marki brennd, Seðlabankinn setur sér verðbólgumarkmið sem enginn tekur mark á. Fjármjálafyrirtækinn telja að næstu 10 árin nái SI ekki verðbólgumarkmiðum sínum. Hver trúir því að SI nái verðbólgu markmiðum sínum eftir 10 ár eða það ríkissjóður verði hallalaus eftir 2 ár? Ekki ég.
    Sterk og góð hagstjórna á Íslandi verður þegar byrjar að snjóa í helvíti. Eða þegar hagstjórn verður tekin út höndum okkar en meðan við viljum áfram stjórna verður ástandið eins og að búa hjá alkahólista. Það veit enginn hvað skeður næst.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Mikið djöfull eru þetta góð komment.

    Svoleiðis miklu betri en pistillinn!

  • Leifur A. Benediktsson

    Þorsteinn Úlfar Björnsoon,

    Hallur er ágætur með eldspýturnar og riffilinn.

    En annars sammála, kommentin eru fj. góð og hárrétt greining á ísl. hagóstjórn sl. 68 ár.

  • Hannes I. Hallgrímsson

    Hlustið á Óskar Steingrímsson.

    Hann er einmitt að lýsa vandamálinu í hnotskurn.

    Að skipta um gjaldmiðil er engin töfralausn.

    Það leysir kannski einhvern vanda, en býr til önnur vandamál í staðinn.
    Vandamál sem við ráðum ekkert við og verðum því bara að lifa með slík vandamál.

    Hafið líka í huga hvaða laun við fáum í Evrum talið við myntskiptin?

    Munið að meðalmánaðarlaun í Þýskalandi eru 4.000 Evrur.

    Meðalmánaðarlaun á Íslandi eru 370.000

    Hversu há (lág) verða meðalmánaðarlaun á Íslandi við myntskiptin, t.d. á genginu 165 ISK/EUR?

    Svar; 2.242 EUR á mánuði.

    Þettu yrðu næstum því helmingi lægri laun í Evrum talið sem Íslendingar væru með við myntskiptin miðað við Þjóðverja.

    M.ö.o. yrðu lífskjör okkar helmingi verri en Þjóðverja og það VARANLEGA.

    Yrðu það góð hlutskipti fyrir okkur?

    Getur einhver svarað þessu?

  • Hallur

    Einbeitum okkur frekar að framleiðninni sem Þjóð heldur en kenna krónunni um allt, krónann er ekkert annað en mannana verk. Var það ekki Benjamin Fraklin sem talaði um það að hver sjálfstæð Þjóð þyrfti sinn eiginn gjaldmiðil. (ef minnið svíkur mig ekki)

    Ps. Svo að lokum þá eigum við ekki að tala svona illa um krónunna sem hefur reynst okkur vel í gegnum tíðina, Þó svo Þú viljir nú dansa við aðra

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur